Um Ævar Jóhannesson Guðríður Arnardóttir skrifar 16. apríl 2015 07:00 Sif Sigmarsdóttir fjallaði í grein sinni fyrir stuttu um óhefðbundnar lækningar og líkir þeim sem þær stunda við níðinga. Óhefðbundnar lækningar ná yfir vítt svið og alls kyns kukl eins og ætluðum breytingum á erfðaefni og kosmískri orkutilfærslu yfir í náttúrulækningar. Sjálfsagt sjá einhverjir gróðavon í fárveiku fólki sem grípur hvert hálmstrá sem býðst en vonandi eru flestir vel meinandi sem raunverulega trúa á lækningamátt náttúrunnar. Með grein sinni vegur Sif að æru Ævars Jóhannessonar sem er fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir lúpínuseyði sitt sem hann bruggaði til fjölda ára. Ég var svo lánsöm að fá að fylgjast með Ævari í starfi þegar ég vann um tíma hjá Raunvísindastofnun Háskólans. Þar var Ævar í jarðfræðihúsinu með aðsetur. Hann var einstakur. Hann var ráðagóður og skemmtilegur, góðmenni og mannvinur. Hann gat lagað allt, ef tækið var ekki til þá smíðaði hann það – gömul og úrelt tæki lifðu áfram vegna þess að Ævar gat á einhvern óskiljanlegan máta blásið í þau lífi í hvert sinn sem eitthvað bilaði. Og samhliða öllu þessu fylgdi hann hugsjón sinni og sauð lúpínuseyði alla daga til að anna mikilli eftirspurn. Þá man ég einmitt eftir því að margir töldu lúpínuseyðið draga úr aukaverkunum vegna krabbameinsmeðferða og mögulega reynast gagnlegt í baráttunni við krabbamein. Og þó ekki væri nema vonin ein og trúin á lækningarmátt lúpínuseyðisins færði Ævar fjölda Íslendinga seyðið sitt og tók ekki krónu fyrir. Engan veit ég hafa fylgt köllun sinni af þvílíkri sannfæringu og Ævar. Og hvers vegna ætti lúpínuseyði ekki að hafa jákvæð áhrif á meðferð krabbameinssjúkra? Eitt algengasta lyfið við meðferð brjóstakrabbameina er unnið úr trjáberki og uppgötvaðist einmitt vegna þess að innfæddir í Suður-Ameríku brugguðu úr berkinum seyði. Við hátíðlega athöfn árið 2010 heiðraði Kópavogsbær Ævar Jóhannesson fyrir ævistarf sitt. Undirrituð var þá formaður bæjarráðs og féll það í minn hlut að sýna Ævari þá virðingu og þann sóma sem í viðurkenningunni fólst. Í umsögn með viðurkenningu Kópavogsbæjar sagði meðal annars: „Með óeigingjörnu starfi sínu hefur Ævar auðgað samfélagið og gefið fjölmörgum einstaklingum styrk og kraft. Hann hefur nýtt náttúru Íslands á sjálfbæran hátt. Hann er frumkvöðull, mikill hugvitsmaður og mannvinur. Störf hans eru aðdáunarverð og hann er fyrirmynd í íslensku samfélagi.“ Að einhverjum skuli detta það í hug að kalla þennan öðling níðing er mér með öllu óskiljanlegt og algjörlega óafsakanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Sif Sigmarsdóttir fjallaði í grein sinni fyrir stuttu um óhefðbundnar lækningar og líkir þeim sem þær stunda við níðinga. Óhefðbundnar lækningar ná yfir vítt svið og alls kyns kukl eins og ætluðum breytingum á erfðaefni og kosmískri orkutilfærslu yfir í náttúrulækningar. Sjálfsagt sjá einhverjir gróðavon í fárveiku fólki sem grípur hvert hálmstrá sem býðst en vonandi eru flestir vel meinandi sem raunverulega trúa á lækningamátt náttúrunnar. Með grein sinni vegur Sif að æru Ævars Jóhannessonar sem er fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir lúpínuseyði sitt sem hann bruggaði til fjölda ára. Ég var svo lánsöm að fá að fylgjast með Ævari í starfi þegar ég vann um tíma hjá Raunvísindastofnun Háskólans. Þar var Ævar í jarðfræðihúsinu með aðsetur. Hann var einstakur. Hann var ráðagóður og skemmtilegur, góðmenni og mannvinur. Hann gat lagað allt, ef tækið var ekki til þá smíðaði hann það – gömul og úrelt tæki lifðu áfram vegna þess að Ævar gat á einhvern óskiljanlegan máta blásið í þau lífi í hvert sinn sem eitthvað bilaði. Og samhliða öllu þessu fylgdi hann hugsjón sinni og sauð lúpínuseyði alla daga til að anna mikilli eftirspurn. Þá man ég einmitt eftir því að margir töldu lúpínuseyðið draga úr aukaverkunum vegna krabbameinsmeðferða og mögulega reynast gagnlegt í baráttunni við krabbamein. Og þó ekki væri nema vonin ein og trúin á lækningarmátt lúpínuseyðisins færði Ævar fjölda Íslendinga seyðið sitt og tók ekki krónu fyrir. Engan veit ég hafa fylgt köllun sinni af þvílíkri sannfæringu og Ævar. Og hvers vegna ætti lúpínuseyði ekki að hafa jákvæð áhrif á meðferð krabbameinssjúkra? Eitt algengasta lyfið við meðferð brjóstakrabbameina er unnið úr trjáberki og uppgötvaðist einmitt vegna þess að innfæddir í Suður-Ameríku brugguðu úr berkinum seyði. Við hátíðlega athöfn árið 2010 heiðraði Kópavogsbær Ævar Jóhannesson fyrir ævistarf sitt. Undirrituð var þá formaður bæjarráðs og féll það í minn hlut að sýna Ævari þá virðingu og þann sóma sem í viðurkenningunni fólst. Í umsögn með viðurkenningu Kópavogsbæjar sagði meðal annars: „Með óeigingjörnu starfi sínu hefur Ævar auðgað samfélagið og gefið fjölmörgum einstaklingum styrk og kraft. Hann hefur nýtt náttúru Íslands á sjálfbæran hátt. Hann er frumkvöðull, mikill hugvitsmaður og mannvinur. Störf hans eru aðdáunarverð og hann er fyrirmynd í íslensku samfélagi.“ Að einhverjum skuli detta það í hug að kalla þennan öðling níðing er mér með öllu óskiljanlegt og algjörlega óafsakanlegt.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar