Andlitslyftur Kia Cee´d Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2015 14:05 Kia Cee´d GT line árgerð 2016. Kia er nú að kynna andlitslyftingu hins vinsæla Cee´d fyrir Evrópumarkað. Fyrir utan heilmiklar og góðar útlitsbreytingar á bílnum er athygliverðasta nýjungin fólgin í nýrri 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél með forþjöppu sem fá má í tveimur útfærslum, 99 og 118 hestafla. Enn má fá bílinn með 1,6 lítra dísilvélinni, sem nú hefur fengið nokkra aukahesta, er nú 134 hestöfl í stað 126. Fá má nú dísilútgáfuna með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Kia Cee´d hefur verið á markaði í 9 ár og hefur Kia selt meira en 1 milljón slíkra bíla. Hann keppir í sama stærðarflokki og Volkswagen Golf og Ford Focus og hefur náð talsvert mikilli fótfestu í Evrópu, ekki síst hér á landi. Kia Cee´d mun áfram bjóðast í kraftaútfærslu, Pro_Cee´d GT og er hann áfram með sömu 201 hestafla vél. Kia Cee´d mun áfram bjóðast í þremur gerðum, sem 5 dyra hlaðbakur, sem langbakur og sem 3 dyra Pro_Cee´d GT. Kia mun nú einnig bjóða GT Line útfærslu bílsins þar sem útlitið er eins og í Pro_Cee´d GT en vélbúnaðurinn eins og í hefðbundnum Cee´d. Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent
Kia er nú að kynna andlitslyftingu hins vinsæla Cee´d fyrir Evrópumarkað. Fyrir utan heilmiklar og góðar útlitsbreytingar á bílnum er athygliverðasta nýjungin fólgin í nýrri 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél með forþjöppu sem fá má í tveimur útfærslum, 99 og 118 hestafla. Enn má fá bílinn með 1,6 lítra dísilvélinni, sem nú hefur fengið nokkra aukahesta, er nú 134 hestöfl í stað 126. Fá má nú dísilútgáfuna með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Kia Cee´d hefur verið á markaði í 9 ár og hefur Kia selt meira en 1 milljón slíkra bíla. Hann keppir í sama stærðarflokki og Volkswagen Golf og Ford Focus og hefur náð talsvert mikilli fótfestu í Evrópu, ekki síst hér á landi. Kia Cee´d mun áfram bjóðast í kraftaútfærslu, Pro_Cee´d GT og er hann áfram með sömu 201 hestafla vél. Kia Cee´d mun áfram bjóðast í þremur gerðum, sem 5 dyra hlaðbakur, sem langbakur og sem 3 dyra Pro_Cee´d GT. Kia mun nú einnig bjóða GT Line útfærslu bílsins þar sem útlitið er eins og í Pro_Cee´d GT en vélbúnaðurinn eins og í hefðbundnum Cee´d.
Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent