Það sem ekki má segja Hjálmtýr Heiðdal skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Raphael Schütz, sendiherra Ísraels á Íslandi, segir í viðtali við Fréttablaðið 28. október: „Það sem ég get ekki sætt mig við er að farið sé yfir rauðu strikin, þegar notast er við lygar eins og þjóðarmorð, aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og nýlenduríki. Öllu þessu ætti að útrýma úr orðabók umræðunnar ef við viljum taka af einhverri alvöru þátt i´ uppbyggilegum samræðum. Annars teljum við þetta vera hatursherferð gegn Ísrael.“ Schütz vill „útrýma“ þessum orðum til þess að umræðan verði uppbyggilegri. En áður en við föllumst á það skulum við skoða þessi orð og merkingu þeirra. Þjóðarmorð Árið 1951 skilgreindi Allsherjarþing SÞ þjóðarmorð sem „aðgerðir gegn hópi manna sem miða markvisst að því að skapa þeim lífsskilyrði sem leiða til útrýmingar hópsins að hluta eða að fullu“. Sameinuðu þjóðirnar ræða nú í alvöru að með áframhaldandi aðgerðum Ísraelshers verði Gazaströndin nær óbyggileg eftir rúm fimm ár. Aðskilnaðarstefna Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu aðskilnaðarstefnu 1973 sem „ómannúðlegar aðgerðir sem miða að því viðhalda yfirráðum eins kynþáttar yfir öðrum kynþætti með skipulagðri kúgun“. Síonistar skilgreina gyðinga sem kynþátt og í Ísrael gilda ýmis lög og reglugerðir er veita gyðingum réttindi umfram aðra. Þ.?á?m. eru lög sem snúa m.a. að búsetu. Á Vesturbakkanum eru svæði þar sem herinn bannar Palestínumönnum búsetu á grundvelli uppruna og þar eru lagðir vegir sem gyðingar einir fá að aka um. S-Afrískir afkomendur gyðinga sem hafa heimsótt Ísrael og hernumdu svæðin, segja að það ríki aðskilnaðarstefna í Ísrael, meira að segja verri en sú sem þeir kynntust í sínu heimalandi. Og þeir þekkja ófreskjuna af eigin reynslu og segja frá því óhikað. Þeir viðurkenna ekki „rauðu strikin“ hans Schütz. Tjaldbúðir Palestínamanna á Gaza. Í baksýn eru rústir heimilis þeirra. Mynd/Hjálmtýr Heiðdal Þjóðernishreinsanir Árið 1993 skilgreindu SÞ þjóðernishreinsanir sem „skipulagða og vísvitaða aðgerð til að fjarlægja kynþátt með valdi eða ógnunum með því markmiði að skapa einsleita búsetu á tilteknu svæði“. Áður en Ísraelsríki var stofnað í maí 1948 höfðu herir síonista hrakið um 300.000 Palestínumenn af heimilum sínum með hervaldi og lagt fjölmörg þorp í rúst. Á þeim tæpu sjö áratugum sem Ísrael hefur verið við lýði hefur rúm ein milljón Palestínumanna verið hrakin burt. Og í staðinn hafa gyðingar og afkomendur þeirra yfirtekið landið. Nýlenduríki Oxfordorðabókin skilgreinir nýlendustefnu sem stefnu er felur í „sér yfirtöku ríkis á landi annarrar þjóðar að hluta eða að fullu með hernámi, innflutningi landnema og nýtingu landsgæða“. Ólöglegar landtökubyggðir síonista á Vesturbakkanum þar sem landtökumenn stela ræktarlandi og vatnsbirgðum, falla vel að þessari lýsingu. Sendiherrann vill stjórna umræðunni um Ísrael og framferði Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum með „rauðum strikum“. Hingað og ekki lengra segir Schütz. Slík orð vekja mann auðvitað til umhugsunar um hvaða „rauðu strik“ gilda í árasarstríði Ísraelshers gegn fólkinu sem býr innikróað á Gaza? Kann einhver að segja frá þeim „rauðu strikum“? Þegar þúsundir Gazabúa, að meirihluta börn, konur og óbreyttir borgarar, liggja í valnum eftir fjórar stórárásir á innan við áratug – þá er erfitt fyrir okkur að sjá hvar Ísrael dregur línuna. Línan er vissulega rauð, roðin blóði fórnarlambanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Raphael Schütz, sendiherra Ísraels á Íslandi, segir í viðtali við Fréttablaðið 28. október: „Það sem ég get ekki sætt mig við er að farið sé yfir rauðu strikin, þegar notast er við lygar eins og þjóðarmorð, aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og nýlenduríki. Öllu þessu ætti að útrýma úr orðabók umræðunnar ef við viljum taka af einhverri alvöru þátt i´ uppbyggilegum samræðum. Annars teljum við þetta vera hatursherferð gegn Ísrael.“ Schütz vill „útrýma“ þessum orðum til þess að umræðan verði uppbyggilegri. En áður en við föllumst á það skulum við skoða þessi orð og merkingu þeirra. Þjóðarmorð Árið 1951 skilgreindi Allsherjarþing SÞ þjóðarmorð sem „aðgerðir gegn hópi manna sem miða markvisst að því að skapa þeim lífsskilyrði sem leiða til útrýmingar hópsins að hluta eða að fullu“. Sameinuðu þjóðirnar ræða nú í alvöru að með áframhaldandi aðgerðum Ísraelshers verði Gazaströndin nær óbyggileg eftir rúm fimm ár. Aðskilnaðarstefna Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu aðskilnaðarstefnu 1973 sem „ómannúðlegar aðgerðir sem miða að því viðhalda yfirráðum eins kynþáttar yfir öðrum kynþætti með skipulagðri kúgun“. Síonistar skilgreina gyðinga sem kynþátt og í Ísrael gilda ýmis lög og reglugerðir er veita gyðingum réttindi umfram aðra. Þ.?á?m. eru lög sem snúa m.a. að búsetu. Á Vesturbakkanum eru svæði þar sem herinn bannar Palestínumönnum búsetu á grundvelli uppruna og þar eru lagðir vegir sem gyðingar einir fá að aka um. S-Afrískir afkomendur gyðinga sem hafa heimsótt Ísrael og hernumdu svæðin, segja að það ríki aðskilnaðarstefna í Ísrael, meira að segja verri en sú sem þeir kynntust í sínu heimalandi. Og þeir þekkja ófreskjuna af eigin reynslu og segja frá því óhikað. Þeir viðurkenna ekki „rauðu strikin“ hans Schütz. Tjaldbúðir Palestínamanna á Gaza. Í baksýn eru rústir heimilis þeirra. Mynd/Hjálmtýr Heiðdal Þjóðernishreinsanir Árið 1993 skilgreindu SÞ þjóðernishreinsanir sem „skipulagða og vísvitaða aðgerð til að fjarlægja kynþátt með valdi eða ógnunum með því markmiði að skapa einsleita búsetu á tilteknu svæði“. Áður en Ísraelsríki var stofnað í maí 1948 höfðu herir síonista hrakið um 300.000 Palestínumenn af heimilum sínum með hervaldi og lagt fjölmörg þorp í rúst. Á þeim tæpu sjö áratugum sem Ísrael hefur verið við lýði hefur rúm ein milljón Palestínumanna verið hrakin burt. Og í staðinn hafa gyðingar og afkomendur þeirra yfirtekið landið. Nýlenduríki Oxfordorðabókin skilgreinir nýlendustefnu sem stefnu er felur í „sér yfirtöku ríkis á landi annarrar þjóðar að hluta eða að fullu með hernámi, innflutningi landnema og nýtingu landsgæða“. Ólöglegar landtökubyggðir síonista á Vesturbakkanum þar sem landtökumenn stela ræktarlandi og vatnsbirgðum, falla vel að þessari lýsingu. Sendiherrann vill stjórna umræðunni um Ísrael og framferði Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum með „rauðum strikum“. Hingað og ekki lengra segir Schütz. Slík orð vekja mann auðvitað til umhugsunar um hvaða „rauðu strik“ gilda í árasarstríði Ísraelshers gegn fólkinu sem býr innikróað á Gaza? Kann einhver að segja frá þeim „rauðu strikum“? Þegar þúsundir Gazabúa, að meirihluta börn, konur og óbreyttir borgarar, liggja í valnum eftir fjórar stórárásir á innan við áratug – þá er erfitt fyrir okkur að sjá hvar Ísrael dregur línuna. Línan er vissulega rauð, roðin blóði fórnarlambanna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar