„Hvernig geta allir þessir karlar sætt sig við það að fá þessar stöður vegna þess að þeir eru karlar?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2015 10:19 Dómarar í Hæstarétti. Vísir/stefán Kristrún Elsa Harðardóttir, formaður Félags kvenna í lögmennsku (FKL), sagði á málþingi Orators í gær að skipan í dómnefnd sem metur hæfi umsækjenda um stöðu hæstaréttardómara brot á gildandi lögum í landinu. Fimm karlar sitja í nefndinni. Vísaði Kristrún í jafnréttislög en í 15. greinar þeirra en í 1. málsgrein þeirrar greinar segir: „Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða.“ Ósammála því að dómstólalög gangi framar jafnréttislögum Kristrún sagði FKL ósammála þeirri lagatúlkun tilnefningaraðila í nefndina þess efnis að dómstólalög væru æðri jafnréttislögum. „Dómstólalögin ber að túlka í samræmi við önnur lög sem eru í gildi á hverjum tíma og þar með talið jafnréttislög,“ sagði Kristrún og vísaði svo í grein Brynhildar Flóvenz, dósents við lagadeild HÍ, og Ragnheiðar Bragadóttur, prófessors við lagadeild sama skóla, sem birtist í Fréttablaðinu í gær: „Þessi túlkun laga um dómstóla og jafnréttislög getur ekki gengið upp. Hér þarf engin flókin lagarök. Það er svo sjálfsagt að jafnréttislög gildi um öll svið samfélagsins að það er hafið yfir allan vafa enda verður að túlka lög í samræmi við tilgang þeirra. Það má heldur ekki gleymast að lögin eiga að þjóna samfélaginu, samfélagi hér á Íslandi þar sem karlar og konur eiga að njóta fullkomins jafnréttis. Önnur túlkun laganna er andstæð heilbrigðri skynsemi og ákvæðum stjórnarskrár um jafnrétti kynjanna.“Sjá einnig: „Skapar þá tilfinningu að geðþótti ráði mati á umsækjendum“Brynhildur Flóvenz dósent við lagadeild HÍ.Uppskar dynjandi lófaklapp Brynhildur Flóvenz var á málþinginu í gær og kvaddi sér hljóðs. Hún beindi orðum sínum að kvenkyns laganemum í salnum: „Konur vita að karlar ganga fyrir í þessi störf. Hvernig eiga þá konur, þið stelpur hér inni, að geta treyst því að þið fáið réttláta málsmeðferð? Skúli Magnússon sagðist ekki hafa séð neitt í starfi dómnefndarinnar [sem metur hæfi umsækjenda um stöðu hæstaréttardómara] sem benti til þess að konur hafi borið skarðan hlut frá borði þar. Það er þó þannig að flestir sem hafa lesið dómnefndarálitin sjá að þar er mikið innbyrðis ósamræmi varðandi það hvað telst mikilvægt fyrir starf hæstaréttardómara í hvert skipti.“ Brynhildur sagði svo því sjónarmiði vera haldið á lofti að ekki ætti að skipa konur í störf á grundvelli kynferðis þeirra heldur ætti að ráða hæfasta einstaklinginn hverju sinni, til að mynda í embætti hæstaréttardómara. Það hefði til dæmis verið spurt að því hvernig konu myndi líða sem dómara ef hún og allir aðrir vissu að hún væri í sínu sæti út af kynferði sínu. „Í þessu samhengi verður þó að hafa í huga að karlar hafa um árabil verið skipaðir í áhrifastöður hér á landi vegna þess að þeir eru karlar. Hvernig geta allir þessir karlar sætt sig við það að fá þessar stöður vegna þess að þeir eru karlar?“ Þessum orðum Brynhildar var tekið með dynjandi lófaklappi af fundargestum.Ragnar Aðalsteinsson og Kristrún Elsa Harðardóttir á málþingi Orators í gær.vísir/pjeturSegir fábreytni einkenna Hæstarétt Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, hélt svo þriðju framsöguna og sagði lykilorðið vera „fjölbreytni.“ Hann kvaðst þeirrar skoðunar að heldur hafi dregið úr fjölbreytni í Hæstarétti heldur en hitt. Þá stæði ekkert um fjölbreytni í dómstólalögum sem gerði þau að slæmri löggjöf að mati Ragnars. „Karlarnir í Hæstarétti eru einsleitur hópur á svipuðum aldri sem hafa farið í sömu skóla, lesið sömu bækurnar og haft sömu prófessorana. Það sem einkennir skipana dómara í Hæstarétti er fábreytni sem ég tel að dragi úr getu og færni réttarins,“ sagði Ragnar. Þá sagði hann ákvæði í stjórnarskrá um að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna vera algjöra grunnreglu í íslensku samfélagi. „Þetta er ekki skrautregla heldur regla sem öllum er skylt að fara eftir. [...] Þá lá líka fyrir skýr vilji löggjafans þegar dómstólalög voru sett að það þyrfti að taka tillit til annarra laga við skipan dómara, og þar með talið jafnréttislög. [...] Það er hins vegar litið framhjá þessum vilja þingsins þegar kemur að því að skipa í dómnefnd sem metur hæfi umsækjenda en að mínu mati hefur tilnefningaraðilum ekki tekist að rökstyðja lögfræðilega að þeir séu undanskyldir jafnréttislögum.“ Tengdar fréttir Fyrrverandi hæstaréttardómari telur dómnefnd andstæða jafnréttislögum Davíð Björgvinsson og Ingveldur Einarsdóttir, umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara, hafa hvort um sig skilað inn athugasemdum til innanríkisráðuneytisins vegna þess að nefnd taldi þau ekki hæfust í starf Hæstaréttardómara. 25. september 2015 07:00 Ráðherra opnar á það að endurskoða reglur um skipan dómara Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, getur gengið gegn hæfnismati dómnefndar um skipan hæstaréttardómara. Tillögu um slíkt þarf Alþingi að samþykkja. 25. september 2015 18:05 Töldu sig ekki þurfa að lúta jafnréttislögum Lögmannafélagið, Dómstólaráð og Hæstiréttur töldu jafnréttislög víkja fyrir lögum um dómstóla árið 2010 24. september 2015 16:16 „Skapar þá tilfinningu að geðþótti ráði mati á umsækjendum“ Það var fullt út úr dyrum á málþingi Orators, félags laganema, í dag sem haldið var undir yfirskriftinni „Er Hæstiréttur undanþeginn jafnréttislögum?“ 30. september 2015 15:01 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Kristrún Elsa Harðardóttir, formaður Félags kvenna í lögmennsku (FKL), sagði á málþingi Orators í gær að skipan í dómnefnd sem metur hæfi umsækjenda um stöðu hæstaréttardómara brot á gildandi lögum í landinu. Fimm karlar sitja í nefndinni. Vísaði Kristrún í jafnréttislög en í 15. greinar þeirra en í 1. málsgrein þeirrar greinar segir: „Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða.“ Ósammála því að dómstólalög gangi framar jafnréttislögum Kristrún sagði FKL ósammála þeirri lagatúlkun tilnefningaraðila í nefndina þess efnis að dómstólalög væru æðri jafnréttislögum. „Dómstólalögin ber að túlka í samræmi við önnur lög sem eru í gildi á hverjum tíma og þar með talið jafnréttislög,“ sagði Kristrún og vísaði svo í grein Brynhildar Flóvenz, dósents við lagadeild HÍ, og Ragnheiðar Bragadóttur, prófessors við lagadeild sama skóla, sem birtist í Fréttablaðinu í gær: „Þessi túlkun laga um dómstóla og jafnréttislög getur ekki gengið upp. Hér þarf engin flókin lagarök. Það er svo sjálfsagt að jafnréttislög gildi um öll svið samfélagsins að það er hafið yfir allan vafa enda verður að túlka lög í samræmi við tilgang þeirra. Það má heldur ekki gleymast að lögin eiga að þjóna samfélaginu, samfélagi hér á Íslandi þar sem karlar og konur eiga að njóta fullkomins jafnréttis. Önnur túlkun laganna er andstæð heilbrigðri skynsemi og ákvæðum stjórnarskrár um jafnrétti kynjanna.“Sjá einnig: „Skapar þá tilfinningu að geðþótti ráði mati á umsækjendum“Brynhildur Flóvenz dósent við lagadeild HÍ.Uppskar dynjandi lófaklapp Brynhildur Flóvenz var á málþinginu í gær og kvaddi sér hljóðs. Hún beindi orðum sínum að kvenkyns laganemum í salnum: „Konur vita að karlar ganga fyrir í þessi störf. Hvernig eiga þá konur, þið stelpur hér inni, að geta treyst því að þið fáið réttláta málsmeðferð? Skúli Magnússon sagðist ekki hafa séð neitt í starfi dómnefndarinnar [sem metur hæfi umsækjenda um stöðu hæstaréttardómara] sem benti til þess að konur hafi borið skarðan hlut frá borði þar. Það er þó þannig að flestir sem hafa lesið dómnefndarálitin sjá að þar er mikið innbyrðis ósamræmi varðandi það hvað telst mikilvægt fyrir starf hæstaréttardómara í hvert skipti.“ Brynhildur sagði svo því sjónarmiði vera haldið á lofti að ekki ætti að skipa konur í störf á grundvelli kynferðis þeirra heldur ætti að ráða hæfasta einstaklinginn hverju sinni, til að mynda í embætti hæstaréttardómara. Það hefði til dæmis verið spurt að því hvernig konu myndi líða sem dómara ef hún og allir aðrir vissu að hún væri í sínu sæti út af kynferði sínu. „Í þessu samhengi verður þó að hafa í huga að karlar hafa um árabil verið skipaðir í áhrifastöður hér á landi vegna þess að þeir eru karlar. Hvernig geta allir þessir karlar sætt sig við það að fá þessar stöður vegna þess að þeir eru karlar?“ Þessum orðum Brynhildar var tekið með dynjandi lófaklappi af fundargestum.Ragnar Aðalsteinsson og Kristrún Elsa Harðardóttir á málþingi Orators í gær.vísir/pjeturSegir fábreytni einkenna Hæstarétt Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, hélt svo þriðju framsöguna og sagði lykilorðið vera „fjölbreytni.“ Hann kvaðst þeirrar skoðunar að heldur hafi dregið úr fjölbreytni í Hæstarétti heldur en hitt. Þá stæði ekkert um fjölbreytni í dómstólalögum sem gerði þau að slæmri löggjöf að mati Ragnars. „Karlarnir í Hæstarétti eru einsleitur hópur á svipuðum aldri sem hafa farið í sömu skóla, lesið sömu bækurnar og haft sömu prófessorana. Það sem einkennir skipana dómara í Hæstarétti er fábreytni sem ég tel að dragi úr getu og færni réttarins,“ sagði Ragnar. Þá sagði hann ákvæði í stjórnarskrá um að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna vera algjöra grunnreglu í íslensku samfélagi. „Þetta er ekki skrautregla heldur regla sem öllum er skylt að fara eftir. [...] Þá lá líka fyrir skýr vilji löggjafans þegar dómstólalög voru sett að það þyrfti að taka tillit til annarra laga við skipan dómara, og þar með talið jafnréttislög. [...] Það er hins vegar litið framhjá þessum vilja þingsins þegar kemur að því að skipa í dómnefnd sem metur hæfi umsækjenda en að mínu mati hefur tilnefningaraðilum ekki tekist að rökstyðja lögfræðilega að þeir séu undanskyldir jafnréttislögum.“
Tengdar fréttir Fyrrverandi hæstaréttardómari telur dómnefnd andstæða jafnréttislögum Davíð Björgvinsson og Ingveldur Einarsdóttir, umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara, hafa hvort um sig skilað inn athugasemdum til innanríkisráðuneytisins vegna þess að nefnd taldi þau ekki hæfust í starf Hæstaréttardómara. 25. september 2015 07:00 Ráðherra opnar á það að endurskoða reglur um skipan dómara Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, getur gengið gegn hæfnismati dómnefndar um skipan hæstaréttardómara. Tillögu um slíkt þarf Alþingi að samþykkja. 25. september 2015 18:05 Töldu sig ekki þurfa að lúta jafnréttislögum Lögmannafélagið, Dómstólaráð og Hæstiréttur töldu jafnréttislög víkja fyrir lögum um dómstóla árið 2010 24. september 2015 16:16 „Skapar þá tilfinningu að geðþótti ráði mati á umsækjendum“ Það var fullt út úr dyrum á málþingi Orators, félags laganema, í dag sem haldið var undir yfirskriftinni „Er Hæstiréttur undanþeginn jafnréttislögum?“ 30. september 2015 15:01 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Fyrrverandi hæstaréttardómari telur dómnefnd andstæða jafnréttislögum Davíð Björgvinsson og Ingveldur Einarsdóttir, umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara, hafa hvort um sig skilað inn athugasemdum til innanríkisráðuneytisins vegna þess að nefnd taldi þau ekki hæfust í starf Hæstaréttardómara. 25. september 2015 07:00
Ráðherra opnar á það að endurskoða reglur um skipan dómara Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, getur gengið gegn hæfnismati dómnefndar um skipan hæstaréttardómara. Tillögu um slíkt þarf Alþingi að samþykkja. 25. september 2015 18:05
Töldu sig ekki þurfa að lúta jafnréttislögum Lögmannafélagið, Dómstólaráð og Hæstiréttur töldu jafnréttislög víkja fyrir lögum um dómstóla árið 2010 24. september 2015 16:16
„Skapar þá tilfinningu að geðþótti ráði mati á umsækjendum“ Það var fullt út úr dyrum á málþingi Orators, félags laganema, í dag sem haldið var undir yfirskriftinni „Er Hæstiréttur undanþeginn jafnréttislögum?“ 30. september 2015 15:01