Bjarni Benediktsson segir sölu Arion banka á hlut í Símanum áður en almennt útboð átti sér stað vera klúður. Hann segir í samtali við RÚV að ólíðandi sé að fáir útvaldir búi á sérkjörum á sölu Arion banka á hlutum á Símanum. Það sé engin þolinmæði fyrir slíku í þjóðfélaginu.
Bjarni segir að hann sem fjármálaráðherra hafi ekki beina aðkomu að málinu, heldur sé það í höndum Bankasýslu ríkisins. Hins vegar hafi hann ákveðna skoðun á því.
Bjarni segir lærdóm hrunáranna vera að gæta þurfi jafnræðis í svona málum. Hann segist verða að lýsa ákveðinni furðu á því að þegar svona stór viðskipti eigi sér stað sé með mjög skömmu millibili hægt að finna kaupendur að sama hlutnum , eða hlut í sama félaginu, þar sem að munar jafn miklu og á við hér.
