Bílaframleiðendur hópast til Mexikó Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2015 10:10 Framleiðsla Toyota Corolla mun færast frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Sífellt fleiri bílaframleiðendur reisa nú verksmiðjur í Mexíkó, þar sem ódýrara er að framleiða bíla en í núverandi verksmiðjum þeirra. Toyota tók nýlega ákvörðun um að reisa þar verksmiðju sem framleitt getur 200.000 bíla ári og kostar 140 milljarða króna að setja upp. Auk þess ætlar Toyota að stækka aðra verksmiðju sem fyrirtækið á í Mexíó sem eykur framleiðslugetuna um 100.000 bíla og kostar sú stækkun 70 milljarða króna. Þetta gerir Toyota kleift að framleiða 10,2 bíla á ári. Framleiðslukostnaður þeirra bíla sem framleiddir verða í þessum verksmiðjum mun lækka um 20% og tryggir það aukna framlegð af sölu þeirra. Flestir af þeim bílum sem framleiddir eru í Mexíkó eru ætlaðir til sölu í Bandaríkjunum, en einnig í Kanada og S-Ameríku. Framleiðsla ódýrari bíla Toyota mun flytjast í þessar nýju verksmiðjur en framleiðsla dýrari bíla Toyota verður í meira mæli flutt í núverandi verksmiðjur Toyota í Bandaríkjunum og Kanada. Á síðustu tveimur árum hafa Honda, Nissan og Mazda opnað verksmiðjur í Mexíkó og Ford mun brátt tilkynna um nýja 350 milljarða króna verksmiðju í Mexikó. Hyundai er einnig að íhuga að reisa þar nýja verksmiðju. Kia ætlar að opna nýja verksmiðju þar á næsta ári sem kosta mun 140 milljara króna og Volkswagen ætlar að eyða sambærilegu fé til stækkunar á verksmiðju sinni þar. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Sífellt fleiri bílaframleiðendur reisa nú verksmiðjur í Mexíkó, þar sem ódýrara er að framleiða bíla en í núverandi verksmiðjum þeirra. Toyota tók nýlega ákvörðun um að reisa þar verksmiðju sem framleitt getur 200.000 bíla ári og kostar 140 milljarða króna að setja upp. Auk þess ætlar Toyota að stækka aðra verksmiðju sem fyrirtækið á í Mexíó sem eykur framleiðslugetuna um 100.000 bíla og kostar sú stækkun 70 milljarða króna. Þetta gerir Toyota kleift að framleiða 10,2 bíla á ári. Framleiðslukostnaður þeirra bíla sem framleiddir verða í þessum verksmiðjum mun lækka um 20% og tryggir það aukna framlegð af sölu þeirra. Flestir af þeim bílum sem framleiddir eru í Mexíkó eru ætlaðir til sölu í Bandaríkjunum, en einnig í Kanada og S-Ameríku. Framleiðsla ódýrari bíla Toyota mun flytjast í þessar nýju verksmiðjur en framleiðsla dýrari bíla Toyota verður í meira mæli flutt í núverandi verksmiðjur Toyota í Bandaríkjunum og Kanada. Á síðustu tveimur árum hafa Honda, Nissan og Mazda opnað verksmiðjur í Mexíkó og Ford mun brátt tilkynna um nýja 350 milljarða króna verksmiðju í Mexikó. Hyundai er einnig að íhuga að reisa þar nýja verksmiðju. Kia ætlar að opna nýja verksmiðju þar á næsta ári sem kosta mun 140 milljara króna og Volkswagen ætlar að eyða sambærilegu fé til stækkunar á verksmiðju sinni þar.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent