IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2015 19:00 IKEA og sænska sendiráðið ætla að kynna íslenskum hagsmunaaðilum leið til að lækka húsbyggingarkostnað um allt að helming. En undanfarin tuttugu ár hafa IKEA og sænska verktakafyrirtækið Skanska byggt ódýr hús og íbúðir á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Stærsta fjárfesting hverrar kynslóðar er að koma sér upp sinni fyrstu íbúð. En eins og ástandið hefur verið á Íslandi mörg undanfarin ár og misseri hefur það nánast verið óvinnandi vegur fyrir ungu kynslóðina og fleiri. IKEA hefur dottið niður á lausn, einingahús, ekki ósvipað því og sem fólk kannast við þegar það setur saman húsgögn frá fyrirtækinu sjálft. „Svona í grunninn er þetta ekki mjög ósvipað. Reyndar setur fólk ekki saman sjálft en þetta eru semsagt fjöldaframleiddar einingar. Og með svipuðum hætti og hjá IKEA ná menn fram hagstæðara verði með því að fjöldaframleiða vöruna,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Í Svíþjóð hafa þessi hús reynst vera helmingi ódýrari en hefðbundin hús og þar getur fólk fengið nýja 55 fermetra tveggja herbergja blokkaríbúð sem þessa á 13,4 milljónir og fjögurra herbergja 85 fermetra íbúð á 23 milljónir króna.Hugmyndin heitir Bo Klok, eða Byggja klókt og er samvinnuverkefni IKEA og Skanska sem er stærsta verktakafyrirtæki í Svíþjóð. Þúsundir íbúða sem þessar hafa verið byggðar á Norðurlöndunum og í Þýskalandi.Sama húsið byggt aftur og aftur „Þannig að sama húsið er byggt aftur og aftur. Heilu hverfin. Þannig næst gríðarlegur sparnaður. Ekki bara í arkitektakostnaði, heldur líka í framleiðslukostnaði. Það er hugað sérstaklega að nýtingu á plássinu þannig að menn eru að ná feikilega miklu út úr fáum fermetrum. Þannig að þú ert að ná öllu sem þú þarft út úr miklu færri fermetrum en menn eiga oft að venjast,“ segir Þórarinn.Sjá einnig: Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni Sænska sendiráðið og IKEA boða til ráðstefnu um máið hinn 4. nóvember þar sem fulltrúum ríkisvaldsins, sveitarstjórna, verkalýðshreyfingar, vertaka, arkitekta og allra sem eiga hagsmuna að gæta er boðið að koma og hitta sænska sérfræðinga á ýmsum sviðum sem tengjast þessum byggingarmöguleika. Sendiráðið sér um að taka á móti skráningum. Einingahúsin eru timburhús á steyptum grunni en ekki hefur verið byggt mikið af slíkum húsum í þéttbýli á Íslandi síðustu áratugi. Þórarinn minnir hins vegar á að töluvert sé byggt af timburhúsum í sumarhúsabyggðum og þau kölluð heilsárshús.Þetta eru ekkert verri hús en önnur hús? „Nei. Það er mikið kaldara í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi en nokkru sinni á Íslandi. Og ef maður horfir á Grænland þá eru meira og minna öll hús þar úr tré. Þannig að ég held að þetta standist allt,“ segir Þórarinn.Og þið eruð kannski að hugsa sérstaklega til unga fólksins sem í dag á mjög erfitt með að koma sér upp húsnæði? „Það passar. Við erum að hugsa um unga fólkið. Því þetta er lang stærsta málið sem hvílir á þjóðinni í dag; hvernig getur ungt fólk komið sér þaki yfir höfuðið án þess að koma sér í margra áratuga skuldklafa,“ segir Þórarinn Ævarsson. Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
IKEA og sænska sendiráðið ætla að kynna íslenskum hagsmunaaðilum leið til að lækka húsbyggingarkostnað um allt að helming. En undanfarin tuttugu ár hafa IKEA og sænska verktakafyrirtækið Skanska byggt ódýr hús og íbúðir á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Stærsta fjárfesting hverrar kynslóðar er að koma sér upp sinni fyrstu íbúð. En eins og ástandið hefur verið á Íslandi mörg undanfarin ár og misseri hefur það nánast verið óvinnandi vegur fyrir ungu kynslóðina og fleiri. IKEA hefur dottið niður á lausn, einingahús, ekki ósvipað því og sem fólk kannast við þegar það setur saman húsgögn frá fyrirtækinu sjálft. „Svona í grunninn er þetta ekki mjög ósvipað. Reyndar setur fólk ekki saman sjálft en þetta eru semsagt fjöldaframleiddar einingar. Og með svipuðum hætti og hjá IKEA ná menn fram hagstæðara verði með því að fjöldaframleiða vöruna,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Í Svíþjóð hafa þessi hús reynst vera helmingi ódýrari en hefðbundin hús og þar getur fólk fengið nýja 55 fermetra tveggja herbergja blokkaríbúð sem þessa á 13,4 milljónir og fjögurra herbergja 85 fermetra íbúð á 23 milljónir króna.Hugmyndin heitir Bo Klok, eða Byggja klókt og er samvinnuverkefni IKEA og Skanska sem er stærsta verktakafyrirtæki í Svíþjóð. Þúsundir íbúða sem þessar hafa verið byggðar á Norðurlöndunum og í Þýskalandi.Sama húsið byggt aftur og aftur „Þannig að sama húsið er byggt aftur og aftur. Heilu hverfin. Þannig næst gríðarlegur sparnaður. Ekki bara í arkitektakostnaði, heldur líka í framleiðslukostnaði. Það er hugað sérstaklega að nýtingu á plássinu þannig að menn eru að ná feikilega miklu út úr fáum fermetrum. Þannig að þú ert að ná öllu sem þú þarft út úr miklu færri fermetrum en menn eiga oft að venjast,“ segir Þórarinn.Sjá einnig: Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni Sænska sendiráðið og IKEA boða til ráðstefnu um máið hinn 4. nóvember þar sem fulltrúum ríkisvaldsins, sveitarstjórna, verkalýðshreyfingar, vertaka, arkitekta og allra sem eiga hagsmuna að gæta er boðið að koma og hitta sænska sérfræðinga á ýmsum sviðum sem tengjast þessum byggingarmöguleika. Sendiráðið sér um að taka á móti skráningum. Einingahúsin eru timburhús á steyptum grunni en ekki hefur verið byggt mikið af slíkum húsum í þéttbýli á Íslandi síðustu áratugi. Þórarinn minnir hins vegar á að töluvert sé byggt af timburhúsum í sumarhúsabyggðum og þau kölluð heilsárshús.Þetta eru ekkert verri hús en önnur hús? „Nei. Það er mikið kaldara í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi en nokkru sinni á Íslandi. Og ef maður horfir á Grænland þá eru meira og minna öll hús þar úr tré. Þannig að ég held að þetta standist allt,“ segir Þórarinn.Og þið eruð kannski að hugsa sérstaklega til unga fólksins sem í dag á mjög erfitt með að koma sér upp húsnæði? „Það passar. Við erum að hugsa um unga fólkið. Því þetta er lang stærsta málið sem hvílir á þjóðinni í dag; hvernig getur ungt fólk komið sér þaki yfir höfuðið án þess að koma sér í margra áratuga skuldklafa,“ segir Þórarinn Ævarsson.
Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira