Dagur gegn einelti 8. nóvember Eygló Harðardóttir skrifar 7. nóvember 2015 06:00 Sunnudagurinn 8. nóvember verður tileinkaður baráttu gegn einelti og er það í fimmta sinn sem það er gert hér á landi. Markmiðið er að vekja athygli á málefninu og hve alvarlegt einelti er. Í tengslum við þennan dag árið 2011 var undirritaður þjóðarsáttmáli gegn einelti og stofnuð vefsíðan gegneinelti.is. Á vefsíðunni getur fólk lagt baráttunni lið með því að undirrita sáttmálann og skuldbinda sig þar með til þess að vinna af alefli gegn einelti í samfélaginu, standa vörð um rétt fólks til þess að geta lifað í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og jafnframt að gæta sérstaklega að rétti barna og ungmenna og þeirra sem ekki eiga sér málsvara eða sterka rödd í samfélaginu. Ég hvet fólk til að undirrita þjóðarsáttmálann gegn einelti, taka þátt í baráttunni gegn því og leggja sitt af mörkum til að bæta samfélagið og hafa áhrif til góðs með breytni sinni. Við þurfum saman að vinna bug á þessu samfélagsböli sem eitrar og eyðileggur líf svo margra. Ný reglugerð gegn einelti Nú hefur verið birt ný reglugerð sem kveður á um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Þetta er mikilvægur áfangi, því þarna er sett fram hvaða skyldur hvíla á atvinnurekendum í þessum efnum, um skyldu allra vinnustaða um að setja sér áætlun um aðgerðir til að koma í veg fyrir einelti og viðbrögð ef á reynir. Öllum vinnustöðum ber að greina áhættuþætti innan vinnustaðarins með gerð áhættumats. Í reglugerðinni er með skýrum hætti kveðið á um að við gerð áhættumats skuli meðal annars greina áhættuþætti eineltis á vinnustaðnum þar sem tekið skuli tillit til andlegra og félagslegra þátta, svo sem aldurs starfsmanna, kynjahlutfalls, ólíks menningarlegs bakgrunns starfsfólks, skipulags vinnutíma, vinnuálags og fleira. Ljóst er að vinnustaðir eru jafn ólíkir og þeir eru margir og því mikilvægt að áhættumatið taki mið af aðstæðum á hverjum stað. Vinnueftirlit ríkisins hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar en fyrirtæki og sérfræðingar sem hlotið hafa viðurkenningu Vinnueftirlitsins til að veita atvinnurekendum þjónustu við gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum hafa á að skipa sérfræðingum sem einnig geta veitt aðstoð við gerð áætlana um aðgerðir gegn einelti. Ég hvet atvinnurekendur til að nýta sér þessa sérfræðiþekkingu við gerð áhættumats á vinnustað þar sem meðal annars eru greindir áhættuþættir eineltis, líkt og reglugerðin býður. Það er óumdeilt að aðbúnaður á vinnustað hefur áhrif á líðan og heilsu starfsfólks. Nútímaleg vinnuvernd á ekki einungis að snúast um að koma í veg fyrir slys og líkamlegt heilsutjón, heldur sýna rannsóknir að andlegir og félagslegir þættir eru ekki síður mikilvægir fyrir líðan og heilsu starfsfólks. Ef þessum þáttum er ekki sinnt aukast líkur á margskonar vanda sem getur dregið úr starfsánægju, skert framleiðni og aukið starfsmannaveltu. Vanlíðan starfsfólks getur leitt til heilsufarsvandamála, til lengri eða skemmri tíma. Einelti er alvarlegt og getur valdið fólki varanlegum skaða. Mikilvægt er að atvinnurekendur geri sér grein fyrir skyldum sem á þeim hvíla og nýti þau verkfæri sem til eru í baráttunni gegn einelti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Sunnudagurinn 8. nóvember verður tileinkaður baráttu gegn einelti og er það í fimmta sinn sem það er gert hér á landi. Markmiðið er að vekja athygli á málefninu og hve alvarlegt einelti er. Í tengslum við þennan dag árið 2011 var undirritaður þjóðarsáttmáli gegn einelti og stofnuð vefsíðan gegneinelti.is. Á vefsíðunni getur fólk lagt baráttunni lið með því að undirrita sáttmálann og skuldbinda sig þar með til þess að vinna af alefli gegn einelti í samfélaginu, standa vörð um rétt fólks til þess að geta lifað í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og jafnframt að gæta sérstaklega að rétti barna og ungmenna og þeirra sem ekki eiga sér málsvara eða sterka rödd í samfélaginu. Ég hvet fólk til að undirrita þjóðarsáttmálann gegn einelti, taka þátt í baráttunni gegn því og leggja sitt af mörkum til að bæta samfélagið og hafa áhrif til góðs með breytni sinni. Við þurfum saman að vinna bug á þessu samfélagsböli sem eitrar og eyðileggur líf svo margra. Ný reglugerð gegn einelti Nú hefur verið birt ný reglugerð sem kveður á um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Þetta er mikilvægur áfangi, því þarna er sett fram hvaða skyldur hvíla á atvinnurekendum í þessum efnum, um skyldu allra vinnustaða um að setja sér áætlun um aðgerðir til að koma í veg fyrir einelti og viðbrögð ef á reynir. Öllum vinnustöðum ber að greina áhættuþætti innan vinnustaðarins með gerð áhættumats. Í reglugerðinni er með skýrum hætti kveðið á um að við gerð áhættumats skuli meðal annars greina áhættuþætti eineltis á vinnustaðnum þar sem tekið skuli tillit til andlegra og félagslegra þátta, svo sem aldurs starfsmanna, kynjahlutfalls, ólíks menningarlegs bakgrunns starfsfólks, skipulags vinnutíma, vinnuálags og fleira. Ljóst er að vinnustaðir eru jafn ólíkir og þeir eru margir og því mikilvægt að áhættumatið taki mið af aðstæðum á hverjum stað. Vinnueftirlit ríkisins hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar en fyrirtæki og sérfræðingar sem hlotið hafa viðurkenningu Vinnueftirlitsins til að veita atvinnurekendum þjónustu við gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum hafa á að skipa sérfræðingum sem einnig geta veitt aðstoð við gerð áætlana um aðgerðir gegn einelti. Ég hvet atvinnurekendur til að nýta sér þessa sérfræðiþekkingu við gerð áhættumats á vinnustað þar sem meðal annars eru greindir áhættuþættir eineltis, líkt og reglugerðin býður. Það er óumdeilt að aðbúnaður á vinnustað hefur áhrif á líðan og heilsu starfsfólks. Nútímaleg vinnuvernd á ekki einungis að snúast um að koma í veg fyrir slys og líkamlegt heilsutjón, heldur sýna rannsóknir að andlegir og félagslegir þættir eru ekki síður mikilvægir fyrir líðan og heilsu starfsfólks. Ef þessum þáttum er ekki sinnt aukast líkur á margskonar vanda sem getur dregið úr starfsánægju, skert framleiðni og aukið starfsmannaveltu. Vanlíðan starfsfólks getur leitt til heilsufarsvandamála, til lengri eða skemmri tíma. Einelti er alvarlegt og getur valdið fólki varanlegum skaða. Mikilvægt er að atvinnurekendur geri sér grein fyrir skyldum sem á þeim hvíla og nýti þau verkfæri sem til eru í baráttunni gegn einelti.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar