Rikka fyrirmynd í eldhúsi og útliti Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. júní 2015 09:30 Lilja Katrín Gunnarsdóttir hefur gaman af því að baka litríkar og flippaðar kökur. mynd/marín manda „Ég hef alltaf haft mjög gaman af bakstri og einn daginn hugsaði ég, hvað á ég að taka mér fyrir hendur, sem gerir mig virkilega ánægða og svarið var augljóst, kökublogg,“ segir fjölmiðlakonan og bakarinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir. Hún hefur nú sett í loftið kökubloggsíðuna, Blaka.is. Hún ætlar að baka alls konar kökur, litríkar, flippaðar, jafnt óvenjulegar og venjulegar, og blogga um það á síðunni sinni. „Þetta er vissulega ekki frumlegasta hugmynd í heimi en gerir mig ánægða,“ segir Lilja Katrín, sem ætlar að vera með sérstakt kökuþema í hverjum mánuði. „Þemað fer bara algjörlega eftir skapi mínu. Þennan mánuðinn er þemað liturinn gulur, það er vegna þess að ég sakna sólarinnar mikið,“ segir Lilja Katrín létt í lundu og hlær. Spurð út í sínar helstu fyrirmyndir í eldhúsinu er svarið einfalt. „Rikka er mín helsta fyrirmynd, ekki bara í bakstri heldur líka útlitslega og að öllu leyti.“ Lilja Katrín fékk sama hönnuð og þann sem hannaði vef Daily Mail, sem er einn vinsælasti fréttavefur í heimi. „Minn heittelskaði kærasti, Guðmundur R. Einarsson, sá um að setja upp síðuna.“ Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
„Ég hef alltaf haft mjög gaman af bakstri og einn daginn hugsaði ég, hvað á ég að taka mér fyrir hendur, sem gerir mig virkilega ánægða og svarið var augljóst, kökublogg,“ segir fjölmiðlakonan og bakarinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir. Hún hefur nú sett í loftið kökubloggsíðuna, Blaka.is. Hún ætlar að baka alls konar kökur, litríkar, flippaðar, jafnt óvenjulegar og venjulegar, og blogga um það á síðunni sinni. „Þetta er vissulega ekki frumlegasta hugmynd í heimi en gerir mig ánægða,“ segir Lilja Katrín, sem ætlar að vera með sérstakt kökuþema í hverjum mánuði. „Þemað fer bara algjörlega eftir skapi mínu. Þennan mánuðinn er þemað liturinn gulur, það er vegna þess að ég sakna sólarinnar mikið,“ segir Lilja Katrín létt í lundu og hlær. Spurð út í sínar helstu fyrirmyndir í eldhúsinu er svarið einfalt. „Rikka er mín helsta fyrirmynd, ekki bara í bakstri heldur líka útlitslega og að öllu leyti.“ Lilja Katrín fékk sama hönnuð og þann sem hannaði vef Daily Mail, sem er einn vinsælasti fréttavefur í heimi. „Minn heittelskaði kærasti, Guðmundur R. Einarsson, sá um að setja upp síðuna.“
Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira