Gagnrýni á ógagnsæi og óhóflega gjaldtöku ekki réttmæt Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. febrúar 2015 13:56 Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Vísir/GVA Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að gagnrýni á ógagnsæi og óhóflega gjaldtöku á þjónustu bankans sé ekki að öllu leyti réttmæt því bankinn bjóði upp á þrjú hundruð vörur. Eðlilegt sé að þeir viðskiptavinir sem stofni til kostnaðarins, greiði fyrir hann. Af bönkunum þremur voru þjónustugjöld stærstur hluti hagnaðar Arion banka en bankinn var með 13 milljarða í hreinar þjónustutekjur í fyrra. Arion banki var með langmestu þjónustutekjurnar af bönkunum þremur í fyrra en hreinar þjónustutekjur námu 13,3 milljörðum króna af 28,6 milljarða hagnaði. Allir bankarnir þrír, ekki bara Arion banki, hafa legið undir gagnrýni fyrir að vera með ógagnsæja verðskrá til neytenda þegar kemur að þjónustugjöldum og fyrir að rukka viðskiptavini fyrir nánast allt milli himins og jarðar. Sumu fólki svíður fyrir að borga á annað hundrað krónur fyrir einfalda millifærslu beiðni í gegnum síma, svo dæmi sé tekið. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn bjóði upp á þrjú hundruð vörur. Eðlilega séu verð mismunandi.Er hægt að einfalda þetta og gera gagnsærra fyrir neytendur?„Við hlustum á alla gagnrýni og það er í sjálfu sér rétt að gjaldskrárnar mættu vera einfaldar og skilmerkilegar fram settar. Við erum að vinna í því núna að laga til í því hjá okkur. Við erum viðskiptabanki og eðli málsins samkvæmt erum við með mjög margar vörur. Við erum með um þrjú hundruð vörur. Ég veit ekki hvort hægt sé að koma gjaldskrá með þrjú hundruð vörum á framfæri með miklu einfaldari hætti. Við munum leitast við að einfaldlega koma þessu skilmerkilega fram,“ segir Höskuldur. Höskuldur segir umræðuna snúast um upphæðina, hvað sé verið að innheimta fyrir þjónustuna. „Við erum að reyna að haga þessu þannig að þeir sem stofna til kostnaðarins borgi fyrir þjónustuna þannig að það sé ekki þannig að einhver sem sé ekki að nýta sér þjónustuna sé að borga fyrir einhvern sem er að nýta þjónustuna.“ Höskuldur er þarna að vísa til þess að sá sem nýtir sér ekki netbanka eða app, sem er miklu ódýrara, greiði fyrir þjónustu gegnum þjónustuver fremur en að aðrir viðskiptavinir bankans sem nýti sér tæknina taki á sig þennan kostnað. Lítil sanngirni sé í því. Tengdar fréttir Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum Hagnaður vegna þjónustugjalda jafngilti tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. 27. febrúar 2015 13:36 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 80 milljarðar í samanlagðan hagnað Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8. 27. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að gagnrýni á ógagnsæi og óhóflega gjaldtöku á þjónustu bankans sé ekki að öllu leyti réttmæt því bankinn bjóði upp á þrjú hundruð vörur. Eðlilegt sé að þeir viðskiptavinir sem stofni til kostnaðarins, greiði fyrir hann. Af bönkunum þremur voru þjónustugjöld stærstur hluti hagnaðar Arion banka en bankinn var með 13 milljarða í hreinar þjónustutekjur í fyrra. Arion banki var með langmestu þjónustutekjurnar af bönkunum þremur í fyrra en hreinar þjónustutekjur námu 13,3 milljörðum króna af 28,6 milljarða hagnaði. Allir bankarnir þrír, ekki bara Arion banki, hafa legið undir gagnrýni fyrir að vera með ógagnsæja verðskrá til neytenda þegar kemur að þjónustugjöldum og fyrir að rukka viðskiptavini fyrir nánast allt milli himins og jarðar. Sumu fólki svíður fyrir að borga á annað hundrað krónur fyrir einfalda millifærslu beiðni í gegnum síma, svo dæmi sé tekið. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn bjóði upp á þrjú hundruð vörur. Eðlilega séu verð mismunandi.Er hægt að einfalda þetta og gera gagnsærra fyrir neytendur?„Við hlustum á alla gagnrýni og það er í sjálfu sér rétt að gjaldskrárnar mættu vera einfaldar og skilmerkilegar fram settar. Við erum að vinna í því núna að laga til í því hjá okkur. Við erum viðskiptabanki og eðli málsins samkvæmt erum við með mjög margar vörur. Við erum með um þrjú hundruð vörur. Ég veit ekki hvort hægt sé að koma gjaldskrá með þrjú hundruð vörum á framfæri með miklu einfaldari hætti. Við munum leitast við að einfaldlega koma þessu skilmerkilega fram,“ segir Höskuldur. Höskuldur segir umræðuna snúast um upphæðina, hvað sé verið að innheimta fyrir þjónustuna. „Við erum að reyna að haga þessu þannig að þeir sem stofna til kostnaðarins borgi fyrir þjónustuna þannig að það sé ekki þannig að einhver sem sé ekki að nýta sér þjónustuna sé að borga fyrir einhvern sem er að nýta þjónustuna.“ Höskuldur er þarna að vísa til þess að sá sem nýtir sér ekki netbanka eða app, sem er miklu ódýrara, greiði fyrir þjónustu gegnum þjónustuver fremur en að aðrir viðskiptavinir bankans sem nýti sér tæknina taki á sig þennan kostnað. Lítil sanngirni sé í því.
Tengdar fréttir Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum Hagnaður vegna þjónustugjalda jafngilti tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. 27. febrúar 2015 13:36 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 80 milljarðar í samanlagðan hagnað Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8. 27. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum Hagnaður vegna þjónustugjalda jafngilti tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. 27. febrúar 2015 13:36
Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00
80 milljarðar í samanlagðan hagnað Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8. 27. febrúar 2015 07:00