Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Jóhann Óli eiðsson skrifar 25. ágúst 2015 11:14 Myndin lýsir ágætlega ástandinu á kínverskum mörkuðum síðustu daga. vísir/ap Kínverski seðlabankinn lækkaði í dag stýrivexti sína. Er það í fimmta skipti frá því í nóvember sem það er gert. Einnig voru kröfur til eiginfjárhlutfalls banka lækkaðar til að reyna að draga úr áföllum á hlutabréfamarkaðnum. Þetta kemur fram á Bloomberg. Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig niður í 4,6 prósent. Ákvörðunin hafði jákvæð áhrif á Evrópska markaði en FTSE vísitalan í London hækkaði um 3,3% í kjölfar hennar og hinar þýsku og frönsku Dax og Cac hækkuðu um fjögur og hálft prósent. Forsætisráðherrann Li Keqiang hafði gefið út að á árinu væri stefnt að sjö prósent hagvexti. Kallað hafði verið eftir breytingunum í kjölfar hættu á auknu útstreymi fjármagns og minnkaðri greiðslugetu eftir að Kínverjar felldu gjaldmiðil sinn, júanið, þann 11. ágúst síðastliðinn. „Hagkerfið er ennþá undir gífurlegri pressu,“ segir Yao Wei, kínverskur hagfræðingur búsettur í París. „Það verður að taka ríkisfjármálin í gegn og peningastefnan hefur miklu hlutverki þar að gegna með því að tryggja örugga lausafjárstöðu.“ Hættan á verðhjöðnun og stórt skuldafjall voma enn yfir hagkerfi landsins sem horfir fram á sinn minnsta hagvöxt frá árinu 1990 haldi markaðir áfram að hnigna. Tengdar fréttir Kína heldur áfram að falla en aðrir Asíumarkaðir á uppleið Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins. 25. ágúst 2015 07:22 Hrunið í Kína: Hræðsla greip um sig á íslenskum markaði Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. 24. ágúst 2015 20:37 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Kínverski seðlabankinn lækkaði í dag stýrivexti sína. Er það í fimmta skipti frá því í nóvember sem það er gert. Einnig voru kröfur til eiginfjárhlutfalls banka lækkaðar til að reyna að draga úr áföllum á hlutabréfamarkaðnum. Þetta kemur fram á Bloomberg. Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig niður í 4,6 prósent. Ákvörðunin hafði jákvæð áhrif á Evrópska markaði en FTSE vísitalan í London hækkaði um 3,3% í kjölfar hennar og hinar þýsku og frönsku Dax og Cac hækkuðu um fjögur og hálft prósent. Forsætisráðherrann Li Keqiang hafði gefið út að á árinu væri stefnt að sjö prósent hagvexti. Kallað hafði verið eftir breytingunum í kjölfar hættu á auknu útstreymi fjármagns og minnkaðri greiðslugetu eftir að Kínverjar felldu gjaldmiðil sinn, júanið, þann 11. ágúst síðastliðinn. „Hagkerfið er ennþá undir gífurlegri pressu,“ segir Yao Wei, kínverskur hagfræðingur búsettur í París. „Það verður að taka ríkisfjármálin í gegn og peningastefnan hefur miklu hlutverki þar að gegna með því að tryggja örugga lausafjárstöðu.“ Hættan á verðhjöðnun og stórt skuldafjall voma enn yfir hagkerfi landsins sem horfir fram á sinn minnsta hagvöxt frá árinu 1990 haldi markaðir áfram að hnigna.
Tengdar fréttir Kína heldur áfram að falla en aðrir Asíumarkaðir á uppleið Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins. 25. ágúst 2015 07:22 Hrunið í Kína: Hræðsla greip um sig á íslenskum markaði Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. 24. ágúst 2015 20:37 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Kína heldur áfram að falla en aðrir Asíumarkaðir á uppleið Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins. 25. ágúst 2015 07:22
Hrunið í Kína: Hræðsla greip um sig á íslenskum markaði Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. 24. ágúst 2015 20:37