Útmeð'a! Jóhanna Dögg Pétursdóttir skrifar 30. júní 2015 07:00 Slagorðið „Útmeð'a“ er yfirskrift átaks Geðhjálpar og Rauða krossins gegn sjálfsvígum ungra íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára sem er algengasta dánarorsök þessa aldurshóps. Nú um mánaðamótin mun 12 manna hlaupahópur hefja átakið í samstarfi við Geðhjálp og Rauða krossinn með það að markmiði að hlaupa hringinn í kringum landið á þjóðvegi eitt og hefst það í Reykjavík þann 30. júní og stendur til 5. júlí nk. Með hlaupinu vill hópurinn efna til vitundarvakningar um algengustu dánarorsök ungra íslenskra karla og safna áheitum/fé til að kosta gerð forvarnarmyndbands og herferð til að fækka sjálfsvígum sem hefst á alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga 10. september í haust. Með slagorðinu „Útmeð'a“ eru ungir karlmenn hvattir til að setja tilfinningar sínar í orð til að stuðla að því að hafna ekki í tilfinningalegu öngstræti með ófyrirséðum afleiðingum. Í grunninn er manneskjan gerð til þess að virka vel. Við höfum líffræðilegan, tilfinningalegan og huglægan búnað meðferðis sem er gerður til þess að virka. Það eru hins vegar margvíslegir áhrifaþættir sem spila saman og gera þann eiginleika ekki alltaf jafn einfaldan og aðgengilegan. Til að mynda kunnum við oft á tíðum ekkert allt of vel á þennan stórkostlega búnað sem við höfum meðferðis í lífinu. Við lærum misvel á virkni huga, líkama og sálar með aldri og árum en umhverfið hefur þar líka heilmikið að segja. Hreyfing er oft sett í samhengi við andlega vellíðan og er það mikilvægt fyrir okkur öll að huga að líkamanum og setja orku í þann farveg. Það skiptir hins vegar engu máli að geta hlaupið maraþon ef manni líður illa á sálinni, þó það geti hjálpað. Að koma tilfinningalegri orku út og geta talað um líðan sína er fyrsta skrefið og mikilvæg fyrir þær sakir að geta deilt líðan sinni og séð fram á veginn. Að öðrum kosti upplifum við þjáningu.Samfélagsleg ábyrgð Samfélagsleg ábyrgð spilar stórt hlutverk í umræðunni um sjálfsvíg. Við erum ekki eylönd og það kemur okkur við hvernig náunginn hefur það. Aðrir skipta máli. Öll höfum við áhrif hvert á annað með einum eða öðrum hætti og öll höfum við þörf fyrir að vera viðurkennd fyrir nákvæmlega það sem við erum. Gildi samfélagsins hafa almennt mikil áhrif á þau viðmið sem við berum okkur saman við. Hvernig við lítum á okkur sjálf – og hvernig við lítum á aðra. Af þessum sökum er mikilvægt að hafa skýr viðmið um það hvað það þýðir að vera manneskja. Þannig byggjum við upp heilbrigt samfélag sem samræmist þörfum okkar. Raunin er hins vegar önnur í heiminum í dag. Með því að segja „útmeð'a“ er fyrsta skrefið stigið í þá átt að koma líðan okkar í orð sem opnar farveg til lausna. Hjálparsími Rauða krossins 1717 er ein leið til að leita sér hjálpar ef ekki er hægt að ræða við einhvern nákominn og nýlega var tekið í notkun 1717 netspjall sem er frábær kostur fyrir ungt fólk. Ég hvet alla landsmenn til að taka þátt í verkefninu, hvort sem er með fjárframlögum eða í huga. Til þeirra sem eiga erfitt andlega og sjá ekki fram úr deginum og til aðstandenda sem eru ráðalausir þá eru skilaboð hlaupahópsins, Geðhjálpar og Rauða krossins: „Útmeð'a“ – ræðum saman og opnum umræðuna! Hægt er að styrkja hlaupið um 1.500 kr. með því að hringja í símanúmerið 904-1500 eða leggja valda upphæð inn á söfnunarreikning Geðhjálpar: 0546-14-411114, kt. 531180-0469. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Slagorðið „Útmeð'a“ er yfirskrift átaks Geðhjálpar og Rauða krossins gegn sjálfsvígum ungra íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára sem er algengasta dánarorsök þessa aldurshóps. Nú um mánaðamótin mun 12 manna hlaupahópur hefja átakið í samstarfi við Geðhjálp og Rauða krossinn með það að markmiði að hlaupa hringinn í kringum landið á þjóðvegi eitt og hefst það í Reykjavík þann 30. júní og stendur til 5. júlí nk. Með hlaupinu vill hópurinn efna til vitundarvakningar um algengustu dánarorsök ungra íslenskra karla og safna áheitum/fé til að kosta gerð forvarnarmyndbands og herferð til að fækka sjálfsvígum sem hefst á alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga 10. september í haust. Með slagorðinu „Útmeð'a“ eru ungir karlmenn hvattir til að setja tilfinningar sínar í orð til að stuðla að því að hafna ekki í tilfinningalegu öngstræti með ófyrirséðum afleiðingum. Í grunninn er manneskjan gerð til þess að virka vel. Við höfum líffræðilegan, tilfinningalegan og huglægan búnað meðferðis sem er gerður til þess að virka. Það eru hins vegar margvíslegir áhrifaþættir sem spila saman og gera þann eiginleika ekki alltaf jafn einfaldan og aðgengilegan. Til að mynda kunnum við oft á tíðum ekkert allt of vel á þennan stórkostlega búnað sem við höfum meðferðis í lífinu. Við lærum misvel á virkni huga, líkama og sálar með aldri og árum en umhverfið hefur þar líka heilmikið að segja. Hreyfing er oft sett í samhengi við andlega vellíðan og er það mikilvægt fyrir okkur öll að huga að líkamanum og setja orku í þann farveg. Það skiptir hins vegar engu máli að geta hlaupið maraþon ef manni líður illa á sálinni, þó það geti hjálpað. Að koma tilfinningalegri orku út og geta talað um líðan sína er fyrsta skrefið og mikilvæg fyrir þær sakir að geta deilt líðan sinni og séð fram á veginn. Að öðrum kosti upplifum við þjáningu.Samfélagsleg ábyrgð Samfélagsleg ábyrgð spilar stórt hlutverk í umræðunni um sjálfsvíg. Við erum ekki eylönd og það kemur okkur við hvernig náunginn hefur það. Aðrir skipta máli. Öll höfum við áhrif hvert á annað með einum eða öðrum hætti og öll höfum við þörf fyrir að vera viðurkennd fyrir nákvæmlega það sem við erum. Gildi samfélagsins hafa almennt mikil áhrif á þau viðmið sem við berum okkur saman við. Hvernig við lítum á okkur sjálf – og hvernig við lítum á aðra. Af þessum sökum er mikilvægt að hafa skýr viðmið um það hvað það þýðir að vera manneskja. Þannig byggjum við upp heilbrigt samfélag sem samræmist þörfum okkar. Raunin er hins vegar önnur í heiminum í dag. Með því að segja „útmeð'a“ er fyrsta skrefið stigið í þá átt að koma líðan okkar í orð sem opnar farveg til lausna. Hjálparsími Rauða krossins 1717 er ein leið til að leita sér hjálpar ef ekki er hægt að ræða við einhvern nákominn og nýlega var tekið í notkun 1717 netspjall sem er frábær kostur fyrir ungt fólk. Ég hvet alla landsmenn til að taka þátt í verkefninu, hvort sem er með fjárframlögum eða í huga. Til þeirra sem eiga erfitt andlega og sjá ekki fram úr deginum og til aðstandenda sem eru ráðalausir þá eru skilaboð hlaupahópsins, Geðhjálpar og Rauða krossins: „Útmeð'a“ – ræðum saman og opnum umræðuna! Hægt er að styrkja hlaupið um 1.500 kr. með því að hringja í símanúmerið 904-1500 eða leggja valda upphæð inn á söfnunarreikning Geðhjálpar: 0546-14-411114, kt. 531180-0469.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun