CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2015 10:57 Skjáskot úr Gunjack MYnd/CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP gefur út í dag sinn fyrsta sýnarveruleikaleik. Um er að ræða leikinn Gunjack sem er framleiddur fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. Hann gerir eigendum Samsung snjallsíma kleift að upplifa sýndarveruleika með símum sínum. Gunjack er skotleikur sem gerist í EVE heiminum. „Markmið okkar með Gunjack var að sýna fram á það besta sem Gear VR tæknin hefur upp á að bjóða. Við þróun leiksins reyndum við að nýta þessa nýju tækni til hins ýtrasta þannig að spilari leiksins fari í annan heim þegar hann setur á sig Gear VR búnaðinn, og við vonum að þeir sem spili Gunjack hafi jafn gaman af því að spila leikinn og við höfðum að því að gera hann,“ segir Jean-Charles Gaudechon, framleiðslustjóri Gunjack, í tilkynningu frá CCP. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir útgáfuna marka ákveðin tímamót í sögu CCP. „Sýndarveruleiki mun skipa stóran sess í afþreyingariðnaði framtíðarinnar og með útgáfu Gunjack höfum við nú formlega hafið útgáfustarfsemi okkar á þessu sviði.” Gunjack byrjaði sem prufuverkefni og leit fyrst dagsins ljós á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík í mars síðastliðnum undir heitinu Project Nemesis. Í kjölfar góðra viðbragða gesta og blaðamanna á Fanfest var ákveðið að halda áfram með þróun verkefnisins og var formlega tilkynnt um útgáfu þess sem tölvuleiks á Gamescom ráðstefnunni í Köln í sumar. Leikjavísir Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP gefur út í dag sinn fyrsta sýnarveruleikaleik. Um er að ræða leikinn Gunjack sem er framleiddur fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. Hann gerir eigendum Samsung snjallsíma kleift að upplifa sýndarveruleika með símum sínum. Gunjack er skotleikur sem gerist í EVE heiminum. „Markmið okkar með Gunjack var að sýna fram á það besta sem Gear VR tæknin hefur upp á að bjóða. Við þróun leiksins reyndum við að nýta þessa nýju tækni til hins ýtrasta þannig að spilari leiksins fari í annan heim þegar hann setur á sig Gear VR búnaðinn, og við vonum að þeir sem spili Gunjack hafi jafn gaman af því að spila leikinn og við höfðum að því að gera hann,“ segir Jean-Charles Gaudechon, framleiðslustjóri Gunjack, í tilkynningu frá CCP. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir útgáfuna marka ákveðin tímamót í sögu CCP. „Sýndarveruleiki mun skipa stóran sess í afþreyingariðnaði framtíðarinnar og með útgáfu Gunjack höfum við nú formlega hafið útgáfustarfsemi okkar á þessu sviði.” Gunjack byrjaði sem prufuverkefni og leit fyrst dagsins ljós á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík í mars síðastliðnum undir heitinu Project Nemesis. Í kjölfar góðra viðbragða gesta og blaðamanna á Fanfest var ákveðið að halda áfram með þróun verkefnisins og var formlega tilkynnt um útgáfu þess sem tölvuleiks á Gamescom ráðstefnunni í Köln í sumar.
Leikjavísir Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira