25 ára og metinn á 270 milljarða Bjarki Ármannsson skrifar 29. september 2015 23:06 Evan Spiegel, stofnandi snjallsímaforritsins Snapchat. Vísir/AP Evan Spiegel, stofnandi snjallsímaforritsins Snapchat, er yngsti maðurinn á lista tímaritsins Forbes yfir ríkasta fólkið í Bandaríkjunum. Spiegel er aðeins 25 ára en er metinn á 2.1 milljarð bandaríkjadala, eða um 268 milljarða íslenskra króna. Spiegel stofnaði Snapchat árið 2011 ásamt félaga sínum Bobby Murphy og er í dag framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þeir Murphy kynntust við nám í Stanford-háskóla í Bandaríkjunum þar sem Spiegel lagði stund á nám í vöruhönnun. Uppgangur Snapchat hefur verið nokkuð ótrúlegur. Tveimur árum eftir að þeir Spiegel og Murpy kynntu forritið til sögunnar undir nýju nafni (áður hét það Picaboo) höfnuðu þeir tilboði Facebook, sem vildi kaupa það á rúma 380 milljarða íslenskra króna. Enda er forritið, sem gerir notendum kleift að deila myndefni með vinum sínum í takmarkaðan tíma, orðið gífurlega vinsælt. Nærri hundrað milljónir manna nota það dag hvern og um sextíu prósent bandarískra snjallsímanotenda á aldrinum þrettán til 34 ára eru með það í símanum. Forbes metur fyrirtækið á um tvær billjónir íslenskra króna og telur að Spiegel eigi sjálfur um þrettán prósenta hlut í fyrirtækinu. Tengdar fréttir Þetta er ríkasta fólk Bandaríkjanna Engin kona er á lista yfir 10 ríkustu Bandaríkjamennina. 29. september 2015 16:37 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evan Spiegel, stofnandi snjallsímaforritsins Snapchat, er yngsti maðurinn á lista tímaritsins Forbes yfir ríkasta fólkið í Bandaríkjunum. Spiegel er aðeins 25 ára en er metinn á 2.1 milljarð bandaríkjadala, eða um 268 milljarða íslenskra króna. Spiegel stofnaði Snapchat árið 2011 ásamt félaga sínum Bobby Murphy og er í dag framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þeir Murphy kynntust við nám í Stanford-háskóla í Bandaríkjunum þar sem Spiegel lagði stund á nám í vöruhönnun. Uppgangur Snapchat hefur verið nokkuð ótrúlegur. Tveimur árum eftir að þeir Spiegel og Murpy kynntu forritið til sögunnar undir nýju nafni (áður hét það Picaboo) höfnuðu þeir tilboði Facebook, sem vildi kaupa það á rúma 380 milljarða íslenskra króna. Enda er forritið, sem gerir notendum kleift að deila myndefni með vinum sínum í takmarkaðan tíma, orðið gífurlega vinsælt. Nærri hundrað milljónir manna nota það dag hvern og um sextíu prósent bandarískra snjallsímanotenda á aldrinum þrettán til 34 ára eru með það í símanum. Forbes metur fyrirtækið á um tvær billjónir íslenskra króna og telur að Spiegel eigi sjálfur um þrettán prósenta hlut í fyrirtækinu.
Tengdar fréttir Þetta er ríkasta fólk Bandaríkjanna Engin kona er á lista yfir 10 ríkustu Bandaríkjamennina. 29. september 2015 16:37 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þetta er ríkasta fólk Bandaríkjanna Engin kona er á lista yfir 10 ríkustu Bandaríkjamennina. 29. september 2015 16:37