Útilokun Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 1. október 2015 07:00 Ég lít í kringum mig og sé spennta foreldra með bros á vör og allir tilbúnir með myndavélarnar uppi. Þau eru að bíða eftir sýningunni hjá krökkunum sínum sem hafa æft sig í allan vetur. Þetta er sýning til fjáröflunar hjá 8. bekk fyrir skólaferðalag. Ég hef fylgst með undirbúningnum í gegnum strákinn minn, hann leikur aðalhlutverkið og loksins er komið að sýningunni. Ég er döpur innst inni í hjarta mínu, ég reyni að láta ekki á því bera því ég vil ekki skyggja á þennan gleðilega dag. Ég fékk ekki táknmálstúlk því ekki var til nægt fjármagn til að borga táknmálstúlkunina. Þessi stund var undirbúin með góðum fyrirvara, var auglýst með metnaði hjá krökkunum en víst ekki rétti tíminn fyrir mig og ekki hægt að endurtaka þetta. Þetta eru dæmi sem eru að gerast hjá íslenskum þjóðfélagsþegnum sem nota íslenskt táknmál (ÍTM) í sínu daglega lífi. Ekki má gleyma að þetta er líka fyrir þau sem ekki geta nýtt sér ÍTM en þurfa að eiga samskipti við okkur sem notum ÍTM. Við njótum ekki til fulls viðburða í lífi okkar, barnanna okkar, fjölskyldu og viðburða í kringum okkur þegar við fáum ekki táknmálstúlk sem gefur okkur öllum færi á betra aðgengi í samfélaginu. Þessi tími er glataður, við endurupplifum ekki þessi tímamót í lífi okkar og okkar nánustu. Það er sárt ef við fáum ekki að njóta augnabliksins til jafns við aðra þjóðfélagsþegna, við erum útilokuð.Binda á okkur hendurnar Stjórnvöld binda á okkur hendurnar og við getum ekki sinnt skyldum okkar sem foreldrar, húseigendur, skattgreiðendur, ættingjar og fleira. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk segir: „Fatlað fólk á rétt á tjáskiptaleiðum að eigin vali eins og t.d. táknmálstúlkun til þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu.“ Íslenska ríkið veitir hins vegar of lítið fé til táknmálstúlkunar í daglegu lífi sem þýðir að íslenskum þjóðfélagsþegnum sem reiða sig á íslenskt táknmál er ekki tryggt aðgengi að táknmálstúlkun í daglegu lífi s.s. við atvinnu, í mannfögnuði, á námskeiðum og fleira. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) stendur fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. Síðustu daga hafa birst myndbönd sem ÖBÍ hefur látið vinna og sýna þau raunverulegar aðstæður sem sumt fatlað fólk upplifir á Íslandi í dag. Ég vil hvetja þig til að skrifa undir áskorunina sem má finna á heimasíðu ÖBÍ, www.obi.is/askorun. Við ættum öll að geta skrifað undir mannréttindi fatlaðs fólks og stuðlað þannig að betra samfélagi fyrir alla! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Sjá meira
Ég lít í kringum mig og sé spennta foreldra með bros á vör og allir tilbúnir með myndavélarnar uppi. Þau eru að bíða eftir sýningunni hjá krökkunum sínum sem hafa æft sig í allan vetur. Þetta er sýning til fjáröflunar hjá 8. bekk fyrir skólaferðalag. Ég hef fylgst með undirbúningnum í gegnum strákinn minn, hann leikur aðalhlutverkið og loksins er komið að sýningunni. Ég er döpur innst inni í hjarta mínu, ég reyni að láta ekki á því bera því ég vil ekki skyggja á þennan gleðilega dag. Ég fékk ekki táknmálstúlk því ekki var til nægt fjármagn til að borga táknmálstúlkunina. Þessi stund var undirbúin með góðum fyrirvara, var auglýst með metnaði hjá krökkunum en víst ekki rétti tíminn fyrir mig og ekki hægt að endurtaka þetta. Þetta eru dæmi sem eru að gerast hjá íslenskum þjóðfélagsþegnum sem nota íslenskt táknmál (ÍTM) í sínu daglega lífi. Ekki má gleyma að þetta er líka fyrir þau sem ekki geta nýtt sér ÍTM en þurfa að eiga samskipti við okkur sem notum ÍTM. Við njótum ekki til fulls viðburða í lífi okkar, barnanna okkar, fjölskyldu og viðburða í kringum okkur þegar við fáum ekki táknmálstúlk sem gefur okkur öllum færi á betra aðgengi í samfélaginu. Þessi tími er glataður, við endurupplifum ekki þessi tímamót í lífi okkar og okkar nánustu. Það er sárt ef við fáum ekki að njóta augnabliksins til jafns við aðra þjóðfélagsþegna, við erum útilokuð.Binda á okkur hendurnar Stjórnvöld binda á okkur hendurnar og við getum ekki sinnt skyldum okkar sem foreldrar, húseigendur, skattgreiðendur, ættingjar og fleira. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk segir: „Fatlað fólk á rétt á tjáskiptaleiðum að eigin vali eins og t.d. táknmálstúlkun til þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu.“ Íslenska ríkið veitir hins vegar of lítið fé til táknmálstúlkunar í daglegu lífi sem þýðir að íslenskum þjóðfélagsþegnum sem reiða sig á íslenskt táknmál er ekki tryggt aðgengi að táknmálstúlkun í daglegu lífi s.s. við atvinnu, í mannfögnuði, á námskeiðum og fleira. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) stendur fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. Síðustu daga hafa birst myndbönd sem ÖBÍ hefur látið vinna og sýna þau raunverulegar aðstæður sem sumt fatlað fólk upplifir á Íslandi í dag. Ég vil hvetja þig til að skrifa undir áskorunina sem má finna á heimasíðu ÖBÍ, www.obi.is/askorun. Við ættum öll að geta skrifað undir mannréttindi fatlaðs fólks og stuðlað þannig að betra samfélagi fyrir alla!
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar