Ísland og norðurslóðir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Breytingarnar á norðurskautinu eru mun örari en nokkurn óraði fyrir að gæti orðið fyrir einungis fáum árum. Bráðnun heimskautaíssins og sú stóraukna skipaumferð sem af hefur hlotist um norðurpól, auðlindir sem stórþjóðir hafa augastað á undir hafsbotni og í jörðu – að ekki sé minnst á afdrif lífstofna í hafinu sem strandríkin byggja afkomu sína á – allt hefur þetta gert mönnum æ betur ljóst hve mikið er í húfi fyrir vistkerfi og efnahag Norðurslóðaríkja. Ágirnd á auðæfum Norðurslóða Æ fleiri ríki, stofnanir og samtök ásælast hlut í gæðum og möguleikum norðurslóða, ekki síst með auðlindanýtingu fyrir augum. Samhliða eru valdastjórnmál farin að yfirskyggja samvinnu ríkja, eftir því sem stórveldin gera sig meira gildandi í norðurslóðamálefnum. Stórþjóðir hafa skilgreint norðurskautið sem hernaðarlega mikilvægt og hernaðarleg viðvera hefur færst þar í aukana. Að sama skapi hafa æ fleiri þjóðir séð ástæðu til þess að árétta fullveldi sitt og hagsmuni tengda nýtingu. Við svo búið verða Norðurlöndin að taka sér stöðu og gæta hagsmuna sinna og samningsstöðu gagnvart umheiminum. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að efla og bæta samstarf Norðurlanda í umhverfis- og öryggismálum á norðurslóðum. 5 ríkja samstarf eða Norðurskautsráð? Hið svokallaða 5 ríkja samstarf um norðurskautsmálefnin er eitt dæmi um það hvernig valdastjórnmál eru að verða ógn við ríkjasamvinnu í málefnum norðurslóða. Kanada, Banaríkin, Rússland, Danmörk og Noregur hafa myndað með sér samráðsvettvang, en undanskilið Íslendinga, Svía, Finna og frumbyggjasamtökin. Til hliðar við þennan vettvang starfar svo Norðurskautsráðið, en í því eru öll norðurslóðaríkin átta: Ísland, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk, Bandaríkin, Kanada og Rússland. Þar eiga frumbyggjasamtök norðurskautsins einnig sína fulltrúa og ýmsir fleiri. Meðal aðildar- og áheyrnaraðila Norðurskautsráðsins eru 10 af 11 stærstu hagkerfum heims, 6 af 15 stærstu olíuframleiðsluríkjum heims og 9 af 20 stærstu fiskveiðiþjóðum heims. Norðurskautsráðið er þess vegna vettvangurinn þar sem samráð þjóðanna á að eiga sér stað um málefni norðurslóða. Það er mikilvægt fyrir hagsmuni Norðurlanda að styrkja Norðurskautsráðið. Augljóst er að strandríkin, ekki síst Íslendingar og frumbyggjaþjóðirnar, eiga mikið undir því hvernig mál þróast á norðurslóðum. Hagsmunir Íslands eru nátengdir samgöngum til og frá landinu og auðlindanýtingu á borð við fiskveiðar. Ísland er til dæmis 17da stærsta fiskveiðiþjóð heims. Ísland á kröfu til land- og hafsvæða norðan heimskautsbaugs, enda er efnahagslögsaga okkar innan norðurskautsvæðisins og nær til Grænlandshafs við Norður-Íshaf. Rannsóknir og samstarf – ekki valdastjórnmál 5-ríkja samstarfið hefur verið okkur þyrnir í augum af tveim ástæðum. Sú fyrsta er augljós, við eigum þar enga aðkomu. Hin ástæðan er að það hefur aukið spennu og tortryggni í samskiptum landa. Framkoma Rússa í austanverðri Evrópu hefur ekki bætt úr þeirri skák, og undirstrikar einnig nauðsyn þess að Norðurlönd og Vesturlönd standi saman á öllum sviðum. Er nú svo komið að jafnvel Bandaríkjamenn hafa látið í ljósi áhyggjur af því að kannski sé 5-ríkja samráðsvettvangurinn full ráðríkur með tilliti til minni þjóðanna sem eiga mikið undir. Það er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að valdastjórnmálum sé vikið til hliðar í málefnum norðurslóða, þar sem svo geigvænlegar umhverfisbreytingar eru að eiga sér stað. Á móti þarf að efla milliríkjasamstarf um rannsóknir og vöktun á svæðinu svo ákvarðanir framtíðar byggist á vísindalegri þekkingu. Um þetta ættu Íslendingar að hafa forgöngu, því við eigum að vera leiðandi í málefnum norðurslóða á grundvelli fagmennsku, þekkingar og ábyrgrar umhverfisstefnu. Afkoma okkar og framtíð getur oltið á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Breytingarnar á norðurskautinu eru mun örari en nokkurn óraði fyrir að gæti orðið fyrir einungis fáum árum. Bráðnun heimskautaíssins og sú stóraukna skipaumferð sem af hefur hlotist um norðurpól, auðlindir sem stórþjóðir hafa augastað á undir hafsbotni og í jörðu – að ekki sé minnst á afdrif lífstofna í hafinu sem strandríkin byggja afkomu sína á – allt hefur þetta gert mönnum æ betur ljóst hve mikið er í húfi fyrir vistkerfi og efnahag Norðurslóðaríkja. Ágirnd á auðæfum Norðurslóða Æ fleiri ríki, stofnanir og samtök ásælast hlut í gæðum og möguleikum norðurslóða, ekki síst með auðlindanýtingu fyrir augum. Samhliða eru valdastjórnmál farin að yfirskyggja samvinnu ríkja, eftir því sem stórveldin gera sig meira gildandi í norðurslóðamálefnum. Stórþjóðir hafa skilgreint norðurskautið sem hernaðarlega mikilvægt og hernaðarleg viðvera hefur færst þar í aukana. Að sama skapi hafa æ fleiri þjóðir séð ástæðu til þess að árétta fullveldi sitt og hagsmuni tengda nýtingu. Við svo búið verða Norðurlöndin að taka sér stöðu og gæta hagsmuna sinna og samningsstöðu gagnvart umheiminum. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að efla og bæta samstarf Norðurlanda í umhverfis- og öryggismálum á norðurslóðum. 5 ríkja samstarf eða Norðurskautsráð? Hið svokallaða 5 ríkja samstarf um norðurskautsmálefnin er eitt dæmi um það hvernig valdastjórnmál eru að verða ógn við ríkjasamvinnu í málefnum norðurslóða. Kanada, Banaríkin, Rússland, Danmörk og Noregur hafa myndað með sér samráðsvettvang, en undanskilið Íslendinga, Svía, Finna og frumbyggjasamtökin. Til hliðar við þennan vettvang starfar svo Norðurskautsráðið, en í því eru öll norðurslóðaríkin átta: Ísland, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk, Bandaríkin, Kanada og Rússland. Þar eiga frumbyggjasamtök norðurskautsins einnig sína fulltrúa og ýmsir fleiri. Meðal aðildar- og áheyrnaraðila Norðurskautsráðsins eru 10 af 11 stærstu hagkerfum heims, 6 af 15 stærstu olíuframleiðsluríkjum heims og 9 af 20 stærstu fiskveiðiþjóðum heims. Norðurskautsráðið er þess vegna vettvangurinn þar sem samráð þjóðanna á að eiga sér stað um málefni norðurslóða. Það er mikilvægt fyrir hagsmuni Norðurlanda að styrkja Norðurskautsráðið. Augljóst er að strandríkin, ekki síst Íslendingar og frumbyggjaþjóðirnar, eiga mikið undir því hvernig mál þróast á norðurslóðum. Hagsmunir Íslands eru nátengdir samgöngum til og frá landinu og auðlindanýtingu á borð við fiskveiðar. Ísland er til dæmis 17da stærsta fiskveiðiþjóð heims. Ísland á kröfu til land- og hafsvæða norðan heimskautsbaugs, enda er efnahagslögsaga okkar innan norðurskautsvæðisins og nær til Grænlandshafs við Norður-Íshaf. Rannsóknir og samstarf – ekki valdastjórnmál 5-ríkja samstarfið hefur verið okkur þyrnir í augum af tveim ástæðum. Sú fyrsta er augljós, við eigum þar enga aðkomu. Hin ástæðan er að það hefur aukið spennu og tortryggni í samskiptum landa. Framkoma Rússa í austanverðri Evrópu hefur ekki bætt úr þeirri skák, og undirstrikar einnig nauðsyn þess að Norðurlönd og Vesturlönd standi saman á öllum sviðum. Er nú svo komið að jafnvel Bandaríkjamenn hafa látið í ljósi áhyggjur af því að kannski sé 5-ríkja samráðsvettvangurinn full ráðríkur með tilliti til minni þjóðanna sem eiga mikið undir. Það er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að valdastjórnmálum sé vikið til hliðar í málefnum norðurslóða, þar sem svo geigvænlegar umhverfisbreytingar eru að eiga sér stað. Á móti þarf að efla milliríkjasamstarf um rannsóknir og vöktun á svæðinu svo ákvarðanir framtíðar byggist á vísindalegri þekkingu. Um þetta ættu Íslendingar að hafa forgöngu, því við eigum að vera leiðandi í málefnum norðurslóða á grundvelli fagmennsku, þekkingar og ábyrgrar umhverfisstefnu. Afkoma okkar og framtíð getur oltið á því.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun