Samskipti ríkis og ríkiskirkju Valgarður Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Umræðan um stöðu ríkiskirkjunnar er satt best að segja orðin frekar þreytandi. Margir talsmenn kirkjunnar virðast fastir í rangfærslum og villandi málflutningi. Það eru alveg til rök með því fyrirkomulagi að hafa þjóðkirkju, að mínu viti eru það ekki góð rök og mótrökin eru talsvert sterkari. En það er sjálfsagt að ræða málið. Það má líka rökræða hvernig við vindum ofan af þessu ólánsfyrirkomulagi án þess að koma illa við þá sem hafa valið sér starfsvettvang að gefnum ákveðnum forsendum. En það er vonlaust að rökræða við fólk sem er fast í rangfærslum og skrifar langar blaðagreinar, annaðhvort án þess að hafa fyrir því að kynna sér grundvallaratriði málsins – nú eða hefur kynnt sér þau og ákveður að fara vísvitandi með rangt mál. Prestur þjóðkirkjunnar hefur síðustu vikur skrifað greinaröð í Fréttablaðið um ríki og kirkju, greinar sem byggja á rangfærslum, villandi framsetningu og aukaatriðum.Kirkjan hafi afhent jarðir Kirkjan leggur mikla áherslu á að hún hafi „afhent“ ríkissjóði einhverjar (ótilgreindar) jarðir 1907 og síðan gert samkomulag 90 árum seinna um framkvæmd þessarar afhendingar. Gallinn við þennan málflutning er að fyrir 1874 var ekki trúfrelsi á Íslandi, allir Íslendingar voru því eigendur jarðanna og kirkjan var því að afhenda upphaflegum eigendum jarðirnar. Og fær árlegar greiðslur á móti!Arður af jörðum Prestur heldur því fram að ríkið hirði arð af áður nefndum eignum sem komi á móti greiðslum til kirkjunnar. Getur hann sýnt hvaða arð ríkissjóður hefur af þeim jörðum sem kirkjan „afhenti“ ríkissjóði? Mig grunar að það geti verið erfitt. Það er vegna þess að ekki er tilgreint nákvæmlega í samkomulaginu um hvaða jarðir er að ræða. Það er því erfitt að fullyrða nokkuð um verðmæti þeirra, hvað þá mögulegan arð. Þá má spyrja hvaða arð kirkjan hafði af þessum jörðum á meðan hún taldi sig eiga þær? Ef það var nóg til að standa undir þessum launagreiðslum, hvers vegna hélt kirkjan ekki í þessar eignir? Getur hugsast að ríkið hafi einmitt tekið þetta á sig vegna þess að eignirnar stóðu ekki undir launagreiðslum? Samkomulagið fól svo í sér að á móti greiddi ríkissjóður laun fjölda starfsmanna kirkjunnar um ókomna framtíð.Trúlausir greiða meðlimameðlag Það er vinsæl, lífseig og síendurtekin rangfærsla að einungis meðlimir kirkjunnar greiði svokölluð „sóknargjöld“ sem ríkið innheimti og greiði svo til kirkjunnar. Þetta er rangt. Það greiða allir jafnt í ríkissjóð, hvort sem þeir tilheyra ríkiskirkjunni, öðru lífsskoðunarfélagi eða eru utan trúfélaga. Ríkissjóður greiðir lífsskoðunarfélögum „meðlimameðlag“ eftir fjölda. Þetta er augljóst ef tekjur og gjöld ríkisins eru skoðuð, enda hefur fjármálaráðherra nýlega staðfest þetta og meira að segja í greinargerð Biskupsstofu kemur þetta skýrt fram.Lokuð sumum Önnur bábilja sem klifað er á er að ríkiskirkjan sé öllum opin. Þetta er einnig rangt. Næg staðfest dæmi eru um að kirkjan hefur neitað fólki um þjónustu vegna trúarskoðana, kynhneigðar og jafnvel óskilgreindrar sérvisku einstakra presta. Svo rammt kveður að þessu að kirkjan þykist hafa „helgað sér“ annarra eignir og neitað eigendum um afnot af þeim.Fyrirkomulag í öðrum löndum Prestur fjallar í löngu máli um fyrirkomulag kirkjumála í öðrum löndum, en nefnir ekki að aðeins í örfáum löndum er sambærilegt fyrirkomulag og á Íslandi, þ.e.a.s. í Bretlandi, Danmörku, Grikklandi og á Möltu. Hann leggur út af tilvísun í athugasemd sem ég setti inn á spjallsíðu Vantrúar þar sem ég segi að í flestum löndum gangi vel að vera án þjóðkirkju (hann vitnar til ummæla minna í gæsalöppum en hefur samt ekki nákvæmlega rétt eftir). Prestur takmarkar sína umræðu við ríki Evrópusambandsins, skoðar ekki einu sinni Evrópu alla, hvað þá aðrar heimsálfur og nefnir svo örfá dæmi. Hann sleppir lykilatriðum og vísar í einhverjar yfirlýsingar sem hafa ekkert með framkvæmd samskipta að gera. Eftir stendur að það var hárrétt hjá mér að fyrirkomulag trúfélaga er í flestum tilfellum ólíkt því sem það er á Íslandi, meira að segja langflestum.Ríkiskirkja Einhverra hluta vegna er kirkjan svo viðkvæm fyrir því að vera skilgreind sem ríkisstofnun og talar óljóst um að það hafi nú einhver aðskilnaður ríkis og kirkju átt sér stað. Með sömu hártogunum má halda því fram að allar stofnanir ríkisins hafi verið skildar frá ríkinu. En kirkja er ríkiskirkja á meðan - hún er á fjárlögum - starfsmenn hennar eru opinberir starfsmenn og um þá gilda sömu lög og reglur Þá er ágætt að hafa í huga smáatriði eins og leyfi kirkjunnar til að kaupa áfengi á sömu kjörum og sendiráð, að prestar telja sig geta nýtt sér samninga ríkisins til tækjakaupa og yfirmaður hennar ferðast á diplómatapassa! Kannski á þessi árátta rætur að rekja í einhvers konar draum um að fá að vera ríki í ríkinu. Þess er skemmst að minnast að kirkjan hunsaði til skamms tíma lög um jafnrétti og hún telur það innanhússmál að grunur leiki á að starfsmenn hennar telji ekki allar tekjur fram til skatts.Breytingar Að lokum vil ég nefna þá fullyrðingu að þeir sem vilja breytingar vilji þær eingöngu breytinganna vegna. Þetta er augljóslega rangt hverjum þeim sem hefur haft fyrir því að kynna sér málflutning þeirra sem vilja breytingar. Ég vil til að mynda breyta þessu fyrirkomulagi vegna þess að - ríkisrekið trúfélag er tímaskekkja á tuttugustu og fyrstu öldinni - trúmál er einkamál hvers og eins - samningur um jarðir og laun kirkjunnar þjóna stenst enga skoðun - á meðan skorið er niður í lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu er fráleitt að auka greiðslur til stofnunar sem byggir á hindurvitnum - sálfræðiaðstoð er miklu betur komin í höndum þeirra sem hafa lokið háskólaprófi í faginu en þeirra sem hafa kannski setið eitt námskeið - kirkjan rukkar hvort sem er um alla þjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræðan um stöðu ríkiskirkjunnar er satt best að segja orðin frekar þreytandi. Margir talsmenn kirkjunnar virðast fastir í rangfærslum og villandi málflutningi. Það eru alveg til rök með því fyrirkomulagi að hafa þjóðkirkju, að mínu viti eru það ekki góð rök og mótrökin eru talsvert sterkari. En það er sjálfsagt að ræða málið. Það má líka rökræða hvernig við vindum ofan af þessu ólánsfyrirkomulagi án þess að koma illa við þá sem hafa valið sér starfsvettvang að gefnum ákveðnum forsendum. En það er vonlaust að rökræða við fólk sem er fast í rangfærslum og skrifar langar blaðagreinar, annaðhvort án þess að hafa fyrir því að kynna sér grundvallaratriði málsins – nú eða hefur kynnt sér þau og ákveður að fara vísvitandi með rangt mál. Prestur þjóðkirkjunnar hefur síðustu vikur skrifað greinaröð í Fréttablaðið um ríki og kirkju, greinar sem byggja á rangfærslum, villandi framsetningu og aukaatriðum.Kirkjan hafi afhent jarðir Kirkjan leggur mikla áherslu á að hún hafi „afhent“ ríkissjóði einhverjar (ótilgreindar) jarðir 1907 og síðan gert samkomulag 90 árum seinna um framkvæmd þessarar afhendingar. Gallinn við þennan málflutning er að fyrir 1874 var ekki trúfrelsi á Íslandi, allir Íslendingar voru því eigendur jarðanna og kirkjan var því að afhenda upphaflegum eigendum jarðirnar. Og fær árlegar greiðslur á móti!Arður af jörðum Prestur heldur því fram að ríkið hirði arð af áður nefndum eignum sem komi á móti greiðslum til kirkjunnar. Getur hann sýnt hvaða arð ríkissjóður hefur af þeim jörðum sem kirkjan „afhenti“ ríkissjóði? Mig grunar að það geti verið erfitt. Það er vegna þess að ekki er tilgreint nákvæmlega í samkomulaginu um hvaða jarðir er að ræða. Það er því erfitt að fullyrða nokkuð um verðmæti þeirra, hvað þá mögulegan arð. Þá má spyrja hvaða arð kirkjan hafði af þessum jörðum á meðan hún taldi sig eiga þær? Ef það var nóg til að standa undir þessum launagreiðslum, hvers vegna hélt kirkjan ekki í þessar eignir? Getur hugsast að ríkið hafi einmitt tekið þetta á sig vegna þess að eignirnar stóðu ekki undir launagreiðslum? Samkomulagið fól svo í sér að á móti greiddi ríkissjóður laun fjölda starfsmanna kirkjunnar um ókomna framtíð.Trúlausir greiða meðlimameðlag Það er vinsæl, lífseig og síendurtekin rangfærsla að einungis meðlimir kirkjunnar greiði svokölluð „sóknargjöld“ sem ríkið innheimti og greiði svo til kirkjunnar. Þetta er rangt. Það greiða allir jafnt í ríkissjóð, hvort sem þeir tilheyra ríkiskirkjunni, öðru lífsskoðunarfélagi eða eru utan trúfélaga. Ríkissjóður greiðir lífsskoðunarfélögum „meðlimameðlag“ eftir fjölda. Þetta er augljóst ef tekjur og gjöld ríkisins eru skoðuð, enda hefur fjármálaráðherra nýlega staðfest þetta og meira að segja í greinargerð Biskupsstofu kemur þetta skýrt fram.Lokuð sumum Önnur bábilja sem klifað er á er að ríkiskirkjan sé öllum opin. Þetta er einnig rangt. Næg staðfest dæmi eru um að kirkjan hefur neitað fólki um þjónustu vegna trúarskoðana, kynhneigðar og jafnvel óskilgreindrar sérvisku einstakra presta. Svo rammt kveður að þessu að kirkjan þykist hafa „helgað sér“ annarra eignir og neitað eigendum um afnot af þeim.Fyrirkomulag í öðrum löndum Prestur fjallar í löngu máli um fyrirkomulag kirkjumála í öðrum löndum, en nefnir ekki að aðeins í örfáum löndum er sambærilegt fyrirkomulag og á Íslandi, þ.e.a.s. í Bretlandi, Danmörku, Grikklandi og á Möltu. Hann leggur út af tilvísun í athugasemd sem ég setti inn á spjallsíðu Vantrúar þar sem ég segi að í flestum löndum gangi vel að vera án þjóðkirkju (hann vitnar til ummæla minna í gæsalöppum en hefur samt ekki nákvæmlega rétt eftir). Prestur takmarkar sína umræðu við ríki Evrópusambandsins, skoðar ekki einu sinni Evrópu alla, hvað þá aðrar heimsálfur og nefnir svo örfá dæmi. Hann sleppir lykilatriðum og vísar í einhverjar yfirlýsingar sem hafa ekkert með framkvæmd samskipta að gera. Eftir stendur að það var hárrétt hjá mér að fyrirkomulag trúfélaga er í flestum tilfellum ólíkt því sem það er á Íslandi, meira að segja langflestum.Ríkiskirkja Einhverra hluta vegna er kirkjan svo viðkvæm fyrir því að vera skilgreind sem ríkisstofnun og talar óljóst um að það hafi nú einhver aðskilnaður ríkis og kirkju átt sér stað. Með sömu hártogunum má halda því fram að allar stofnanir ríkisins hafi verið skildar frá ríkinu. En kirkja er ríkiskirkja á meðan - hún er á fjárlögum - starfsmenn hennar eru opinberir starfsmenn og um þá gilda sömu lög og reglur Þá er ágætt að hafa í huga smáatriði eins og leyfi kirkjunnar til að kaupa áfengi á sömu kjörum og sendiráð, að prestar telja sig geta nýtt sér samninga ríkisins til tækjakaupa og yfirmaður hennar ferðast á diplómatapassa! Kannski á þessi árátta rætur að rekja í einhvers konar draum um að fá að vera ríki í ríkinu. Þess er skemmst að minnast að kirkjan hunsaði til skamms tíma lög um jafnrétti og hún telur það innanhússmál að grunur leiki á að starfsmenn hennar telji ekki allar tekjur fram til skatts.Breytingar Að lokum vil ég nefna þá fullyrðingu að þeir sem vilja breytingar vilji þær eingöngu breytinganna vegna. Þetta er augljóslega rangt hverjum þeim sem hefur haft fyrir því að kynna sér málflutning þeirra sem vilja breytingar. Ég vil til að mynda breyta þessu fyrirkomulagi vegna þess að - ríkisrekið trúfélag er tímaskekkja á tuttugustu og fyrstu öldinni - trúmál er einkamál hvers og eins - samningur um jarðir og laun kirkjunnar þjóna stenst enga skoðun - á meðan skorið er niður í lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu er fráleitt að auka greiðslur til stofnunar sem byggir á hindurvitnum - sálfræðiaðstoð er miklu betur komin í höndum þeirra sem hafa lokið háskólaprófi í faginu en þeirra sem hafa kannski setið eitt námskeið - kirkjan rukkar hvort sem er um alla þjónustu
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun