Atvinna fyrir alla er mannréttindamál Guðjón Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Það var fyrir nokkru síðan að ég hóf störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur og í upphafi þáði ég eins og aðrir lágmarkstaxta. Félagi minn, með sömu menntun og sömu fjölskyldustærð, sótti um félagslega aðstoð hjá Reykjavíkurborg, sem átti Hitaveituna. Hans lágmarksframfærsla var metin hærri hjá borginni en borgin borgaði mér í laun. Ég þurfti að vinna frá 8.00 að morgni til 16.00 síðdegis fimm daga vikunnar. Hann mætti til félagsmálayfirvalda einu sinni í viku og bar sig aumlega, mögulega tveir tímar á viku. Hann taldi mig ruglaðan að láta fara svona með mig á meðan hann fékk sínar bætur og gat unnið svart á meðan. Kannski er maður ruglaður og eiginlega alveg örugglega, en að vinna er ekki bara til að ná aurum til að eiga fyrir mat. Það er félagsskapurinn, að finnast maður vera einhvers virði, leggja til samfélagsins en ekki bara að þiggja. Leyfum öllum að leggja sitt af mörkum. Ég fullyrði að langflestir á bótum vilja frekar vinna en þiggja bætur, ef það væri hægt. Það er nefnilega ekki einfalt mál að fá hlutastarf eða starf við hæfi. Við vinnum gegn þeim sem vilja vinna. Fyrst og fremst með krónu á móti krónu í skerðingar bóta. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, sagði við móttöku viðurkenningar fyrir jafnrétti kynja: „Það þarf að ástunda jafnrétti til að ná því.“ Vonandi fara fyrirtæki að ástunda aðgengi allra að vinnu. Við sem erum með skerta starfsorku eða fötlun af einhverjum ástæðum óttumst ekki kröfur um hæfi til starfans. Við fáum bara ekki tækifæri til að vinna hálft eða þriðjungsstarf eins og starfsgeta okkar leyfir. Ég skora á alla atvinnurekendur að gefa fólki tækifæri þegar starf losnar. Auglýsum stöður, gerum kröfur um þekkingu og færni en hvetjum alla til að sækja um. Það má vel skipta mörgum störfum í hlutastörf. Þá kemur fólk inn, leggur sig 100% fram í þann tíma sem það er á staðnum. Flottur starfskraftur. Einnig er fáránlegt að fólk sem er á bótum megi ekki vinna hlutastörf án þess að bætur skerðist að fullu. Það kostar að mæta í vinnu. Ferðir, auk tíma í og úr vinnu. Leyfum þeim sem eru á bótum að halda þeim í einhvern tíma, t.d. sex mánuði á meðan þeir venjast á vinnumarkað aftur. Á meðan borgar fólk skatta og skyldur. Fær örlítið meira en annars til að lifa og þar með græða allir. Þátttaka í lífinu er besta iðju- og sálfræðimeðferðin. Það auðvitað kallar á að fólk í öllum bótaflokkum hafi það sem flokkast undir lágmarksframfærslu. Að borga einhverjum fyrir að gera ekkert er ekki góð meðferð að mínu mati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Það var fyrir nokkru síðan að ég hóf störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur og í upphafi þáði ég eins og aðrir lágmarkstaxta. Félagi minn, með sömu menntun og sömu fjölskyldustærð, sótti um félagslega aðstoð hjá Reykjavíkurborg, sem átti Hitaveituna. Hans lágmarksframfærsla var metin hærri hjá borginni en borgin borgaði mér í laun. Ég þurfti að vinna frá 8.00 að morgni til 16.00 síðdegis fimm daga vikunnar. Hann mætti til félagsmálayfirvalda einu sinni í viku og bar sig aumlega, mögulega tveir tímar á viku. Hann taldi mig ruglaðan að láta fara svona með mig á meðan hann fékk sínar bætur og gat unnið svart á meðan. Kannski er maður ruglaður og eiginlega alveg örugglega, en að vinna er ekki bara til að ná aurum til að eiga fyrir mat. Það er félagsskapurinn, að finnast maður vera einhvers virði, leggja til samfélagsins en ekki bara að þiggja. Leyfum öllum að leggja sitt af mörkum. Ég fullyrði að langflestir á bótum vilja frekar vinna en þiggja bætur, ef það væri hægt. Það er nefnilega ekki einfalt mál að fá hlutastarf eða starf við hæfi. Við vinnum gegn þeim sem vilja vinna. Fyrst og fremst með krónu á móti krónu í skerðingar bóta. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, sagði við móttöku viðurkenningar fyrir jafnrétti kynja: „Það þarf að ástunda jafnrétti til að ná því.“ Vonandi fara fyrirtæki að ástunda aðgengi allra að vinnu. Við sem erum með skerta starfsorku eða fötlun af einhverjum ástæðum óttumst ekki kröfur um hæfi til starfans. Við fáum bara ekki tækifæri til að vinna hálft eða þriðjungsstarf eins og starfsgeta okkar leyfir. Ég skora á alla atvinnurekendur að gefa fólki tækifæri þegar starf losnar. Auglýsum stöður, gerum kröfur um þekkingu og færni en hvetjum alla til að sækja um. Það má vel skipta mörgum störfum í hlutastörf. Þá kemur fólk inn, leggur sig 100% fram í þann tíma sem það er á staðnum. Flottur starfskraftur. Einnig er fáránlegt að fólk sem er á bótum megi ekki vinna hlutastörf án þess að bætur skerðist að fullu. Það kostar að mæta í vinnu. Ferðir, auk tíma í og úr vinnu. Leyfum þeim sem eru á bótum að halda þeim í einhvern tíma, t.d. sex mánuði á meðan þeir venjast á vinnumarkað aftur. Á meðan borgar fólk skatta og skyldur. Fær örlítið meira en annars til að lifa og þar með græða allir. Þátttaka í lífinu er besta iðju- og sálfræðimeðferðin. Það auðvitað kallar á að fólk í öllum bótaflokkum hafi það sem flokkast undir lágmarksframfærslu. Að borga einhverjum fyrir að gera ekkert er ekki góð meðferð að mínu mati.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun