Arnar: Við tökum Svarta Pétri fagnandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2015 13:30 Eyjamenn urðu meistarar í fyrra. vísir/stefán „Er þetta ekki bara jákvætt? Erum við ekki að gera eitthvað rétt þegar okkur er spáð fyrsta sæti?“ segir Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV í Olís-deild karla í handbolta. Eyjamönnum var spáð Íslandsmeistaratitilinum á árlegum kynningarfundi deildarinnar í dag, en ÍBV hefur styrkt sig vel fyrir tímabilið. „Við erum búnir að gera vel á leikmannamarkaðanum og menn eru ánægðir með það sem við erum að gera. Við tökum Svarta Pétur á kassann og tökum honum fagnandi,“ segir Arnar. „Það að vera spáð titlinum hefur alltaf verið ákveðinn Svarti Pétur. Það standa ekkert öll lið undir því. Það verður verkefni okkar leikmanna, sem eru þekktir fyrir vinnusemi og vilja, að standa undir þessari pressu.“Eigum töluvert í land Arnar tók við liðinu af Gunnari Magnússyni í sumar og er nú þegar búinn að vinna fyrsta titilinn, en Eyjamenn lögðu Haukana hans Gunnars í Meistarakeppni HSÍ. „Við eigum töluvert í land enn þá. Við þurfum tíma og einhverja leiki til að spila okkur í gang. Ég held að svo sé með öll lið. Þetta verður eflaust skrautlegt til að byrja með,“ segir Arnar um deildarkeppnina sem hefst á morgun. „Við erum að fara inn í langt tímabil. Þetta er langt tímabil og margir leikir.“ Hann spáir mikilli baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og liðin sem muni berjast verða þekktar stærðir. „Mér líst vel á þessa baráttu. Það eru fullt af flottum liðum þarna; Haukarnir eru stórveldi í íslenskum handbolta og eina liðið sem þekkir að verja titilinn. Þeir ætla sér það alveg örugglega,“ segir Arnar. „Valsmenn eru með gott lið og ég spái Aftureldingu líka titilbaráttu. Það er samt spurning hvernig þeim gengur að púsla þessu saman eftir að missa Örn Inga. Það er fullt af frábærum liðum.“Allir búnir að gleyma Kára-sögunni Kári Kristján Kristjánsson er kominn aftur heim til Eyja, en uppi varð mikið fjaðrafok þegar hann kom heim úr atvinnumennsku fyrir tveimur árum og gekk í raðir Vals. „Kári er loksins kominn heim þar sem hann vill vera. Við erum löngu búnir að gleyma þessari sögu sem þú talar um. Það er virkilega gott að fá hann inn í þetta. Hann smellpassar inn í góðan hóp,“ segir Arnar Pétursson. Olís-deild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
„Er þetta ekki bara jákvætt? Erum við ekki að gera eitthvað rétt þegar okkur er spáð fyrsta sæti?“ segir Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV í Olís-deild karla í handbolta. Eyjamönnum var spáð Íslandsmeistaratitilinum á árlegum kynningarfundi deildarinnar í dag, en ÍBV hefur styrkt sig vel fyrir tímabilið. „Við erum búnir að gera vel á leikmannamarkaðanum og menn eru ánægðir með það sem við erum að gera. Við tökum Svarta Pétur á kassann og tökum honum fagnandi,“ segir Arnar. „Það að vera spáð titlinum hefur alltaf verið ákveðinn Svarti Pétur. Það standa ekkert öll lið undir því. Það verður verkefni okkar leikmanna, sem eru þekktir fyrir vinnusemi og vilja, að standa undir þessari pressu.“Eigum töluvert í land Arnar tók við liðinu af Gunnari Magnússyni í sumar og er nú þegar búinn að vinna fyrsta titilinn, en Eyjamenn lögðu Haukana hans Gunnars í Meistarakeppni HSÍ. „Við eigum töluvert í land enn þá. Við þurfum tíma og einhverja leiki til að spila okkur í gang. Ég held að svo sé með öll lið. Þetta verður eflaust skrautlegt til að byrja með,“ segir Arnar um deildarkeppnina sem hefst á morgun. „Við erum að fara inn í langt tímabil. Þetta er langt tímabil og margir leikir.“ Hann spáir mikilli baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og liðin sem muni berjast verða þekktar stærðir. „Mér líst vel á þessa baráttu. Það eru fullt af flottum liðum þarna; Haukarnir eru stórveldi í íslenskum handbolta og eina liðið sem þekkir að verja titilinn. Þeir ætla sér það alveg örugglega,“ segir Arnar. „Valsmenn eru með gott lið og ég spái Aftureldingu líka titilbaráttu. Það er samt spurning hvernig þeim gengur að púsla þessu saman eftir að missa Örn Inga. Það er fullt af frábærum liðum.“Allir búnir að gleyma Kára-sögunni Kári Kristján Kristjánsson er kominn aftur heim til Eyja, en uppi varð mikið fjaðrafok þegar hann kom heim úr atvinnumennsku fyrir tveimur árum og gekk í raðir Vals. „Kári er loksins kominn heim þar sem hann vill vera. Við erum löngu búnir að gleyma þessari sögu sem þú talar um. Það er virkilega gott að fá hann inn í þetta. Hann smellpassar inn í góðan hóp,“ segir Arnar Pétursson.
Olís-deild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira