Tæplega áttrætt Matador fannst á vergangi í Neskaupstað Guðrún Ansnes skrifar 16. apríl 2015 08:57 Spilið er augljóslega hokið af reynslu enda komið á áttræðisaldur. Kassinn er þó fjarri góðu gamni, en hann hefði aukið verðmætið til muna segja matsmenn. Inn á borð Steinsins, nytjamarkaðar í Neskaupstað, rataði nýlega sannkallaður dýrgripur, hið sívinsæla Matador. Það sem gerir spilið merkilegt er að hér er um að ræða fyrstu útgáfu spilsins á íslensku frá árinu 1939 og því sjaldséður hvítur hrafn á ferðinni. „Við fundum það í bókakassa sem skilinn var eftir fyrir utan húsið hjá okkur,“ segir María Lind Kristjánsdóttir, ein þeirra sem sjá um markaðinn. Hún segir mikla lukku að sjálf hafi hún ekki tekið upp úr þeim kassa því þá hefði það að öllum líkindum endað í ruslinu. „Hún Elín hefur svo mikið auga fyrir svona dýrgripum og það var hún sem kom auga á spilið, sem var í nokkrum hlutum inni á milli bóka og annarra hluta,“ segir María. Hún tók spilið að sér og lét meta hverslags væri. „Þá kemur upp úr krafsinu að hér er fyrsta útgáfa Matador á íslensku og því antíkbragur á þessu öllu,“ útskýrir hún og bætir við að samkvæmt matinu væri hægt að selja það á hátt í fjörutíu þúsund krónur. „Ef kassinn hefði verið utan um hefði spilið verið umtalsvert verðmætara, segja þeir,“ bætir hún við. María segir að spilinu verði komið vel fyrir á nytjamarkaðnum góða, og stefnan sé að koma upp sérstökum skáp fyrir svona dýrgripi. Aðspurð um hvort hægt verði að kaupa spilið segir hún það ekki falt og bætir við glaðlega: „Eða svona, ef það kæmi nógu gott boð í það, þá er aldrei að vita hvort við myndum selja það.“María Lind Kristjándsóttir er ein þeirra sem stendur vaktina á nytjamarkaðnum.rightDugleg að styrkjaNytjamarkaðurinn í Neskaupstað hefur verið starfræktur síðan árið 2002. „Við fáum til okkar gamalt dót úr öllum mögulegum áttum, mikið til frá heimafólki og úr fjörðunum í kring,“ segir hún. María segir nytjamarkaðinn býsna vinsælan meðal Austfirðinga og hlutina sjaldnast staldra lengi við. „Við náum stundum ekki einu sinni að taka upp úr kössunum og iðulega bíður fólk við dyrnar áður en við opnum á laugardögum,“ skýtur hún að. María segir afar gleðilegt hve nytjamarkaðurinn hefur fallið vel í kramið meðal Norðfirðinga og allra nágranna, en markaðurinn leggur sig fram við að gefa ágóðann til góðgerðarmála og nefnir hún styrki til langveikra barna og foreldra þeirra, Mæðrastyrksnefndar og Rauða krossins auk annarra. Allt starf sem viðkemur markaðnum er unnið af sjálfboðaliðum. Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira
Inn á borð Steinsins, nytjamarkaðar í Neskaupstað, rataði nýlega sannkallaður dýrgripur, hið sívinsæla Matador. Það sem gerir spilið merkilegt er að hér er um að ræða fyrstu útgáfu spilsins á íslensku frá árinu 1939 og því sjaldséður hvítur hrafn á ferðinni. „Við fundum það í bókakassa sem skilinn var eftir fyrir utan húsið hjá okkur,“ segir María Lind Kristjánsdóttir, ein þeirra sem sjá um markaðinn. Hún segir mikla lukku að sjálf hafi hún ekki tekið upp úr þeim kassa því þá hefði það að öllum líkindum endað í ruslinu. „Hún Elín hefur svo mikið auga fyrir svona dýrgripum og það var hún sem kom auga á spilið, sem var í nokkrum hlutum inni á milli bóka og annarra hluta,“ segir María. Hún tók spilið að sér og lét meta hverslags væri. „Þá kemur upp úr krafsinu að hér er fyrsta útgáfa Matador á íslensku og því antíkbragur á þessu öllu,“ útskýrir hún og bætir við að samkvæmt matinu væri hægt að selja það á hátt í fjörutíu þúsund krónur. „Ef kassinn hefði verið utan um hefði spilið verið umtalsvert verðmætara, segja þeir,“ bætir hún við. María segir að spilinu verði komið vel fyrir á nytjamarkaðnum góða, og stefnan sé að koma upp sérstökum skáp fyrir svona dýrgripi. Aðspurð um hvort hægt verði að kaupa spilið segir hún það ekki falt og bætir við glaðlega: „Eða svona, ef það kæmi nógu gott boð í það, þá er aldrei að vita hvort við myndum selja það.“María Lind Kristjándsóttir er ein þeirra sem stendur vaktina á nytjamarkaðnum.rightDugleg að styrkjaNytjamarkaðurinn í Neskaupstað hefur verið starfræktur síðan árið 2002. „Við fáum til okkar gamalt dót úr öllum mögulegum áttum, mikið til frá heimafólki og úr fjörðunum í kring,“ segir hún. María segir nytjamarkaðinn býsna vinsælan meðal Austfirðinga og hlutina sjaldnast staldra lengi við. „Við náum stundum ekki einu sinni að taka upp úr kössunum og iðulega bíður fólk við dyrnar áður en við opnum á laugardögum,“ skýtur hún að. María segir afar gleðilegt hve nytjamarkaðurinn hefur fallið vel í kramið meðal Norðfirðinga og allra nágranna, en markaðurinn leggur sig fram við að gefa ágóðann til góðgerðarmála og nefnir hún styrki til langveikra barna og foreldra þeirra, Mæðrastyrksnefndar og Rauða krossins auk annarra. Allt starf sem viðkemur markaðnum er unnið af sjálfboðaliðum.
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira