Gagnrýni á ógagnsæi og óhóflega gjaldtöku ekki réttmæt Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. febrúar 2015 13:56 Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Vísir/GVA Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að gagnrýni á ógagnsæi og óhóflega gjaldtöku á þjónustu bankans sé ekki að öllu leyti réttmæt því bankinn bjóði upp á þrjú hundruð vörur. Eðlilegt sé að þeir viðskiptavinir sem stofni til kostnaðarins, greiði fyrir hann. Af bönkunum þremur voru þjónustugjöld stærstur hluti hagnaðar Arion banka en bankinn var með 13 milljarða í hreinar þjónustutekjur í fyrra. Arion banki var með langmestu þjónustutekjurnar af bönkunum þremur í fyrra en hreinar þjónustutekjur námu 13,3 milljörðum króna af 28,6 milljarða hagnaði. Allir bankarnir þrír, ekki bara Arion banki, hafa legið undir gagnrýni fyrir að vera með ógagnsæja verðskrá til neytenda þegar kemur að þjónustugjöldum og fyrir að rukka viðskiptavini fyrir nánast allt milli himins og jarðar. Sumu fólki svíður fyrir að borga á annað hundrað krónur fyrir einfalda millifærslu beiðni í gegnum síma, svo dæmi sé tekið. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn bjóði upp á þrjú hundruð vörur. Eðlilega séu verð mismunandi.Er hægt að einfalda þetta og gera gagnsærra fyrir neytendur?„Við hlustum á alla gagnrýni og það er í sjálfu sér rétt að gjaldskrárnar mættu vera einfaldar og skilmerkilegar fram settar. Við erum að vinna í því núna að laga til í því hjá okkur. Við erum viðskiptabanki og eðli málsins samkvæmt erum við með mjög margar vörur. Við erum með um þrjú hundruð vörur. Ég veit ekki hvort hægt sé að koma gjaldskrá með þrjú hundruð vörum á framfæri með miklu einfaldari hætti. Við munum leitast við að einfaldlega koma þessu skilmerkilega fram,“ segir Höskuldur. Höskuldur segir umræðuna snúast um upphæðina, hvað sé verið að innheimta fyrir þjónustuna. „Við erum að reyna að haga þessu þannig að þeir sem stofna til kostnaðarins borgi fyrir þjónustuna þannig að það sé ekki þannig að einhver sem sé ekki að nýta sér þjónustuna sé að borga fyrir einhvern sem er að nýta þjónustuna.“ Höskuldur er þarna að vísa til þess að sá sem nýtir sér ekki netbanka eða app, sem er miklu ódýrara, greiði fyrir þjónustu gegnum þjónustuver fremur en að aðrir viðskiptavinir bankans sem nýti sér tæknina taki á sig þennan kostnað. Lítil sanngirni sé í því. Tengdar fréttir Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum Hagnaður vegna þjónustugjalda jafngilti tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. 27. febrúar 2015 13:36 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 80 milljarðar í samanlagðan hagnað Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8. 27. febrúar 2015 07:00 Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að gagnrýni á ógagnsæi og óhóflega gjaldtöku á þjónustu bankans sé ekki að öllu leyti réttmæt því bankinn bjóði upp á þrjú hundruð vörur. Eðlilegt sé að þeir viðskiptavinir sem stofni til kostnaðarins, greiði fyrir hann. Af bönkunum þremur voru þjónustugjöld stærstur hluti hagnaðar Arion banka en bankinn var með 13 milljarða í hreinar þjónustutekjur í fyrra. Arion banki var með langmestu þjónustutekjurnar af bönkunum þremur í fyrra en hreinar þjónustutekjur námu 13,3 milljörðum króna af 28,6 milljarða hagnaði. Allir bankarnir þrír, ekki bara Arion banki, hafa legið undir gagnrýni fyrir að vera með ógagnsæja verðskrá til neytenda þegar kemur að þjónustugjöldum og fyrir að rukka viðskiptavini fyrir nánast allt milli himins og jarðar. Sumu fólki svíður fyrir að borga á annað hundrað krónur fyrir einfalda millifærslu beiðni í gegnum síma, svo dæmi sé tekið. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn bjóði upp á þrjú hundruð vörur. Eðlilega séu verð mismunandi.Er hægt að einfalda þetta og gera gagnsærra fyrir neytendur?„Við hlustum á alla gagnrýni og það er í sjálfu sér rétt að gjaldskrárnar mættu vera einfaldar og skilmerkilegar fram settar. Við erum að vinna í því núna að laga til í því hjá okkur. Við erum viðskiptabanki og eðli málsins samkvæmt erum við með mjög margar vörur. Við erum með um þrjú hundruð vörur. Ég veit ekki hvort hægt sé að koma gjaldskrá með þrjú hundruð vörum á framfæri með miklu einfaldari hætti. Við munum leitast við að einfaldlega koma þessu skilmerkilega fram,“ segir Höskuldur. Höskuldur segir umræðuna snúast um upphæðina, hvað sé verið að innheimta fyrir þjónustuna. „Við erum að reyna að haga þessu þannig að þeir sem stofna til kostnaðarins borgi fyrir þjónustuna þannig að það sé ekki þannig að einhver sem sé ekki að nýta sér þjónustuna sé að borga fyrir einhvern sem er að nýta þjónustuna.“ Höskuldur er þarna að vísa til þess að sá sem nýtir sér ekki netbanka eða app, sem er miklu ódýrara, greiði fyrir þjónustu gegnum þjónustuver fremur en að aðrir viðskiptavinir bankans sem nýti sér tæknina taki á sig þennan kostnað. Lítil sanngirni sé í því.
Tengdar fréttir Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum Hagnaður vegna þjónustugjalda jafngilti tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. 27. febrúar 2015 13:36 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 80 milljarðar í samanlagðan hagnað Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8. 27. febrúar 2015 07:00 Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum Hagnaður vegna þjónustugjalda jafngilti tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. 27. febrúar 2015 13:36
Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00
80 milljarðar í samanlagðan hagnað Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8. 27. febrúar 2015 07:00