Enn um skilyrðingar fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga Erla Björg Sigurðardóttir skrifar 22. október 2015 07:00 Á undanförnum vikum hefur verið mikil umræða um að skilyrða notendur fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga með þátttöku í virkniúrræðum eða vinnu. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er ekki ákvæði um að skilyrða eigi fjárhagsaðstoð, en löggjöf annars staðar á Norðurlöndunum kveður á um að það skuli skilyrða, með mismunandi hætti þó. Ef við berum okkur saman við Noreg þá er þar skýrt í lögum að langtímanotendur fjárhagsaðstoðar með fjölþættan vanda eigi rétt á að fá sérsniðna aðstoð samhliða fjárhagsaðstoðinni og að taka verði tillit til aðstæðna þegar aðstoðin er skilyrt. Þá hefur rannsókn á því að beita skilyrðingum sýnt m.a. að það sé tilhneiging til að stýra vinnuálagi starfsmanna með því að skilyrða með skertum bótum. Tímafrekara þykir að gefa hverjum og einum svigrúm með viðtölum til að vega og meta getu sína til að mæta þeim kröfum sem hvert úrræði gerir og hvort það mæti þörfum viðkomandi. Í einhverjum tilfellum telja starfsmenn skilyrðingar eina ráðið til að fá fólk til að mæta í virkniúrræði, en aukin áhersla á skilyrðingar og virkni geti í framkvæmd stuðlað að stöðluðum vinnubrögðum sem gefur ekki mikla möguleika á einstaklingsmiðuðum og klæðskerasniðnum úrræðum. Þjónustan geti því tæplega verið í samræmi við þarfir einstaklinganna og út frá þeirra sjónarmiðum. Rannsóknir á stöðu langtímanotenda fjárhagsaðstoðar sýna að margir þeirra búa við lakara heilsufar en almenningur bæði hvað varðar líkamlega heilsu og sálræn vandkvæði sem hamlar þeim að einhverju leyti í daglegu lífi. Algengt er þunglyndi, kvíði, svefnvandamál og vonleysi gagnvart framtíðinni. Umtalsvert fleiri eiga við áfengis- og/eða annan vímuefnavanda að stríða en gerist meðal almennings. Flestir þeirra hafa aðeins grunnskólamenntun eða minni menntun.Árangur úrræða Erlendar rannsóknir á árangri virkniúrræða þar sem skilyrðingum var beitt sýnir að þrátt fyrir þátttöku í slíkum úrræðum sé hópurinn óstöðugur á vinnumarkaði. Úrræðin báru helst árangur ef þau voru sniðin sérstaklega að þörfum þátttakenda. Starfsendurhæfingarúrræðin Kvennasmiðja og Grettistak á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í samvinnu við Tryggingastofnun ríkisins frá árinu 2001 eru fyrir langtímanotendur fjárhagsaðstoðar með fjölþættan vanda. Rannsóknir á meðal þátttakenda í Kvennasmiðju og Grettistaki benda til þess að úrræðin hafi almennt aukið lífsgæði, bætt lífskjör, félagslega stöðu og aukið tækifæri þátttakenda á vinnumarkaði og/eða til frekara náms. Ekki síst er þátttaka valdeflandi og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd. Þátttaka í Grettistaki styður við bata frá vímuefnafíkn og eykur verulega líkur á edrúmennsku. Þátttaka í Atvinnutorgum sem komið var á laggirnar í kjölfar efnahagshrunsins eykur líkur á að notendur fari í vinnu eða í nám og almenn ánægja er meðal þeirra með þá þjónustu.Þéttur stuðningur Einstaklingar sem hafa notið fjárhagsaðstoðar í Reykjavík og tekið þátt í starfsendurhæfingarúrræðunum Kvennasmiðja og Grettistak hafa stigið fram og bent á mikilvæga þætti eins og t.d. að það þurfi langvarandi þéttan stuðning til að öðlast fulla starfsgetu og trú á sjálfan sig. Það er í samræmi við rannsóknir sem sýna að fara skuli fram mat á starfsgetu sem er grundvallað á hugmynd um notendasamráð. Notendasamráð er forsenda einstaklingsmiðaðra klæðskerasniðinna úrræða sem lýtur að því að viðkomandi einstaklingur sem sækir aðstoð hafi áhrif á val á úrræði og framvindu aðstoðarinnar. Þéttur stuðningur og eftirfylgd er allra mikilvægasti þátturinn með tilliti til þess að starfsendurhæfingin/virkniþjálfunin beri árangur. Úrræðin þurfa a.m.k. að vera til eins árs og með heilsdags dagskrá þar sem hver og einn þátttakandi hefur sinn ráðgjafa til að vera í tengslum við, og njóta þétts stuðnings. Einstaklingsáætlanir þurfa að vera út frá vandlegri kortlagningu á starfsgetu viðkomandi þátttakenda hvað varðar sálrænt og líkamlegt ástand ásamt félagslegum þáttum, neyslu áfengis og öðrum vímuefna- og húsnæðisaðstæðum. Gera þarf ráð fyrir verklagi með áðurgreindum þáttum sem er bæði krefjandi og tímafrekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hefur verið mikil umræða um að skilyrða notendur fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga með þátttöku í virkniúrræðum eða vinnu. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er ekki ákvæði um að skilyrða eigi fjárhagsaðstoð, en löggjöf annars staðar á Norðurlöndunum kveður á um að það skuli skilyrða, með mismunandi hætti þó. Ef við berum okkur saman við Noreg þá er þar skýrt í lögum að langtímanotendur fjárhagsaðstoðar með fjölþættan vanda eigi rétt á að fá sérsniðna aðstoð samhliða fjárhagsaðstoðinni og að taka verði tillit til aðstæðna þegar aðstoðin er skilyrt. Þá hefur rannsókn á því að beita skilyrðingum sýnt m.a. að það sé tilhneiging til að stýra vinnuálagi starfsmanna með því að skilyrða með skertum bótum. Tímafrekara þykir að gefa hverjum og einum svigrúm með viðtölum til að vega og meta getu sína til að mæta þeim kröfum sem hvert úrræði gerir og hvort það mæti þörfum viðkomandi. Í einhverjum tilfellum telja starfsmenn skilyrðingar eina ráðið til að fá fólk til að mæta í virkniúrræði, en aukin áhersla á skilyrðingar og virkni geti í framkvæmd stuðlað að stöðluðum vinnubrögðum sem gefur ekki mikla möguleika á einstaklingsmiðuðum og klæðskerasniðnum úrræðum. Þjónustan geti því tæplega verið í samræmi við þarfir einstaklinganna og út frá þeirra sjónarmiðum. Rannsóknir á stöðu langtímanotenda fjárhagsaðstoðar sýna að margir þeirra búa við lakara heilsufar en almenningur bæði hvað varðar líkamlega heilsu og sálræn vandkvæði sem hamlar þeim að einhverju leyti í daglegu lífi. Algengt er þunglyndi, kvíði, svefnvandamál og vonleysi gagnvart framtíðinni. Umtalsvert fleiri eiga við áfengis- og/eða annan vímuefnavanda að stríða en gerist meðal almennings. Flestir þeirra hafa aðeins grunnskólamenntun eða minni menntun.Árangur úrræða Erlendar rannsóknir á árangri virkniúrræða þar sem skilyrðingum var beitt sýnir að þrátt fyrir þátttöku í slíkum úrræðum sé hópurinn óstöðugur á vinnumarkaði. Úrræðin báru helst árangur ef þau voru sniðin sérstaklega að þörfum þátttakenda. Starfsendurhæfingarúrræðin Kvennasmiðja og Grettistak á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í samvinnu við Tryggingastofnun ríkisins frá árinu 2001 eru fyrir langtímanotendur fjárhagsaðstoðar með fjölþættan vanda. Rannsóknir á meðal þátttakenda í Kvennasmiðju og Grettistaki benda til þess að úrræðin hafi almennt aukið lífsgæði, bætt lífskjör, félagslega stöðu og aukið tækifæri þátttakenda á vinnumarkaði og/eða til frekara náms. Ekki síst er þátttaka valdeflandi og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd. Þátttaka í Grettistaki styður við bata frá vímuefnafíkn og eykur verulega líkur á edrúmennsku. Þátttaka í Atvinnutorgum sem komið var á laggirnar í kjölfar efnahagshrunsins eykur líkur á að notendur fari í vinnu eða í nám og almenn ánægja er meðal þeirra með þá þjónustu.Þéttur stuðningur Einstaklingar sem hafa notið fjárhagsaðstoðar í Reykjavík og tekið þátt í starfsendurhæfingarúrræðunum Kvennasmiðja og Grettistak hafa stigið fram og bent á mikilvæga þætti eins og t.d. að það þurfi langvarandi þéttan stuðning til að öðlast fulla starfsgetu og trú á sjálfan sig. Það er í samræmi við rannsóknir sem sýna að fara skuli fram mat á starfsgetu sem er grundvallað á hugmynd um notendasamráð. Notendasamráð er forsenda einstaklingsmiðaðra klæðskerasniðinna úrræða sem lýtur að því að viðkomandi einstaklingur sem sækir aðstoð hafi áhrif á val á úrræði og framvindu aðstoðarinnar. Þéttur stuðningur og eftirfylgd er allra mikilvægasti þátturinn með tilliti til þess að starfsendurhæfingin/virkniþjálfunin beri árangur. Úrræðin þurfa a.m.k. að vera til eins árs og með heilsdags dagskrá þar sem hver og einn þátttakandi hefur sinn ráðgjafa til að vera í tengslum við, og njóta þétts stuðnings. Einstaklingsáætlanir þurfa að vera út frá vandlegri kortlagningu á starfsgetu viðkomandi þátttakenda hvað varðar sálrænt og líkamlegt ástand ásamt félagslegum þáttum, neyslu áfengis og öðrum vímuefna- og húsnæðisaðstæðum. Gera þarf ráð fyrir verklagi með áðurgreindum þáttum sem er bæði krefjandi og tímafrekt.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar