Það sem ekki má segja Hjálmtýr Heiðdal skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Raphael Schütz, sendiherra Ísraels á Íslandi, segir í viðtali við Fréttablaðið 28. október: „Það sem ég get ekki sætt mig við er að farið sé yfir rauðu strikin, þegar notast er við lygar eins og þjóðarmorð, aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og nýlenduríki. Öllu þessu ætti að útrýma úr orðabók umræðunnar ef við viljum taka af einhverri alvöru þátt i´ uppbyggilegum samræðum. Annars teljum við þetta vera hatursherferð gegn Ísrael.“ Schütz vill „útrýma“ þessum orðum til þess að umræðan verði uppbyggilegri. En áður en við föllumst á það skulum við skoða þessi orð og merkingu þeirra. Þjóðarmorð Árið 1951 skilgreindi Allsherjarþing SÞ þjóðarmorð sem „aðgerðir gegn hópi manna sem miða markvisst að því að skapa þeim lífsskilyrði sem leiða til útrýmingar hópsins að hluta eða að fullu“. Sameinuðu þjóðirnar ræða nú í alvöru að með áframhaldandi aðgerðum Ísraelshers verði Gazaströndin nær óbyggileg eftir rúm fimm ár. Aðskilnaðarstefna Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu aðskilnaðarstefnu 1973 sem „ómannúðlegar aðgerðir sem miða að því viðhalda yfirráðum eins kynþáttar yfir öðrum kynþætti með skipulagðri kúgun“. Síonistar skilgreina gyðinga sem kynþátt og í Ísrael gilda ýmis lög og reglugerðir er veita gyðingum réttindi umfram aðra. Þ.?á?m. eru lög sem snúa m.a. að búsetu. Á Vesturbakkanum eru svæði þar sem herinn bannar Palestínumönnum búsetu á grundvelli uppruna og þar eru lagðir vegir sem gyðingar einir fá að aka um. S-Afrískir afkomendur gyðinga sem hafa heimsótt Ísrael og hernumdu svæðin, segja að það ríki aðskilnaðarstefna í Ísrael, meira að segja verri en sú sem þeir kynntust í sínu heimalandi. Og þeir þekkja ófreskjuna af eigin reynslu og segja frá því óhikað. Þeir viðurkenna ekki „rauðu strikin“ hans Schütz. Tjaldbúðir Palestínamanna á Gaza. Í baksýn eru rústir heimilis þeirra. Mynd/Hjálmtýr Heiðdal Þjóðernishreinsanir Árið 1993 skilgreindu SÞ þjóðernishreinsanir sem „skipulagða og vísvitaða aðgerð til að fjarlægja kynþátt með valdi eða ógnunum með því markmiði að skapa einsleita búsetu á tilteknu svæði“. Áður en Ísraelsríki var stofnað í maí 1948 höfðu herir síonista hrakið um 300.000 Palestínumenn af heimilum sínum með hervaldi og lagt fjölmörg þorp í rúst. Á þeim tæpu sjö áratugum sem Ísrael hefur verið við lýði hefur rúm ein milljón Palestínumanna verið hrakin burt. Og í staðinn hafa gyðingar og afkomendur þeirra yfirtekið landið. Nýlenduríki Oxfordorðabókin skilgreinir nýlendustefnu sem stefnu er felur í „sér yfirtöku ríkis á landi annarrar þjóðar að hluta eða að fullu með hernámi, innflutningi landnema og nýtingu landsgæða“. Ólöglegar landtökubyggðir síonista á Vesturbakkanum þar sem landtökumenn stela ræktarlandi og vatnsbirgðum, falla vel að þessari lýsingu. Sendiherrann vill stjórna umræðunni um Ísrael og framferði Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum með „rauðum strikum“. Hingað og ekki lengra segir Schütz. Slík orð vekja mann auðvitað til umhugsunar um hvaða „rauðu strik“ gilda í árasarstríði Ísraelshers gegn fólkinu sem býr innikróað á Gaza? Kann einhver að segja frá þeim „rauðu strikum“? Þegar þúsundir Gazabúa, að meirihluta börn, konur og óbreyttir borgarar, liggja í valnum eftir fjórar stórárásir á innan við áratug – þá er erfitt fyrir okkur að sjá hvar Ísrael dregur línuna. Línan er vissulega rauð, roðin blóði fórnarlambanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Raphael Schütz, sendiherra Ísraels á Íslandi, segir í viðtali við Fréttablaðið 28. október: „Það sem ég get ekki sætt mig við er að farið sé yfir rauðu strikin, þegar notast er við lygar eins og þjóðarmorð, aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og nýlenduríki. Öllu þessu ætti að útrýma úr orðabók umræðunnar ef við viljum taka af einhverri alvöru þátt i´ uppbyggilegum samræðum. Annars teljum við þetta vera hatursherferð gegn Ísrael.“ Schütz vill „útrýma“ þessum orðum til þess að umræðan verði uppbyggilegri. En áður en við föllumst á það skulum við skoða þessi orð og merkingu þeirra. Þjóðarmorð Árið 1951 skilgreindi Allsherjarþing SÞ þjóðarmorð sem „aðgerðir gegn hópi manna sem miða markvisst að því að skapa þeim lífsskilyrði sem leiða til útrýmingar hópsins að hluta eða að fullu“. Sameinuðu þjóðirnar ræða nú í alvöru að með áframhaldandi aðgerðum Ísraelshers verði Gazaströndin nær óbyggileg eftir rúm fimm ár. Aðskilnaðarstefna Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu aðskilnaðarstefnu 1973 sem „ómannúðlegar aðgerðir sem miða að því viðhalda yfirráðum eins kynþáttar yfir öðrum kynþætti með skipulagðri kúgun“. Síonistar skilgreina gyðinga sem kynþátt og í Ísrael gilda ýmis lög og reglugerðir er veita gyðingum réttindi umfram aðra. Þ.?á?m. eru lög sem snúa m.a. að búsetu. Á Vesturbakkanum eru svæði þar sem herinn bannar Palestínumönnum búsetu á grundvelli uppruna og þar eru lagðir vegir sem gyðingar einir fá að aka um. S-Afrískir afkomendur gyðinga sem hafa heimsótt Ísrael og hernumdu svæðin, segja að það ríki aðskilnaðarstefna í Ísrael, meira að segja verri en sú sem þeir kynntust í sínu heimalandi. Og þeir þekkja ófreskjuna af eigin reynslu og segja frá því óhikað. Þeir viðurkenna ekki „rauðu strikin“ hans Schütz. Tjaldbúðir Palestínamanna á Gaza. Í baksýn eru rústir heimilis þeirra. Mynd/Hjálmtýr Heiðdal Þjóðernishreinsanir Árið 1993 skilgreindu SÞ þjóðernishreinsanir sem „skipulagða og vísvitaða aðgerð til að fjarlægja kynþátt með valdi eða ógnunum með því markmiði að skapa einsleita búsetu á tilteknu svæði“. Áður en Ísraelsríki var stofnað í maí 1948 höfðu herir síonista hrakið um 300.000 Palestínumenn af heimilum sínum með hervaldi og lagt fjölmörg þorp í rúst. Á þeim tæpu sjö áratugum sem Ísrael hefur verið við lýði hefur rúm ein milljón Palestínumanna verið hrakin burt. Og í staðinn hafa gyðingar og afkomendur þeirra yfirtekið landið. Nýlenduríki Oxfordorðabókin skilgreinir nýlendustefnu sem stefnu er felur í „sér yfirtöku ríkis á landi annarrar þjóðar að hluta eða að fullu með hernámi, innflutningi landnema og nýtingu landsgæða“. Ólöglegar landtökubyggðir síonista á Vesturbakkanum þar sem landtökumenn stela ræktarlandi og vatnsbirgðum, falla vel að þessari lýsingu. Sendiherrann vill stjórna umræðunni um Ísrael og framferði Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum með „rauðum strikum“. Hingað og ekki lengra segir Schütz. Slík orð vekja mann auðvitað til umhugsunar um hvaða „rauðu strik“ gilda í árasarstríði Ísraelshers gegn fólkinu sem býr innikróað á Gaza? Kann einhver að segja frá þeim „rauðu strikum“? Þegar þúsundir Gazabúa, að meirihluta börn, konur og óbreyttir borgarar, liggja í valnum eftir fjórar stórárásir á innan við áratug – þá er erfitt fyrir okkur að sjá hvar Ísrael dregur línuna. Línan er vissulega rauð, roðin blóði fórnarlambanna.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun