Enn er ójafnt skipt Árni Páll Árnason skrifar 3. júní 2015 00:01 Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Fyrir margt almennt launafólk eru aðgerðirnar jákvæðar og hrósa ber verkalýðshreyfingunni fyrir að knýja fram skárri stjórnarstefnu. Það er gott að sjá löngu tímabærar skattalækkanir til meðaltekjuhópa. Við höfum rekið á eftir því að gerðir fylgi orðum í húsnæðismálum og nú er boðuð uppbygging félagslegs húsnæðis, niðurgreiðsla húsnæðiskostnaðar lágtekjufólks og aukning húsaleigubóta, þótt meira þurfi til. En eins og alltaf hjá þessari ríkisstjórn er ójafnt skipt. Sá helmingur þjóðarinnar sem er í neðri hluta tekjustigans fær afar lítið í sinn hlut af skattkerfisbreytingunum. Einstaklingur með 700.000 krónur fær rúmlega 11.000 króna hækkun á ráðstöfunartekjum á mánuði samanborið við um 1.000 króna hækkun þess sem er með 300.000 krónur. Ráðstöfunartekjur fólks á lágmarksbótum almannatrygginga hækka um 690 krónur á mánuði. Segi og skrifa 690 krónur. Þá hefur ríkisstjórnin staðfest að aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir fái EKKI hækkun í 300 þúsund krónur á mánuði, eins og fólk á vinnumarkaði. Þrátt fyrir að lágmarksbætur almannatrygginga séu undir 200 þúsund krónum á mánuði mun ríkisstjórnin ekki beita sér fyrir því að þær hækki til samræmis við hækkun lægstu launa. Mikill fjöldi aldraðra og öryrkja hefur ekki meira en rétt um 200 þúsund krónur til framfærslu á mánuði, fyrir skatt. Það er fullkomlega ófært, ef það er orðið sammæli í landinu að 300 þúsund krónur á mánuði sé lágmarksviðmið um ásættanleg laun. Í kjölfar kjarasamninga árið 2011 voru bætur látnar taka breytingum til samræmis við hækkun lægstu launa. Það er fordæmi sem vert væri að horfa til. Það voru margar aðrar betri leiðir tiltækar. Ein hefði verið að nýta áfram kosti þriggja þrepa skattakerfis. Önnur að koma á stighækkandi persónuafslætti þannig að lágtekjufólk og lífeyrisþegar hefðu fengið úrlausn og meðaltekjufólk sanngjarna skattalækkun. Það hefði verið mun betri kostur en sú niðurstaða sem orðin er. Við getum ekki búið í samfélagi þar sem þeir betur stæðu njóta einir kjarabóta en aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eru skildir eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Fyrir margt almennt launafólk eru aðgerðirnar jákvæðar og hrósa ber verkalýðshreyfingunni fyrir að knýja fram skárri stjórnarstefnu. Það er gott að sjá löngu tímabærar skattalækkanir til meðaltekjuhópa. Við höfum rekið á eftir því að gerðir fylgi orðum í húsnæðismálum og nú er boðuð uppbygging félagslegs húsnæðis, niðurgreiðsla húsnæðiskostnaðar lágtekjufólks og aukning húsaleigubóta, þótt meira þurfi til. En eins og alltaf hjá þessari ríkisstjórn er ójafnt skipt. Sá helmingur þjóðarinnar sem er í neðri hluta tekjustigans fær afar lítið í sinn hlut af skattkerfisbreytingunum. Einstaklingur með 700.000 krónur fær rúmlega 11.000 króna hækkun á ráðstöfunartekjum á mánuði samanborið við um 1.000 króna hækkun þess sem er með 300.000 krónur. Ráðstöfunartekjur fólks á lágmarksbótum almannatrygginga hækka um 690 krónur á mánuði. Segi og skrifa 690 krónur. Þá hefur ríkisstjórnin staðfest að aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir fái EKKI hækkun í 300 þúsund krónur á mánuði, eins og fólk á vinnumarkaði. Þrátt fyrir að lágmarksbætur almannatrygginga séu undir 200 þúsund krónum á mánuði mun ríkisstjórnin ekki beita sér fyrir því að þær hækki til samræmis við hækkun lægstu launa. Mikill fjöldi aldraðra og öryrkja hefur ekki meira en rétt um 200 þúsund krónur til framfærslu á mánuði, fyrir skatt. Það er fullkomlega ófært, ef það er orðið sammæli í landinu að 300 þúsund krónur á mánuði sé lágmarksviðmið um ásættanleg laun. Í kjölfar kjarasamninga árið 2011 voru bætur látnar taka breytingum til samræmis við hækkun lægstu launa. Það er fordæmi sem vert væri að horfa til. Það voru margar aðrar betri leiðir tiltækar. Ein hefði verið að nýta áfram kosti þriggja þrepa skattakerfis. Önnur að koma á stighækkandi persónuafslætti þannig að lágtekjufólk og lífeyrisþegar hefðu fengið úrlausn og meðaltekjufólk sanngjarna skattalækkun. Það hefði verið mun betri kostur en sú niðurstaða sem orðin er. Við getum ekki búið í samfélagi þar sem þeir betur stæðu njóta einir kjarabóta en aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eru skildir eftir.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar