Enga skerðingu á lífeyri aldraðra 5. júní 2015 08:00 Gífurleg óánægja ríkir meðal launþega og sjóðfélaga lífeyrissjóða vegna skerðingar almannatrygginga á lífeyri þeirra eldri borgara, sem eru í lífeyrissjóðum. Þessi óánægja er svo mikil, að hún nálgast uppreisn gegn sjóðunum. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar. Það var ekki reiknað með því, að lífeyrir aldraðra hjá almannatryggingum mundi skerðast vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. En það hefur farið á annan veg. Það verður að stöðva þessa skerðingu strax áður en í algert óefni er komið. Eins og eignaupptaka Hve mikil er skerðingin? Sá sem hefur 100-200 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði heldur ekki nema um það bil helmingi af þeirri upphæð eða ígildi hennar vegna skerðingar hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þetta er mjög ranglátt, þar eð þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð um langa starfsævi líta á lífeyrinn sem sína eign og það er eðlilegt. Þetta er þeirra eign. Það er því líkast því, sem verið sé að taka hluta af eign eldri borgara eignarnámi. Sá, sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð, fær tiltölulega lítið minna greitt úr kerfinu en sá sem alltaf hefur greitt í sjóðinn. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur ályktað, að þetta verði að leiðrétta. Það verði að afnema skerðingu tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Ef ekki er unnt að gera það í einu lagi verður að gera það í áföngum. Sjóðsmyndun í lífeyrissjóðunum er mikil í dag. Það eru nú hátt í 3.000 milljarðar í sjóðunum. En á sama tíma og sjóðfélagar eiga svo mikla fjármuni í lífeyrissjóðunum verða margir þeirra að láta sig hafa það að fá sáralítið út úr kerfinu (frá lífeyrissjóðum og TR), þegar þeir fara á eftirlaun. Það er ranglátt og verður að leiðrétta það.Nýjar viðræður nauðsynlegar En hvernig á að tryggja framgang þessa umbótamáls eldri borgara og annarra brýnna kjaramála aldraðra? Fyrir alþingiskosningarnar 2013 fóru fulltrúar kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík í Alþingishúsið og ræddu við formenn allra þingflokkanna. Einnig ræddu þeir við formenn annarra stjórnmálaflokka. Það varð dágóður árangur af þessum viðræðum: Hreyfingin flutti frumvarp um að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 2009. Og Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, flutti frumvarp um að afturkalla hluta kjaraskerðingarinnar. Einnig varð sá árangur af viðræðunum, að ýmis stefnumál og tillögur um kjarabætur lífeyrisþega rötuðu inn í kosningastefnuskrár núverandi stjórnarflokka. Það þarf greinilega að tala á ný við ráðamenn allra stjórnmálaflokkanna til þess að knýja fram kjarabætur aldraðra og öryrkja og tryggja að staðið verði við öll kosningaloforðin, sem lífeyrisþegum voru gefin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Gífurleg óánægja ríkir meðal launþega og sjóðfélaga lífeyrissjóða vegna skerðingar almannatrygginga á lífeyri þeirra eldri borgara, sem eru í lífeyrissjóðum. Þessi óánægja er svo mikil, að hún nálgast uppreisn gegn sjóðunum. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar. Það var ekki reiknað með því, að lífeyrir aldraðra hjá almannatryggingum mundi skerðast vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. En það hefur farið á annan veg. Það verður að stöðva þessa skerðingu strax áður en í algert óefni er komið. Eins og eignaupptaka Hve mikil er skerðingin? Sá sem hefur 100-200 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði heldur ekki nema um það bil helmingi af þeirri upphæð eða ígildi hennar vegna skerðingar hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þetta er mjög ranglátt, þar eð þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð um langa starfsævi líta á lífeyrinn sem sína eign og það er eðlilegt. Þetta er þeirra eign. Það er því líkast því, sem verið sé að taka hluta af eign eldri borgara eignarnámi. Sá, sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð, fær tiltölulega lítið minna greitt úr kerfinu en sá sem alltaf hefur greitt í sjóðinn. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur ályktað, að þetta verði að leiðrétta. Það verði að afnema skerðingu tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Ef ekki er unnt að gera það í einu lagi verður að gera það í áföngum. Sjóðsmyndun í lífeyrissjóðunum er mikil í dag. Það eru nú hátt í 3.000 milljarðar í sjóðunum. En á sama tíma og sjóðfélagar eiga svo mikla fjármuni í lífeyrissjóðunum verða margir þeirra að láta sig hafa það að fá sáralítið út úr kerfinu (frá lífeyrissjóðum og TR), þegar þeir fara á eftirlaun. Það er ranglátt og verður að leiðrétta það.Nýjar viðræður nauðsynlegar En hvernig á að tryggja framgang þessa umbótamáls eldri borgara og annarra brýnna kjaramála aldraðra? Fyrir alþingiskosningarnar 2013 fóru fulltrúar kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík í Alþingishúsið og ræddu við formenn allra þingflokkanna. Einnig ræddu þeir við formenn annarra stjórnmálaflokka. Það varð dágóður árangur af þessum viðræðum: Hreyfingin flutti frumvarp um að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 2009. Og Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, flutti frumvarp um að afturkalla hluta kjaraskerðingarinnar. Einnig varð sá árangur af viðræðunum, að ýmis stefnumál og tillögur um kjarabætur lífeyrisþega rötuðu inn í kosningastefnuskrár núverandi stjórnarflokka. Það þarf greinilega að tala á ný við ráðamenn allra stjórnmálaflokkanna til þess að knýja fram kjarabætur aldraðra og öryrkja og tryggja að staðið verði við öll kosningaloforðin, sem lífeyrisþegum voru gefin.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar