Slæm vinnubrögð vegna ráðningar sviðsstjóra Kjartan Magnússon skrifar 21. júlí 2015 07:00 Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gert alvarlegar athugasemdir við óviðunandi vinnubrögð borgarstjóra og formanns borgarráðs við ráðningu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, stærsta fagsviðs Reykjavíkurborgar. Ætlun borgarstjóra var að gengið yrði frá umræddri ráðningu á fundi borgarráðs sl. fimmtudag þrátt fyrir að málið væri ekki á útsendri dagskrá með fundarboði og án þess að borgarráðsfulltrúar hefðu fengið tækifæri til að kynna sér gögn málsins. Síðdegis á miðvikudag féllust fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á að málinu yrði bætt við á dagskrá fundarins. Þeim voru hins vegar ekki afhent nein gögn um málið fyrir fundinn og hafa þó allar umsóknir ásamt greinargerðum umsækjenda legið fyrir síðan 24. júní þegar umsóknarfrestur rann út. Borgarstjóri hafði því rúmar þrjár vikur til að fara yfir gögnin en ætlaðist til þess að borgarráðsfulltrúar samþykktu tillögu hans án þess að hafa fengið tækifæri til að kynna sér þau. Tóku málið af dagskrá Samkvæmt 15. gr. sveitarstjórnarlaga segir að fundarboði skuli fylgja dagskrá fundar og þau gögn, sem nauðsynleg eru til að sveitarstjórnarmenn geti tekið upplýsta afstöðu til mála. Til að mótmæla ónógri upplýsingagjöf og flausturslegum vinnubrögðum lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram bókun á fundinum á fimmtudag og óskuðu eftir frestun málsins og að fá gögnin afhent. Formaður borgarráðs neitaði hins vegar að taka við bókuninni og tók málið af dagskrá þrátt fyrir að það hefði þá þegar verið drjúgan tíma til umræðu á fundinum. Voru gögnin þá afhent og aukafundur boðaður í ráðinu sólarhring síðar eða með minnsta mögulega fyrirvara. Á þeim fundi lögðu fulltrúar sjálfstæðismanna til að annar umsækjandi yrði ráðinn í stöðuna en borgarstjóri vildi. Var þeirri tillögu illa tekið af forystumönnum meirihlutans. Fékkst hún ekki einu sinni afgreidd en tillaga borgarstjóra var keyrð í gegn. Það að borgarstjóri hugðist ganga gegn þeirri reglu að borgarráðsmenn gætu kynnt sér gögn þessa mikilvæga máls, sýnir að hann lítur ekki á borgarráð sem stjórnvald, er tekur sjálfstæðar ákvarðanir, heldur stimpil sem eigi að staðfesta ákvarðanir sem hann hefur þegar tekið. Ekki verður hjá því komist að gagnrýna harðlega þessi flausturslegu og gerræðislegu vinnubrögð. Þetta mál er því miður aðeins eitt af mörgum dæmum um sleifarlag og óviðunandi vinnubrögð í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar undir stjórn vinstri meirihlutans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gert alvarlegar athugasemdir við óviðunandi vinnubrögð borgarstjóra og formanns borgarráðs við ráðningu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, stærsta fagsviðs Reykjavíkurborgar. Ætlun borgarstjóra var að gengið yrði frá umræddri ráðningu á fundi borgarráðs sl. fimmtudag þrátt fyrir að málið væri ekki á útsendri dagskrá með fundarboði og án þess að borgarráðsfulltrúar hefðu fengið tækifæri til að kynna sér gögn málsins. Síðdegis á miðvikudag féllust fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á að málinu yrði bætt við á dagskrá fundarins. Þeim voru hins vegar ekki afhent nein gögn um málið fyrir fundinn og hafa þó allar umsóknir ásamt greinargerðum umsækjenda legið fyrir síðan 24. júní þegar umsóknarfrestur rann út. Borgarstjóri hafði því rúmar þrjár vikur til að fara yfir gögnin en ætlaðist til þess að borgarráðsfulltrúar samþykktu tillögu hans án þess að hafa fengið tækifæri til að kynna sér þau. Tóku málið af dagskrá Samkvæmt 15. gr. sveitarstjórnarlaga segir að fundarboði skuli fylgja dagskrá fundar og þau gögn, sem nauðsynleg eru til að sveitarstjórnarmenn geti tekið upplýsta afstöðu til mála. Til að mótmæla ónógri upplýsingagjöf og flausturslegum vinnubrögðum lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram bókun á fundinum á fimmtudag og óskuðu eftir frestun málsins og að fá gögnin afhent. Formaður borgarráðs neitaði hins vegar að taka við bókuninni og tók málið af dagskrá þrátt fyrir að það hefði þá þegar verið drjúgan tíma til umræðu á fundinum. Voru gögnin þá afhent og aukafundur boðaður í ráðinu sólarhring síðar eða með minnsta mögulega fyrirvara. Á þeim fundi lögðu fulltrúar sjálfstæðismanna til að annar umsækjandi yrði ráðinn í stöðuna en borgarstjóri vildi. Var þeirri tillögu illa tekið af forystumönnum meirihlutans. Fékkst hún ekki einu sinni afgreidd en tillaga borgarstjóra var keyrð í gegn. Það að borgarstjóri hugðist ganga gegn þeirri reglu að borgarráðsmenn gætu kynnt sér gögn þessa mikilvæga máls, sýnir að hann lítur ekki á borgarráð sem stjórnvald, er tekur sjálfstæðar ákvarðanir, heldur stimpil sem eigi að staðfesta ákvarðanir sem hann hefur þegar tekið. Ekki verður hjá því komist að gagnrýna harðlega þessi flausturslegu og gerræðislegu vinnubrögð. Þetta mál er því miður aðeins eitt af mörgum dæmum um sleifarlag og óviðunandi vinnubrögð í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar undir stjórn vinstri meirihlutans.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar