Arnar: Við tökum Svarta Pétri fagnandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2015 13:30 Eyjamenn urðu meistarar í fyrra. vísir/stefán „Er þetta ekki bara jákvætt? Erum við ekki að gera eitthvað rétt þegar okkur er spáð fyrsta sæti?“ segir Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV í Olís-deild karla í handbolta. Eyjamönnum var spáð Íslandsmeistaratitilinum á árlegum kynningarfundi deildarinnar í dag, en ÍBV hefur styrkt sig vel fyrir tímabilið. „Við erum búnir að gera vel á leikmannamarkaðanum og menn eru ánægðir með það sem við erum að gera. Við tökum Svarta Pétur á kassann og tökum honum fagnandi,“ segir Arnar. „Það að vera spáð titlinum hefur alltaf verið ákveðinn Svarti Pétur. Það standa ekkert öll lið undir því. Það verður verkefni okkar leikmanna, sem eru þekktir fyrir vinnusemi og vilja, að standa undir þessari pressu.“Eigum töluvert í land Arnar tók við liðinu af Gunnari Magnússyni í sumar og er nú þegar búinn að vinna fyrsta titilinn, en Eyjamenn lögðu Haukana hans Gunnars í Meistarakeppni HSÍ. „Við eigum töluvert í land enn þá. Við þurfum tíma og einhverja leiki til að spila okkur í gang. Ég held að svo sé með öll lið. Þetta verður eflaust skrautlegt til að byrja með,“ segir Arnar um deildarkeppnina sem hefst á morgun. „Við erum að fara inn í langt tímabil. Þetta er langt tímabil og margir leikir.“ Hann spáir mikilli baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og liðin sem muni berjast verða þekktar stærðir. „Mér líst vel á þessa baráttu. Það eru fullt af flottum liðum þarna; Haukarnir eru stórveldi í íslenskum handbolta og eina liðið sem þekkir að verja titilinn. Þeir ætla sér það alveg örugglega,“ segir Arnar. „Valsmenn eru með gott lið og ég spái Aftureldingu líka titilbaráttu. Það er samt spurning hvernig þeim gengur að púsla þessu saman eftir að missa Örn Inga. Það er fullt af frábærum liðum.“Allir búnir að gleyma Kára-sögunni Kári Kristján Kristjánsson er kominn aftur heim til Eyja, en uppi varð mikið fjaðrafok þegar hann kom heim úr atvinnumennsku fyrir tveimur árum og gekk í raðir Vals. „Kári er loksins kominn heim þar sem hann vill vera. Við erum löngu búnir að gleyma þessari sögu sem þú talar um. Það er virkilega gott að fá hann inn í þetta. Hann smellpassar inn í góðan hóp,“ segir Arnar Pétursson. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
„Er þetta ekki bara jákvætt? Erum við ekki að gera eitthvað rétt þegar okkur er spáð fyrsta sæti?“ segir Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV í Olís-deild karla í handbolta. Eyjamönnum var spáð Íslandsmeistaratitilinum á árlegum kynningarfundi deildarinnar í dag, en ÍBV hefur styrkt sig vel fyrir tímabilið. „Við erum búnir að gera vel á leikmannamarkaðanum og menn eru ánægðir með það sem við erum að gera. Við tökum Svarta Pétur á kassann og tökum honum fagnandi,“ segir Arnar. „Það að vera spáð titlinum hefur alltaf verið ákveðinn Svarti Pétur. Það standa ekkert öll lið undir því. Það verður verkefni okkar leikmanna, sem eru þekktir fyrir vinnusemi og vilja, að standa undir þessari pressu.“Eigum töluvert í land Arnar tók við liðinu af Gunnari Magnússyni í sumar og er nú þegar búinn að vinna fyrsta titilinn, en Eyjamenn lögðu Haukana hans Gunnars í Meistarakeppni HSÍ. „Við eigum töluvert í land enn þá. Við þurfum tíma og einhverja leiki til að spila okkur í gang. Ég held að svo sé með öll lið. Þetta verður eflaust skrautlegt til að byrja með,“ segir Arnar um deildarkeppnina sem hefst á morgun. „Við erum að fara inn í langt tímabil. Þetta er langt tímabil og margir leikir.“ Hann spáir mikilli baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og liðin sem muni berjast verða þekktar stærðir. „Mér líst vel á þessa baráttu. Það eru fullt af flottum liðum þarna; Haukarnir eru stórveldi í íslenskum handbolta og eina liðið sem þekkir að verja titilinn. Þeir ætla sér það alveg örugglega,“ segir Arnar. „Valsmenn eru með gott lið og ég spái Aftureldingu líka titilbaráttu. Það er samt spurning hvernig þeim gengur að púsla þessu saman eftir að missa Örn Inga. Það er fullt af frábærum liðum.“Allir búnir að gleyma Kára-sögunni Kári Kristján Kristjánsson er kominn aftur heim til Eyja, en uppi varð mikið fjaðrafok þegar hann kom heim úr atvinnumennsku fyrir tveimur árum og gekk í raðir Vals. „Kári er loksins kominn heim þar sem hann vill vera. Við erum löngu búnir að gleyma þessari sögu sem þú talar um. Það er virkilega gott að fá hann inn í þetta. Hann smellpassar inn í góðan hóp,“ segir Arnar Pétursson.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti