Geely ætlar að rafmagnsvæða alla sína bíla Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2015 12:10 Geely Emgrand. Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem á Volvo, hefur sagt að fyrirtækið stefni að því að rafmagnsvæða alla sína bíla sem Hybrid, Plug-In-Hybrid eða hreina rafmagnsbíla. Þannig eiga allir þeirra framleiðslubílar að vera orðnir árið 2020 og með því verður enginn bíla þeirra eingöngu með brunavél. Með því ætlar Geely í leiðinni að uppfylla mengunarkröfur kínverskra stjórnvalda, sem kveða á um meðaltals 5 lítra eyðslu. Geely ætlar einnig að verða leiðandi bílaframleiðandi í smíði annarskonar nýorkubíla og í notkun á léttari efnum. Fyrsti bíllinn sem Geely ætlar að smíða í þessu augnamiði verður Emgrand EV rafmagnsbíll sem komast mun 330 km á hverri hleðslu og er fær um að taka sprettinn í 100 á 4,3 sekúndum. Þann bíl verður hægt að hlaða að 80% hámarksorku á 30 mínútum og að fullu leyti á 48 mínuútum. Geely ætlar líka að bjóða þennan bíl sem Plug-In-Hybrid bíl og kemur hann síðar út en rafmagnsútgáfan. Sá verður 250 hestöfl og brunavélin verður 1,5 lítra og með forþjöppu. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent
Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem á Volvo, hefur sagt að fyrirtækið stefni að því að rafmagnsvæða alla sína bíla sem Hybrid, Plug-In-Hybrid eða hreina rafmagnsbíla. Þannig eiga allir þeirra framleiðslubílar að vera orðnir árið 2020 og með því verður enginn bíla þeirra eingöngu með brunavél. Með því ætlar Geely í leiðinni að uppfylla mengunarkröfur kínverskra stjórnvalda, sem kveða á um meðaltals 5 lítra eyðslu. Geely ætlar einnig að verða leiðandi bílaframleiðandi í smíði annarskonar nýorkubíla og í notkun á léttari efnum. Fyrsti bíllinn sem Geely ætlar að smíða í þessu augnamiði verður Emgrand EV rafmagnsbíll sem komast mun 330 km á hverri hleðslu og er fær um að taka sprettinn í 100 á 4,3 sekúndum. Þann bíl verður hægt að hlaða að 80% hámarksorku á 30 mínútum og að fullu leyti á 48 mínuútum. Geely ætlar líka að bjóða þennan bíl sem Plug-In-Hybrid bíl og kemur hann síðar út en rafmagnsútgáfan. Sá verður 250 hestöfl og brunavélin verður 1,5 lítra og með forþjöppu.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent