Gagnrýni á ógagnsæi og óhóflega gjaldtöku ekki réttmæt Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. febrúar 2015 13:56 Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Vísir/GVA Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að gagnrýni á ógagnsæi og óhóflega gjaldtöku á þjónustu bankans sé ekki að öllu leyti réttmæt því bankinn bjóði upp á þrjú hundruð vörur. Eðlilegt sé að þeir viðskiptavinir sem stofni til kostnaðarins, greiði fyrir hann. Af bönkunum þremur voru þjónustugjöld stærstur hluti hagnaðar Arion banka en bankinn var með 13 milljarða í hreinar þjónustutekjur í fyrra. Arion banki var með langmestu þjónustutekjurnar af bönkunum þremur í fyrra en hreinar þjónustutekjur námu 13,3 milljörðum króna af 28,6 milljarða hagnaði. Allir bankarnir þrír, ekki bara Arion banki, hafa legið undir gagnrýni fyrir að vera með ógagnsæja verðskrá til neytenda þegar kemur að þjónustugjöldum og fyrir að rukka viðskiptavini fyrir nánast allt milli himins og jarðar. Sumu fólki svíður fyrir að borga á annað hundrað krónur fyrir einfalda millifærslu beiðni í gegnum síma, svo dæmi sé tekið. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn bjóði upp á þrjú hundruð vörur. Eðlilega séu verð mismunandi.Er hægt að einfalda þetta og gera gagnsærra fyrir neytendur?„Við hlustum á alla gagnrýni og það er í sjálfu sér rétt að gjaldskrárnar mættu vera einfaldar og skilmerkilegar fram settar. Við erum að vinna í því núna að laga til í því hjá okkur. Við erum viðskiptabanki og eðli málsins samkvæmt erum við með mjög margar vörur. Við erum með um þrjú hundruð vörur. Ég veit ekki hvort hægt sé að koma gjaldskrá með þrjú hundruð vörum á framfæri með miklu einfaldari hætti. Við munum leitast við að einfaldlega koma þessu skilmerkilega fram,“ segir Höskuldur. Höskuldur segir umræðuna snúast um upphæðina, hvað sé verið að innheimta fyrir þjónustuna. „Við erum að reyna að haga þessu þannig að þeir sem stofna til kostnaðarins borgi fyrir þjónustuna þannig að það sé ekki þannig að einhver sem sé ekki að nýta sér þjónustuna sé að borga fyrir einhvern sem er að nýta þjónustuna.“ Höskuldur er þarna að vísa til þess að sá sem nýtir sér ekki netbanka eða app, sem er miklu ódýrara, greiði fyrir þjónustu gegnum þjónustuver fremur en að aðrir viðskiptavinir bankans sem nýti sér tæknina taki á sig þennan kostnað. Lítil sanngirni sé í því. Tengdar fréttir Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum Hagnaður vegna þjónustugjalda jafngilti tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. 27. febrúar 2015 13:36 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 80 milljarðar í samanlagðan hagnað Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8. 27. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að gagnrýni á ógagnsæi og óhóflega gjaldtöku á þjónustu bankans sé ekki að öllu leyti réttmæt því bankinn bjóði upp á þrjú hundruð vörur. Eðlilegt sé að þeir viðskiptavinir sem stofni til kostnaðarins, greiði fyrir hann. Af bönkunum þremur voru þjónustugjöld stærstur hluti hagnaðar Arion banka en bankinn var með 13 milljarða í hreinar þjónustutekjur í fyrra. Arion banki var með langmestu þjónustutekjurnar af bönkunum þremur í fyrra en hreinar þjónustutekjur námu 13,3 milljörðum króna af 28,6 milljarða hagnaði. Allir bankarnir þrír, ekki bara Arion banki, hafa legið undir gagnrýni fyrir að vera með ógagnsæja verðskrá til neytenda þegar kemur að þjónustugjöldum og fyrir að rukka viðskiptavini fyrir nánast allt milli himins og jarðar. Sumu fólki svíður fyrir að borga á annað hundrað krónur fyrir einfalda millifærslu beiðni í gegnum síma, svo dæmi sé tekið. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn bjóði upp á þrjú hundruð vörur. Eðlilega séu verð mismunandi.Er hægt að einfalda þetta og gera gagnsærra fyrir neytendur?„Við hlustum á alla gagnrýni og það er í sjálfu sér rétt að gjaldskrárnar mættu vera einfaldar og skilmerkilegar fram settar. Við erum að vinna í því núna að laga til í því hjá okkur. Við erum viðskiptabanki og eðli málsins samkvæmt erum við með mjög margar vörur. Við erum með um þrjú hundruð vörur. Ég veit ekki hvort hægt sé að koma gjaldskrá með þrjú hundruð vörum á framfæri með miklu einfaldari hætti. Við munum leitast við að einfaldlega koma þessu skilmerkilega fram,“ segir Höskuldur. Höskuldur segir umræðuna snúast um upphæðina, hvað sé verið að innheimta fyrir þjónustuna. „Við erum að reyna að haga þessu þannig að þeir sem stofna til kostnaðarins borgi fyrir þjónustuna þannig að það sé ekki þannig að einhver sem sé ekki að nýta sér þjónustuna sé að borga fyrir einhvern sem er að nýta þjónustuna.“ Höskuldur er þarna að vísa til þess að sá sem nýtir sér ekki netbanka eða app, sem er miklu ódýrara, greiði fyrir þjónustu gegnum þjónustuver fremur en að aðrir viðskiptavinir bankans sem nýti sér tæknina taki á sig þennan kostnað. Lítil sanngirni sé í því.
Tengdar fréttir Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum Hagnaður vegna þjónustugjalda jafngilti tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. 27. febrúar 2015 13:36 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 80 milljarðar í samanlagðan hagnað Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8. 27. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum Hagnaður vegna þjónustugjalda jafngilti tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. 27. febrúar 2015 13:36
Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00
80 milljarðar í samanlagðan hagnað Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8. 27. febrúar 2015 07:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun