Samtal við eigendur RÚV Magnús Geir Þórðarson skrifar 27. október 2015 07:00 Stjórnendur og starfsfólk RÚV er nýkomið úr hringferð um landið, þar sem við héldum afar vel sótta fundi í Borgarnesi, Reykjavík, á Egilsstöðum, Ísafirði, Selfossi og Akureyri. Ferðin var farin vegna áherslu okkar á að opna samtalið við almenning um starfsemi RÚV og hlutverk, enda trúum við því að það sé besta leiðin til að bæta þjónustuna. Á fundunum sem haldnir voru gafst þjóðinni tækifæri til að spyrja út í einstaka þætti í starfseminni, koma með hugmyndir og ábendingar. Á öllum fundum skynjuðum við sterkt hversu vænt fólki þykir um sitt Ríkisútvarp og hversu þýðingarmikil þjónustan er. Fundarmenn komu með ábendingar, kvartanir og hrós – allt í þeim tilgangi að gera Ríkisútvarp morgundagsins betra en útvarp dagsins í dag. Við fundum fyrir miklum stuðningi við að verið sé á ný að efla starfsemi RÚV á landsbyggðinni eftir samdrátt á undanförnum árum. Þá lýstu fjölmargir yfir ánægju með aukið framboð af innlendu gæðaefni á kostnað erlendrar afþreyingar. Margir fögnuðu því að búið væri að efla menningardagskrá RÚV og upplýstum við um áform um enn stærri skref í þá átt á næstunni, ekki síst á sviði íslensks leikins efnis. Stóraukin þjónusta við börn, Krakka-RÚV, fékk einnig mikið hrós. Ýmsir dagskrárliðir voru ræddir, þeir gagnrýndir eða þeim hrósað. Sitt sýndist hverjum, eins og vera ber.Bætt dreifikerfi Á hringferðinni varð fundargestum tíðrætt um dreifikerfið enda segir í lögum að RÚV skuli dreifa efni til allra landsmanna óháð búsetu. Margar ábendingar komu fram um hvar dreifikerfið má vera betra og bent á að göt væru í dreifingu útvarps. Dreifikerfi RÚV er viðamikið og hefur því miður ekki verið haldið nægjanlega vel við síðustu ár, sem stafar fyrst og fremst af þröngum fjárhag. Ábendingarnar staðfestu að mikilvægt sé að fylla upp í eyður í dreifikerfinu til að Ríkisútvarpið standi sannarlega undir nafni sem útvarp allra landsmanna en slíkar úrbætur eru þó háðar því að fjárhagslegt svigrúm sé til staðar. Samantekt með ábendingunum sem fram komu á fundunum er nú að finna á upplýsingasíðunni RÚV okkar allra á rúv.is. Þar er einnig hægt að senda inn fleiri tillögur og hugmyndir.xxxvísir/ernirHver á vera framtíð RÚV? Eins og allir fjölmiðlar í heiminum lifir Ríkisútvarpið í heimi sem breytist hratt. Þetta felur bæði í sér miklar áskoranir og tækifæri. Hlutverk RÚV í nýju og breyttu umhverfi verður áfram mikilvægt þó að starfsemin taki mið af nýjum tímum. Ríkisútvarpið þarf að þróast með þörfum eigenda sinna, íslensks almennings. Af þessu leiðir að framtíð RÚV á fyrst og fremst að hvíla á gæðum verka okkar og hvernig þau snerta fólk. Tilvist RÚV byggist á innihaldinu, sögunum sem við segjum, um okkar samtíma og okkur sem þjóð. Skapa þarf RÚV stöðugan rekstrargrundvöll til framtíðar og það þarf að vera hafið yfir stundarkarp stjórnmálanna frá degi til dags. Í grunninn stendur RÚV fyrir að veita þjóðinni hágæða innlenda dagskrá og öfluga og sjálfstæða fréttaþjónustu. Fjölmiðill í eigu þjóðarinnar þarf að skipta máli og koma að gagni. Þannig höldum við í það traust og trúverðugleika sem hann hefur notið áratugum saman. Samkvæmt mælingum horfa og hlusta daglega 70% þjóðarinnar á rásir RÚV og tæplega 90% í viku hverri, auk þess sem viðhorfskannanir staðfesta ítrekað ánægju þjóðarinnar með Ríkisútvarpið og að RÚV nýtur yfirburðatrausts meðal fjölmiðla.Viðsnúningur í rekstri RÚV Á nýafstöðnum fundum okkar úti um land var mikið spurt út í þröngar fjárhagslegar skorður sem Ríkisútvarpið hefur búið við á liðnum árum og uppsafnaða yfirskuldsetningu félagsins sem að stórum hluta er tilkomin vegna gamalla lífeyrissjóðsskuldbindinga. Fundarmenn voru ánægðir að heyra af jákvæðum viðsnúningi í rekstri sem sýnir að búið sé að ná tökum á rekstri RÚV. Sala byggingarréttar á lóð og útleiga á stórum hluta Útvarpshússins hefur gert RÚV kleift að greiða niður hluta af þessum íþyngjandi skuldum og þannig verja og efla dagskrá RÚV. Fjölmargir fundarmenn lýstu því yfir að Alþingi yrði að skapa sterkan fjárhagslegan grunn fyrir áframhaldandi öflugt Ríkisútvarp. Tekjur RÚV eru mun lægri en tekjur ríkisútvarpsstöðva hjá öllum nágrannaþjóðum okkar og sú fjárhæð sem hver Íslendingur greiðir með RÚV er lægri en nágrannar okkar borga með sínu ríkisútvarpi, þrátt fyrir að það séu margfalt fjölmennari þjóðir. Í væntanlegum þjónustusamningi RÚV og stjórnvalda til næstu fjögurra ára er mikilvægt að stjórnvöld tryggi samræmi milli þjónustunnar sem Ríkisútvarpið á að veita og teknanna sem ætlaðar eru til að standa undir þjónustunni. Vonandi verður sú vinna unnin af fagmennsku og metnaði, eftir sveiflur og stefnuleysi í fjölda ára við lagasetningu og gerð þjónustusamninga við RÚV. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum þátttakendum á fundunum fyrir þeirra mikilvæga innlegg. RÚV tilheyrir okkur öllum og ég trúi því að ef við höldum áfram að leggja við hlustir þegar þið, eigendurnir, komið með ábendingar séu bjartir tímar fram undan fyrir Ríkisútvarp okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórnendur og starfsfólk RÚV er nýkomið úr hringferð um landið, þar sem við héldum afar vel sótta fundi í Borgarnesi, Reykjavík, á Egilsstöðum, Ísafirði, Selfossi og Akureyri. Ferðin var farin vegna áherslu okkar á að opna samtalið við almenning um starfsemi RÚV og hlutverk, enda trúum við því að það sé besta leiðin til að bæta þjónustuna. Á fundunum sem haldnir voru gafst þjóðinni tækifæri til að spyrja út í einstaka þætti í starfseminni, koma með hugmyndir og ábendingar. Á öllum fundum skynjuðum við sterkt hversu vænt fólki þykir um sitt Ríkisútvarp og hversu þýðingarmikil þjónustan er. Fundarmenn komu með ábendingar, kvartanir og hrós – allt í þeim tilgangi að gera Ríkisútvarp morgundagsins betra en útvarp dagsins í dag. Við fundum fyrir miklum stuðningi við að verið sé á ný að efla starfsemi RÚV á landsbyggðinni eftir samdrátt á undanförnum árum. Þá lýstu fjölmargir yfir ánægju með aukið framboð af innlendu gæðaefni á kostnað erlendrar afþreyingar. Margir fögnuðu því að búið væri að efla menningardagskrá RÚV og upplýstum við um áform um enn stærri skref í þá átt á næstunni, ekki síst á sviði íslensks leikins efnis. Stóraukin þjónusta við börn, Krakka-RÚV, fékk einnig mikið hrós. Ýmsir dagskrárliðir voru ræddir, þeir gagnrýndir eða þeim hrósað. Sitt sýndist hverjum, eins og vera ber.Bætt dreifikerfi Á hringferðinni varð fundargestum tíðrætt um dreifikerfið enda segir í lögum að RÚV skuli dreifa efni til allra landsmanna óháð búsetu. Margar ábendingar komu fram um hvar dreifikerfið má vera betra og bent á að göt væru í dreifingu útvarps. Dreifikerfi RÚV er viðamikið og hefur því miður ekki verið haldið nægjanlega vel við síðustu ár, sem stafar fyrst og fremst af þröngum fjárhag. Ábendingarnar staðfestu að mikilvægt sé að fylla upp í eyður í dreifikerfinu til að Ríkisútvarpið standi sannarlega undir nafni sem útvarp allra landsmanna en slíkar úrbætur eru þó háðar því að fjárhagslegt svigrúm sé til staðar. Samantekt með ábendingunum sem fram komu á fundunum er nú að finna á upplýsingasíðunni RÚV okkar allra á rúv.is. Þar er einnig hægt að senda inn fleiri tillögur og hugmyndir.xxxvísir/ernirHver á vera framtíð RÚV? Eins og allir fjölmiðlar í heiminum lifir Ríkisútvarpið í heimi sem breytist hratt. Þetta felur bæði í sér miklar áskoranir og tækifæri. Hlutverk RÚV í nýju og breyttu umhverfi verður áfram mikilvægt þó að starfsemin taki mið af nýjum tímum. Ríkisútvarpið þarf að þróast með þörfum eigenda sinna, íslensks almennings. Af þessu leiðir að framtíð RÚV á fyrst og fremst að hvíla á gæðum verka okkar og hvernig þau snerta fólk. Tilvist RÚV byggist á innihaldinu, sögunum sem við segjum, um okkar samtíma og okkur sem þjóð. Skapa þarf RÚV stöðugan rekstrargrundvöll til framtíðar og það þarf að vera hafið yfir stundarkarp stjórnmálanna frá degi til dags. Í grunninn stendur RÚV fyrir að veita þjóðinni hágæða innlenda dagskrá og öfluga og sjálfstæða fréttaþjónustu. Fjölmiðill í eigu þjóðarinnar þarf að skipta máli og koma að gagni. Þannig höldum við í það traust og trúverðugleika sem hann hefur notið áratugum saman. Samkvæmt mælingum horfa og hlusta daglega 70% þjóðarinnar á rásir RÚV og tæplega 90% í viku hverri, auk þess sem viðhorfskannanir staðfesta ítrekað ánægju þjóðarinnar með Ríkisútvarpið og að RÚV nýtur yfirburðatrausts meðal fjölmiðla.Viðsnúningur í rekstri RÚV Á nýafstöðnum fundum okkar úti um land var mikið spurt út í þröngar fjárhagslegar skorður sem Ríkisútvarpið hefur búið við á liðnum árum og uppsafnaða yfirskuldsetningu félagsins sem að stórum hluta er tilkomin vegna gamalla lífeyrissjóðsskuldbindinga. Fundarmenn voru ánægðir að heyra af jákvæðum viðsnúningi í rekstri sem sýnir að búið sé að ná tökum á rekstri RÚV. Sala byggingarréttar á lóð og útleiga á stórum hluta Útvarpshússins hefur gert RÚV kleift að greiða niður hluta af þessum íþyngjandi skuldum og þannig verja og efla dagskrá RÚV. Fjölmargir fundarmenn lýstu því yfir að Alþingi yrði að skapa sterkan fjárhagslegan grunn fyrir áframhaldandi öflugt Ríkisútvarp. Tekjur RÚV eru mun lægri en tekjur ríkisútvarpsstöðva hjá öllum nágrannaþjóðum okkar og sú fjárhæð sem hver Íslendingur greiðir með RÚV er lægri en nágrannar okkar borga með sínu ríkisútvarpi, þrátt fyrir að það séu margfalt fjölmennari þjóðir. Í væntanlegum þjónustusamningi RÚV og stjórnvalda til næstu fjögurra ára er mikilvægt að stjórnvöld tryggi samræmi milli þjónustunnar sem Ríkisútvarpið á að veita og teknanna sem ætlaðar eru til að standa undir þjónustunni. Vonandi verður sú vinna unnin af fagmennsku og metnaði, eftir sveiflur og stefnuleysi í fjölda ára við lagasetningu og gerð þjónustusamninga við RÚV. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum þátttakendum á fundunum fyrir þeirra mikilvæga innlegg. RÚV tilheyrir okkur öllum og ég trúi því að ef við höldum áfram að leggja við hlustir þegar þið, eigendurnir, komið með ábendingar séu bjartir tímar fram undan fyrir Ríkisútvarp okkar allra.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun