Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 25-24 | Arnór hetja ÍR Henry Birgir Gunnarsson í Austurbergi skrifar 18. apríl 2015 00:01 Arnór Freyr Stefánsson. vísir/valli ÍR jafnaði einvígið gegn Aftureldingu í dag með eins marks sigri í skrautlegum leik. Fyrri hálfleikur var eign heimamanna frá a til ö. Þeir mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks. Spiluðu góða framliggjandi vörn þar sem vinnslan var til mikillar fyrirmyndar. Afturelding komst varla í opið skot. Þegar það gerðist þá varði Svavar Már oftar en ekki í markinu en hann var með 59 prósent markvörslu í hálfleiknum. Markvarslan hjá Aftureldinga var aftur á móti ekki nema fjögur skot eða 25 prósent. ÍR keyrði líka upp hraðann í leiknum. Gerði hraða árás við hvert tækifæri og með hverri mínútu jókst munurinn á liðunum. Þegar blásið var til leikhlés var munurinn orðinn átta mörk, 15-7, og útlitið ekki bjart fyrir gestina. Það var ekkert sem benti til annars um miðbik seinni hálfleiks en að ÍR væri að fara að valta yfir gestina. Þá náði liðið tíu marka forskoti, 22-12. Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, fékk svo að líta rauða spjaldið fyrir fólskulegt brot. Mosfellingar efldust aftur á móti við mótlætið. Þjöppuðu sér saman og Davíð datt loksins í gírinn. Upphófst einhver mesta endurkoma sem maður hefur séð lengi. Afturelding fékk tækifæri til þess að jafna leikinn en Arnór Freyr Stefánsson varði skot Arnar Inga Bjarkasonar á lokasekúndunni og sá til þess að staðan í einvígi liðanna er jöfn. Virkilega sterkur sigur hjá ÍR en síðustu 15 mínútur leiksins hjá þeim er áhyggjuefni. Þá fór liðið algjörlega á taugum. Sóknarleikurinn hrundi, menn urðu hræddir og hættu að sækja. Ef Arnór hefði ekki bjargað þeim í lokin þá hefði Afturelding unnið þennan leik í framlengingu. Það var allt í tjóni hjá ÍR en þeir sluppu með skrekkinn. Markvarslan hjá þeim reið baggamuninn í þessum leik sem og frábær varnarleikur framan af. Afturelding mætti ekki til leiks fyrr en korter var eftir. Samt tókst liðinu næstum að krækja í framlengingu. Það segir sitt um styrkleika liðsins. Markvarslan vonbrigði hjá þeim en ungu mennirnir Birkir og Elvar leiddu endurkomuna sem náðist ekki að fullkomna. Þessi rimma stendur vel undir væntingum og kæmi engum á óvart ef við fengjum oddaleik.Arnór: Aldrei verið hetjan áður Arnór Freyr Stefánsson, markvörður ÍR, var að vonum brosmildur eftir að hafa bjargað sínu liði i dag. "Það var virkilega gott að verja lokaskotið. Ég held ég hafi aldrei lent í því áður að verja skot á lokasekúndunni. Tilfinningin er virkilega góð," sagði Arnór Freyr og brosti hringinn. "Varnarleikur Aftureldingar í lokin var frábær og þeir komu á okkur af fullu afli. Við unnum og það er það eina sem skiptir máli. Skiptir ekki máli hvernig eða með hve mörgum mörkum. Staðan í einvígi er 1-1. Það eru einu tölurnar sem skipta máli." Markvörðurinn átti fá svör við því hvað hefði gerst í leik hans liðs á síðustu mínútunum. "Ég veit ekki hvað gerist. Þeir hitta vissulega vel á markið og stela af okkur boltanum. Ég veit ekki hvað gerðist. Ég stend bara í búrinu. Það er mitt hlutverk."Einar Andri: Drullusvekkjandi að fá ekki framlengingu "Eins og fyrri hálfleikurinn var ömurlegur þá var seinni hálfleikurinn hjá okkur jafn frábær," sagði svekktur þjálfari Aftureldingar, Einar Andri Einarsson. "Ég verð að hrósa kjúklingunum, í orðsins fyllstu merkingu, fyrir að spila sóknarleikinn svona vel. Þeir spiluðu eins og kóngar og það var drullusvekkjandi að komast ekki í framlengingu." Einar Andri lét dómarana heyra það í leikslok en hann var ósáttur við að Arnar Birkir skildi ekki fá rautt spjald fyrir gróft brot einum fjórum sekúndum fyrir leikslok. "Dómgæslan var samt ekki vandamálið í dag. Það vorum við sjálfir," segir þjálfarinn en hvernig útskýrir hann þennan hörmulega fyrri hálfleik hjá hans liði? "Það er erfitt að útskýra hann. Það eru oft miklar sveiflur í úrslitakeppninni. Ég ætla ekki að afsaka okkur á því að við séum með ungt lið eða eitthvað svoleiðis. Við vorum búnir að vinna þrjá leiki í röð og menn héldu kannski að þeir væru betri en þeir eru og við fengum á baukinn fyrir vikið. Við verðum samt að fara yfir þetta því þessi fyrri hálfleikur er það lélegasta sem við höfum sýnt í vetur." Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira
ÍR jafnaði einvígið gegn Aftureldingu í dag með eins marks sigri í skrautlegum leik. Fyrri hálfleikur var eign heimamanna frá a til ö. Þeir mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks. Spiluðu góða framliggjandi vörn þar sem vinnslan var til mikillar fyrirmyndar. Afturelding komst varla í opið skot. Þegar það gerðist þá varði Svavar Már oftar en ekki í markinu en hann var með 59 prósent markvörslu í hálfleiknum. Markvarslan hjá Aftureldinga var aftur á móti ekki nema fjögur skot eða 25 prósent. ÍR keyrði líka upp hraðann í leiknum. Gerði hraða árás við hvert tækifæri og með hverri mínútu jókst munurinn á liðunum. Þegar blásið var til leikhlés var munurinn orðinn átta mörk, 15-7, og útlitið ekki bjart fyrir gestina. Það var ekkert sem benti til annars um miðbik seinni hálfleiks en að ÍR væri að fara að valta yfir gestina. Þá náði liðið tíu marka forskoti, 22-12. Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, fékk svo að líta rauða spjaldið fyrir fólskulegt brot. Mosfellingar efldust aftur á móti við mótlætið. Þjöppuðu sér saman og Davíð datt loksins í gírinn. Upphófst einhver mesta endurkoma sem maður hefur séð lengi. Afturelding fékk tækifæri til þess að jafna leikinn en Arnór Freyr Stefánsson varði skot Arnar Inga Bjarkasonar á lokasekúndunni og sá til þess að staðan í einvígi liðanna er jöfn. Virkilega sterkur sigur hjá ÍR en síðustu 15 mínútur leiksins hjá þeim er áhyggjuefni. Þá fór liðið algjörlega á taugum. Sóknarleikurinn hrundi, menn urðu hræddir og hættu að sækja. Ef Arnór hefði ekki bjargað þeim í lokin þá hefði Afturelding unnið þennan leik í framlengingu. Það var allt í tjóni hjá ÍR en þeir sluppu með skrekkinn. Markvarslan hjá þeim reið baggamuninn í þessum leik sem og frábær varnarleikur framan af. Afturelding mætti ekki til leiks fyrr en korter var eftir. Samt tókst liðinu næstum að krækja í framlengingu. Það segir sitt um styrkleika liðsins. Markvarslan vonbrigði hjá þeim en ungu mennirnir Birkir og Elvar leiddu endurkomuna sem náðist ekki að fullkomna. Þessi rimma stendur vel undir væntingum og kæmi engum á óvart ef við fengjum oddaleik.Arnór: Aldrei verið hetjan áður Arnór Freyr Stefánsson, markvörður ÍR, var að vonum brosmildur eftir að hafa bjargað sínu liði i dag. "Það var virkilega gott að verja lokaskotið. Ég held ég hafi aldrei lent í því áður að verja skot á lokasekúndunni. Tilfinningin er virkilega góð," sagði Arnór Freyr og brosti hringinn. "Varnarleikur Aftureldingar í lokin var frábær og þeir komu á okkur af fullu afli. Við unnum og það er það eina sem skiptir máli. Skiptir ekki máli hvernig eða með hve mörgum mörkum. Staðan í einvígi er 1-1. Það eru einu tölurnar sem skipta máli." Markvörðurinn átti fá svör við því hvað hefði gerst í leik hans liðs á síðustu mínútunum. "Ég veit ekki hvað gerist. Þeir hitta vissulega vel á markið og stela af okkur boltanum. Ég veit ekki hvað gerðist. Ég stend bara í búrinu. Það er mitt hlutverk."Einar Andri: Drullusvekkjandi að fá ekki framlengingu "Eins og fyrri hálfleikurinn var ömurlegur þá var seinni hálfleikurinn hjá okkur jafn frábær," sagði svekktur þjálfari Aftureldingar, Einar Andri Einarsson. "Ég verð að hrósa kjúklingunum, í orðsins fyllstu merkingu, fyrir að spila sóknarleikinn svona vel. Þeir spiluðu eins og kóngar og það var drullusvekkjandi að komast ekki í framlengingu." Einar Andri lét dómarana heyra það í leikslok en hann var ósáttur við að Arnar Birkir skildi ekki fá rautt spjald fyrir gróft brot einum fjórum sekúndum fyrir leikslok. "Dómgæslan var samt ekki vandamálið í dag. Það vorum við sjálfir," segir þjálfarinn en hvernig útskýrir hann þennan hörmulega fyrri hálfleik hjá hans liði? "Það er erfitt að útskýra hann. Það eru oft miklar sveiflur í úrslitakeppninni. Ég ætla ekki að afsaka okkur á því að við séum með ungt lið eða eitthvað svoleiðis. Við vorum búnir að vinna þrjá leiki í röð og menn héldu kannski að þeir væru betri en þeir eru og við fengum á baukinn fyrir vikið. Við verðum samt að fara yfir þetta því þessi fyrri hálfleikur er það lélegasta sem við höfum sýnt í vetur."
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira