Lokum ekki landamærunum Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 20. júní 2015 10:52 Athyglisverð er sú skoðun sem birtist í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í vikunni að mikill meirihluti Íslendinga vilji að bankarnir verði seldir Íslendingum. Niðurstaðan er skýr – tæplega fjórir af hverjum fimm sem treysta sér til svars vilja heldur að bankarnir verði seldir innlendum kaupendum, en erlendum. Þessi afstaða kemur fram í kjölfar tíðinda af því að fjárfestar frá Kína og Mið-austurlöndum hafi undirritað viljayfirlýsingu um kaup á Glitni. Einnig liggur fyrir samkvæmt tillögum um afnám gjaldeyrishafta að náist nauðasamningar við kröfuhafa föllnu bankanna, Glitnis og Kaupþings, þá falli umtalsverður hluti kaupverðs nýju bankanna, Íslandsbanka og Arion, í skaut íslenska ríkisins. Í því samhengi væri augljóslega meiri styrkur af því að fá erlendan gjaldeyri í ríkiskassann en íslenskar krónur. Forvitnilegt væri að vita hvað býr að baki þessari skoðun fólks? Varla getur það verið ánægja með hvernig til tókst með síðustu einkavæðingu. Í máli Valgerðar Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra, sem í marsmánuði 2001 mælti fyrir um frumvarp til laga um heimild ríkisins til sölu á öllum eignarhlutum sínum í bönkunum, kom fram að: “sérstaklega skyldi hugað að fjárfestingu erlends fjármálafyrirtækis í bönkunum”. Seðlabankinn, undir stjórn flokksbróður Valgerðar, Finns Ingólfssonar meðal annarra, var sama sinnis en í umsögn bankans um frumvarpið sagði að Seðlabankinn teldi “æskilegt að erlendir bankar eignist hluti í íslenskum bönkum. Slík eignaraðild er líkleg til að styrkja innlenda banka og þar með stöðugleika bankakerfisins, efla viðskiptasambönd og færa íslenskum fjármálamarkaði mikilvæga sérþekkingu”. Óhætt er að segja að ekki hafi verið tekið tillit til þessara hollráða. Landsbankinn var seldur Samson félagi Björgólfsfeðga, og Búnaðarbankinn S-hópnum svokallaða, sem var skipaður mönnum nátengdum Framsóknarflokknum þar á meðal fyrrnefndum Finni. Búnaðarbankinn rann síðar inn í Kaupþing. Gengið var frá sölu á bönkunum báðum um og yfir áramótin 2002 til 2003. Þeir féllu svo með braki og brestum á haustdögum 2008. Saga einkarekinna banka í innlendum höndum spannar því ríflega fimm og hálft ár. Til samanburðar hefur uppgjör bankanna tekið tæplega sjö ár, og stendur enn yfir. Íslendingar hafa því talsvert meiri reynslu af slitameðferð innlendra einkarekinna banka en rekstri þeirra. Í þessu samhengi er niðurstaða könnunarinnar áhugaverð, en kemur þó ekki endilega á óvart. Allt frá hruni hefur umræðan um erlenda kröfuhafa bankanna verið í neikvæðara lagi, og þeir iðulega kenndir við hrægamma. Sömuleiðis hefur afstaða til Evrópusambandsins verið heldur neikvæð. Síðustu kannanir benda til að 60% svarenda taki það ekki í mál að ganga í sambandið – og það þrátt fyrir að augljóslega þurfi að finna framtíðarlausn í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Afstaðan til sölu bankanna er í takt við ofangreint. Vonandi byggist hún ekki á ótta við það sem að utan kemur. Hitt er hins vegar víst að í sögulegu samhengi ættu Íslendingar ekki að óttast erlent eignarhald á bönkunum. Heldur ætti fólk að leggjast á árarnar til að tryggja að ekki fari eins og um síðustu aldamót. Þar hræða sporin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Sjá meira
Athyglisverð er sú skoðun sem birtist í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í vikunni að mikill meirihluti Íslendinga vilji að bankarnir verði seldir Íslendingum. Niðurstaðan er skýr – tæplega fjórir af hverjum fimm sem treysta sér til svars vilja heldur að bankarnir verði seldir innlendum kaupendum, en erlendum. Þessi afstaða kemur fram í kjölfar tíðinda af því að fjárfestar frá Kína og Mið-austurlöndum hafi undirritað viljayfirlýsingu um kaup á Glitni. Einnig liggur fyrir samkvæmt tillögum um afnám gjaldeyrishafta að náist nauðasamningar við kröfuhafa föllnu bankanna, Glitnis og Kaupþings, þá falli umtalsverður hluti kaupverðs nýju bankanna, Íslandsbanka og Arion, í skaut íslenska ríkisins. Í því samhengi væri augljóslega meiri styrkur af því að fá erlendan gjaldeyri í ríkiskassann en íslenskar krónur. Forvitnilegt væri að vita hvað býr að baki þessari skoðun fólks? Varla getur það verið ánægja með hvernig til tókst með síðustu einkavæðingu. Í máli Valgerðar Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra, sem í marsmánuði 2001 mælti fyrir um frumvarp til laga um heimild ríkisins til sölu á öllum eignarhlutum sínum í bönkunum, kom fram að: “sérstaklega skyldi hugað að fjárfestingu erlends fjármálafyrirtækis í bönkunum”. Seðlabankinn, undir stjórn flokksbróður Valgerðar, Finns Ingólfssonar meðal annarra, var sama sinnis en í umsögn bankans um frumvarpið sagði að Seðlabankinn teldi “æskilegt að erlendir bankar eignist hluti í íslenskum bönkum. Slík eignaraðild er líkleg til að styrkja innlenda banka og þar með stöðugleika bankakerfisins, efla viðskiptasambönd og færa íslenskum fjármálamarkaði mikilvæga sérþekkingu”. Óhætt er að segja að ekki hafi verið tekið tillit til þessara hollráða. Landsbankinn var seldur Samson félagi Björgólfsfeðga, og Búnaðarbankinn S-hópnum svokallaða, sem var skipaður mönnum nátengdum Framsóknarflokknum þar á meðal fyrrnefndum Finni. Búnaðarbankinn rann síðar inn í Kaupþing. Gengið var frá sölu á bönkunum báðum um og yfir áramótin 2002 til 2003. Þeir féllu svo með braki og brestum á haustdögum 2008. Saga einkarekinna banka í innlendum höndum spannar því ríflega fimm og hálft ár. Til samanburðar hefur uppgjör bankanna tekið tæplega sjö ár, og stendur enn yfir. Íslendingar hafa því talsvert meiri reynslu af slitameðferð innlendra einkarekinna banka en rekstri þeirra. Í þessu samhengi er niðurstaða könnunarinnar áhugaverð, en kemur þó ekki endilega á óvart. Allt frá hruni hefur umræðan um erlenda kröfuhafa bankanna verið í neikvæðara lagi, og þeir iðulega kenndir við hrægamma. Sömuleiðis hefur afstaða til Evrópusambandsins verið heldur neikvæð. Síðustu kannanir benda til að 60% svarenda taki það ekki í mál að ganga í sambandið – og það þrátt fyrir að augljóslega þurfi að finna framtíðarlausn í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Afstaðan til sölu bankanna er í takt við ofangreint. Vonandi byggist hún ekki á ótta við það sem að utan kemur. Hitt er hins vegar víst að í sögulegu samhengi ættu Íslendingar ekki að óttast erlent eignarhald á bönkunum. Heldur ætti fólk að leggjast á árarnar til að tryggja að ekki fari eins og um síðustu aldamót. Þar hræða sporin.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun