Að gefa von Bergsteinn Jónsson skrifar 5. mars 2015 07:00 Stríðið í Sýrlandi hófst 15. mars 2011. Á þeim fjórum árum sem senn eru liðin frá upphafi átakanna hafa 7,5 milljónir barna neyðst til að flýja skelfilegt ofbeldi og átök og yfirgefa heimili sín. Stór hluti þeirra er á vergangi innan heimalandsins en tæpar tvær milljónir barna hafa flúið yfir til nágrannaríkjanna. Á bak við þessar sorglegu tölur eru raunveruleg börn af holdi og blóði. Börn sem eiga sér drauma og vonir um hvað þau vilja verða þegar þau verða stór. Því stríð rænir börn ekki aðeins æsku þeirra heldur varpar það líka skugga á möguleika þeirra fyrir framtíðina. Með ómetanlegri hjálp heimsforeldra og fleiri sem stutt hafa neyðarhjálp UNICEF, höfum við veitt börnum frá Sýrlandi lífsnauðsynlega aðstoð allt frá upphafi átakanna. Hjálp á borð við vatn, heilsugæslu, hlý föt, næringu, sálrænan stuðning og menntun. Menntun er ef til vill ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar neyðarhjálp er nefnd. Skólaganga skiptir hins vegar ekki aðeins máli fyrir framtíðarmöguleika barna heldur skapar skólinn einnig mikilvægan, fastan punkt í tilveru sem hefur verið umturnað í ringulreið stríðsins. Menntun verður enn mikilvægari þegar neyðarástand varir í marga mánuði. Mörg ár. Í dag hefst neyðarsöfnun UNICEF og Fatimusjóðsins fyrir menntun og framtíð sýrlenskra flóttabarna. Okkar von er að þessi börn verði hluti af þeirri kynslóð sem fær það gífurlega stóra hlutverk að byggja sýrlenskt samfélag upp á nýjan leik. Börn dagsins í dag eru læknar, smiðir, kennarar og verkfræðingar framtíðarinnar. En þau þurfa hjálp. Einfaldur pakki af skólagögnum gefur gleði og von og getur endurvakið drauma fyrir framtíðina. Þú getur lagt þitt af mörkum til neyðarsöfnunar UNICEF og Fatimusjóðsins með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900 (1.490 krónur) og gefið flóttabarni pakka af skólagögnum, eða styrkt um frjálst framlag á reikning UNICEF á Íslandi eða Fatimusjóðs. Börn eiga aldrei sök í stríði en engu að síður eru það þau sem bera mestan skaða af. Þín hjálp getur veitt flóttabarni frá Sýrlandi von og betri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Stríðið í Sýrlandi hófst 15. mars 2011. Á þeim fjórum árum sem senn eru liðin frá upphafi átakanna hafa 7,5 milljónir barna neyðst til að flýja skelfilegt ofbeldi og átök og yfirgefa heimili sín. Stór hluti þeirra er á vergangi innan heimalandsins en tæpar tvær milljónir barna hafa flúið yfir til nágrannaríkjanna. Á bak við þessar sorglegu tölur eru raunveruleg börn af holdi og blóði. Börn sem eiga sér drauma og vonir um hvað þau vilja verða þegar þau verða stór. Því stríð rænir börn ekki aðeins æsku þeirra heldur varpar það líka skugga á möguleika þeirra fyrir framtíðina. Með ómetanlegri hjálp heimsforeldra og fleiri sem stutt hafa neyðarhjálp UNICEF, höfum við veitt börnum frá Sýrlandi lífsnauðsynlega aðstoð allt frá upphafi átakanna. Hjálp á borð við vatn, heilsugæslu, hlý föt, næringu, sálrænan stuðning og menntun. Menntun er ef til vill ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar neyðarhjálp er nefnd. Skólaganga skiptir hins vegar ekki aðeins máli fyrir framtíðarmöguleika barna heldur skapar skólinn einnig mikilvægan, fastan punkt í tilveru sem hefur verið umturnað í ringulreið stríðsins. Menntun verður enn mikilvægari þegar neyðarástand varir í marga mánuði. Mörg ár. Í dag hefst neyðarsöfnun UNICEF og Fatimusjóðsins fyrir menntun og framtíð sýrlenskra flóttabarna. Okkar von er að þessi börn verði hluti af þeirri kynslóð sem fær það gífurlega stóra hlutverk að byggja sýrlenskt samfélag upp á nýjan leik. Börn dagsins í dag eru læknar, smiðir, kennarar og verkfræðingar framtíðarinnar. En þau þurfa hjálp. Einfaldur pakki af skólagögnum gefur gleði og von og getur endurvakið drauma fyrir framtíðina. Þú getur lagt þitt af mörkum til neyðarsöfnunar UNICEF og Fatimusjóðsins með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900 (1.490 krónur) og gefið flóttabarni pakka af skólagögnum, eða styrkt um frjálst framlag á reikning UNICEF á Íslandi eða Fatimusjóðs. Börn eiga aldrei sök í stríði en engu að síður eru það þau sem bera mestan skaða af. Þín hjálp getur veitt flóttabarni frá Sýrlandi von og betri framtíð.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar