Til skoðunar að hækka þjónustugjöld Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. mars 2015 21:05 Bankastjóri Landsbankans segir til skoðunar að hækka þjónustugjöld bankans enda hafi stærstur hluti gjaldanna ekki verið hækkaður í sjö ár. Hann segir bankann markvisst hafa selt eignir undanfarið til að greiða meiri arð í ríkissjóð. Þjónustugjöld stóru bankanna þriggja hafa sætt mikilli gagnrýni í kjölfar mikils hagnaðar þeirra á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans nam 29,7 milljörðum króna eftir skatta, en hreinar þjónustutekjur námu 5,8 milljörðum króna. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann ekki hafa hækkað stóran hluta sinna gjalda í sjö ár. Hins vegar sé hann starfandi á samkeppnismarkaði. „Við þurfum að skoða það. Það eru engar hækkanir í spilunum núna, en maður getur ekki útilokað að einhverjar hækkanir komi til síðar. Við erum með mun lægri þjónustutekjur heldur en til dæmis hinir stóru bankarnir og við þurfum að skoða þetta og verðleggja okkur rétt á hverjum tíma,“ segir Steinþór. Bankinn mun eftir næsta aðalfund hafa greitt 53,5 milljarða króna í arð til ríkissjóðs á síðustu 18 mánuðum. „Við höfum verið markvisst að selja áhættusamar eignir frá okkur og gera meira að lausafjár hæfum eignum inn í efnahagsreikninga. Allt þetta miðar að því við getum borgað eigandanum, ríkinu, meiri arðgreiðslur og það höfum við verið að gera.“ Forsætisráðherra gagnrýndi nýverið að almenningur njóti ekki betri kjara í ljósi hagnaðar bankanna þriggja. Gagnrýndi hann Landsbankann sérstaklega þar sem hann var í eigu ríkissjóðs og sagði hann þurfa að draga úr vaxtamun. „Vaxtamunur Landsbankans á seinasta ári var 2,4 prósent. Hann er lægstur allra bankanna. Nettó vaxtatekjur Landsbankans lækkuðu um sex milljarða á milli ára. Þarna erum við sannarlega með mun lægri vaxtarmun heldur en aðrir.“ Tengdar fréttir Tilkynningagjöld bankanna: "Er þetta banki eða glæpafélag?“ Þúsundþjalasmiðurinn Þráinn Bertelsson greiddi reikninga í heimabanka sínum nú um mánaðamótin eins og fjölmargir Íslendingar. 1. mars 2015 22:34 Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum Hagnaður vegna þjónustugjalda jafngilti tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. 27. febrúar 2015 13:36 Arion banki hættir við hækkanir Arion banki hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrá bankans en þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu bankans. 2. mars 2015 08:51 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 Gagnrýni á ógagnsæi og óhóflega gjaldtöku ekki réttmæt Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir bankann bjóða upp á þrjú hundruð vörur. 28. febrúar 2015 13:56 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans segir til skoðunar að hækka þjónustugjöld bankans enda hafi stærstur hluti gjaldanna ekki verið hækkaður í sjö ár. Hann segir bankann markvisst hafa selt eignir undanfarið til að greiða meiri arð í ríkissjóð. Þjónustugjöld stóru bankanna þriggja hafa sætt mikilli gagnrýni í kjölfar mikils hagnaðar þeirra á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans nam 29,7 milljörðum króna eftir skatta, en hreinar þjónustutekjur námu 5,8 milljörðum króna. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann ekki hafa hækkað stóran hluta sinna gjalda í sjö ár. Hins vegar sé hann starfandi á samkeppnismarkaði. „Við þurfum að skoða það. Það eru engar hækkanir í spilunum núna, en maður getur ekki útilokað að einhverjar hækkanir komi til síðar. Við erum með mun lægri þjónustutekjur heldur en til dæmis hinir stóru bankarnir og við þurfum að skoða þetta og verðleggja okkur rétt á hverjum tíma,“ segir Steinþór. Bankinn mun eftir næsta aðalfund hafa greitt 53,5 milljarða króna í arð til ríkissjóðs á síðustu 18 mánuðum. „Við höfum verið markvisst að selja áhættusamar eignir frá okkur og gera meira að lausafjár hæfum eignum inn í efnahagsreikninga. Allt þetta miðar að því við getum borgað eigandanum, ríkinu, meiri arðgreiðslur og það höfum við verið að gera.“ Forsætisráðherra gagnrýndi nýverið að almenningur njóti ekki betri kjara í ljósi hagnaðar bankanna þriggja. Gagnrýndi hann Landsbankann sérstaklega þar sem hann var í eigu ríkissjóðs og sagði hann þurfa að draga úr vaxtamun. „Vaxtamunur Landsbankans á seinasta ári var 2,4 prósent. Hann er lægstur allra bankanna. Nettó vaxtatekjur Landsbankans lækkuðu um sex milljarða á milli ára. Þarna erum við sannarlega með mun lægri vaxtarmun heldur en aðrir.“
Tengdar fréttir Tilkynningagjöld bankanna: "Er þetta banki eða glæpafélag?“ Þúsundþjalasmiðurinn Þráinn Bertelsson greiddi reikninga í heimabanka sínum nú um mánaðamótin eins og fjölmargir Íslendingar. 1. mars 2015 22:34 Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum Hagnaður vegna þjónustugjalda jafngilti tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. 27. febrúar 2015 13:36 Arion banki hættir við hækkanir Arion banki hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrá bankans en þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu bankans. 2. mars 2015 08:51 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 Gagnrýni á ógagnsæi og óhóflega gjaldtöku ekki réttmæt Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir bankann bjóða upp á þrjú hundruð vörur. 28. febrúar 2015 13:56 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Tilkynningagjöld bankanna: "Er þetta banki eða glæpafélag?“ Þúsundþjalasmiðurinn Þráinn Bertelsson greiddi reikninga í heimabanka sínum nú um mánaðamótin eins og fjölmargir Íslendingar. 1. mars 2015 22:34
Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum Hagnaður vegna þjónustugjalda jafngilti tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. 27. febrúar 2015 13:36
Arion banki hættir við hækkanir Arion banki hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrá bankans en þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu bankans. 2. mars 2015 08:51
Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00
Gagnrýni á ógagnsæi og óhóflega gjaldtöku ekki réttmæt Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir bankann bjóða upp á þrjú hundruð vörur. 28. febrúar 2015 13:56