Opnar bruggsmiðju í gamla frystihúsinu á Siglufirði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. júlí 2015 08:15 Marteinn við gatið þar sem pönnurnar voru áður sendar inn í frystiklefa. Klefinn mun nú hýsa bruggsmiðju. mynd/jón ólafur björgvinsson sigló.is „Það að brugga hefur lengi verið áhugamál mitt og ég hef gengið með þennan draum í maganum,“ segir Marteinn B. Haraldsson í samtali við Vísi en hann hefur komið á fót bruggsmiðjunni Segull 67 á Siglufirði. Hingað til hefur hann látið sér nægja að brugga í skúrnum heima. Upphaflega var sagt frá á Sigló.is. Brugghúsinu hefur verið valinn staður í gamla frystihúsinu á Siglufirði en Marteinn er uppalinn þar í bæ. Hann mun til að byrja með vera eini starfmaðurinn en fjölskylda og vinir munu hlaupa undir bagga þegar þörf er á. Með tíð og tíma vonast hann til að geta stækkað við sig þegar framleiðslan er farin á fullt.Merki brugghússins.„Til að byrja með munum við geta bruggað þúsund lítra í einu og það er stefnt að því að fyrstu flöskurnar mæti í búðir fyrir jólin. Vonandi verðum við komin á kranana hér á heimamörkuðum aðeins fyrr. Við munum líklega herja á árstíðarbundnu bjórana eins og aðrar míkró smiðjur hafa verið að gera.“ Áfengisleyfi Seguls 67 er komið í hús og getur vinna því hafist um leið og allt er tilbúið í húsinu. Að auki verður í húsinu aðstaða til að taka á móti gestum svo hægt verði að bjóða þeim upp á túra um húsið. „Ég hef ferðast talsvert um heiminn og víðast hvar er frelsi í áfengissölu umtalsvert meira en hér,“ segir Marteinn er regluverkið ber á góma. „Ég sjálfur væri til í að fá þetta í kjörbúðir en fyrirkomulagið virkar alveg með ÁTVR. Hins vegar finnst mér að það mætti aðeins slaka á reglum gagnvart minni brugghúsum. Vera mögulega með einhvern stimpil svipaðan Beint frá býli.“ Aðspurður um nafn smiðjunnar, Segull 67, segir Marteinn að það tengist fjölskyldunni. Segullinn vísi til nálar kompásins og talan 67 hafi lengi verið happatala ættar hans. „Afi og langaafi notuðu bílnúmerið F67 í gamla kerfinu. Ég vildi halda í það með nafninu.“Bruggkerin eru komin á sinn stað í húsinu.mynd/jón ólafur björgvinsson sigló.is Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
„Það að brugga hefur lengi verið áhugamál mitt og ég hef gengið með þennan draum í maganum,“ segir Marteinn B. Haraldsson í samtali við Vísi en hann hefur komið á fót bruggsmiðjunni Segull 67 á Siglufirði. Hingað til hefur hann látið sér nægja að brugga í skúrnum heima. Upphaflega var sagt frá á Sigló.is. Brugghúsinu hefur verið valinn staður í gamla frystihúsinu á Siglufirði en Marteinn er uppalinn þar í bæ. Hann mun til að byrja með vera eini starfmaðurinn en fjölskylda og vinir munu hlaupa undir bagga þegar þörf er á. Með tíð og tíma vonast hann til að geta stækkað við sig þegar framleiðslan er farin á fullt.Merki brugghússins.„Til að byrja með munum við geta bruggað þúsund lítra í einu og það er stefnt að því að fyrstu flöskurnar mæti í búðir fyrir jólin. Vonandi verðum við komin á kranana hér á heimamörkuðum aðeins fyrr. Við munum líklega herja á árstíðarbundnu bjórana eins og aðrar míkró smiðjur hafa verið að gera.“ Áfengisleyfi Seguls 67 er komið í hús og getur vinna því hafist um leið og allt er tilbúið í húsinu. Að auki verður í húsinu aðstaða til að taka á móti gestum svo hægt verði að bjóða þeim upp á túra um húsið. „Ég hef ferðast talsvert um heiminn og víðast hvar er frelsi í áfengissölu umtalsvert meira en hér,“ segir Marteinn er regluverkið ber á góma. „Ég sjálfur væri til í að fá þetta í kjörbúðir en fyrirkomulagið virkar alveg með ÁTVR. Hins vegar finnst mér að það mætti aðeins slaka á reglum gagnvart minni brugghúsum. Vera mögulega með einhvern stimpil svipaðan Beint frá býli.“ Aðspurður um nafn smiðjunnar, Segull 67, segir Marteinn að það tengist fjölskyldunni. Segullinn vísi til nálar kompásins og talan 67 hafi lengi verið happatala ættar hans. „Afi og langaafi notuðu bílnúmerið F67 í gamla kerfinu. Ég vildi halda í það með nafninu.“Bruggkerin eru komin á sinn stað í húsinu.mynd/jón ólafur björgvinsson sigló.is
Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira