Þakkir Guðrún Pétursdóttir og börn Ólafs Hannibalssonar skrifar 31. desember 2015 07:00 Á þessu ári urðum við vitni að slíkri fagmennsku í starfi, að við getum ekki látið árið líða án þess að þakka hana. Reynslan kom ekki til af góðu, banvænn sjúkdómur ástvinar varð ekki umflúinn. Þegar svo var komið að læknandi meðferð dugði ekki lengur, lærðum við um hlutverk hinnar líknandi meðferðar. Um muninn á því að lækna og líkna. Okkur var bent á að hafa samband við heimahjúkrun í upphafi ársins og leituðum til Karitas ehf., án þess að gera okkur í raun grein fyrir hvaða þjónustu við kæmum til með að þurfa né hvernig henni yrði háttað. Nú, þegar við lítum til baka, dáumst við að hinni fumlausu og hlýju fagmennsku sem einkenndi samskiptin frá fyrstu stund til hinnar hinstu. Í upphafi kom hjúkrunarfræðingur Karitas einungis til að kanna aðstæður og stöðu mála, líðan okkar allra. Við ræddum meðal annars um það hvað manni bregður við að vera sagt að héðan af muni líknardeildin sinna fjölskyldunni. Líknardeild hljómar eins og endalok. Með mildi þess sem hlustar meira en hann talar útskýrði hjúkrunarfræðingurinn fyrir okkur starf þessarar mikilvægu deildar og þátt líknar í umönnum langveikra, sem við sannarlega áttum eftir að kynnast og læra að meta. Og þökkum nú. Það fyllir okkur aðdáun að líta yfir þessa mánuði sem við áttum með Karitas og líknardeildinni og sjá í samhengi hvern þátt í þeirra starfi. Hvernig þær – því já, hjúkrunarfræðingar og læknar voru allt konur – stilltu nálægð sína við okkur nákvæmlega eftir þörfum okkar. Hvernig komur þeirra urðu tíðari eftir því sem þörfin jókst og loks mörgum sinnum á dag – og alltaf þegar á þurfti að halda. Og ekki bara þegar á þurfti að halda, heldur eins og á þurfti að halda. Þvílík fagmennska: kunnátta, skilningur, reynsla, öryggi – og síðast en ekki síst hjartahlýja. Þær gáfu okkur öllum sjálfstraust til að takast á við þetta erfiða verkefni, töldu í okkur kjark, hvöttu okkur til dáða og stóðu við bakið á okkur, alltaf innan seilingar. Sem varð til þess að fjölskylda og vinir nýttu tímann til hins ýtrasta og eignuðust ómetanlegar minningar um samveru og nánd allt til hinstu stundar. Minningar sem hafa gefið okkur styrk til að mæta breyttum veruleika. Minningar sem þetta dásamlega fagfólk gerði okkur kleift að eignast. Við þökkum ykkur Karitas og líknardeild og biðjum ykkur blessunar í öllu ykkar starfi. Við þökkum íslensku samfélagi fyrir að svona þjónusta skuli vera til hér á landi. Þeir sem reynt hafa, vita hvaða máli þessi þjónusta skiptir, hún er ekki sjálfsögð og það verður að standa vörð um hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Á þessu ári urðum við vitni að slíkri fagmennsku í starfi, að við getum ekki látið árið líða án þess að þakka hana. Reynslan kom ekki til af góðu, banvænn sjúkdómur ástvinar varð ekki umflúinn. Þegar svo var komið að læknandi meðferð dugði ekki lengur, lærðum við um hlutverk hinnar líknandi meðferðar. Um muninn á því að lækna og líkna. Okkur var bent á að hafa samband við heimahjúkrun í upphafi ársins og leituðum til Karitas ehf., án þess að gera okkur í raun grein fyrir hvaða þjónustu við kæmum til með að þurfa né hvernig henni yrði háttað. Nú, þegar við lítum til baka, dáumst við að hinni fumlausu og hlýju fagmennsku sem einkenndi samskiptin frá fyrstu stund til hinnar hinstu. Í upphafi kom hjúkrunarfræðingur Karitas einungis til að kanna aðstæður og stöðu mála, líðan okkar allra. Við ræddum meðal annars um það hvað manni bregður við að vera sagt að héðan af muni líknardeildin sinna fjölskyldunni. Líknardeild hljómar eins og endalok. Með mildi þess sem hlustar meira en hann talar útskýrði hjúkrunarfræðingurinn fyrir okkur starf þessarar mikilvægu deildar og þátt líknar í umönnum langveikra, sem við sannarlega áttum eftir að kynnast og læra að meta. Og þökkum nú. Það fyllir okkur aðdáun að líta yfir þessa mánuði sem við áttum með Karitas og líknardeildinni og sjá í samhengi hvern þátt í þeirra starfi. Hvernig þær – því já, hjúkrunarfræðingar og læknar voru allt konur – stilltu nálægð sína við okkur nákvæmlega eftir þörfum okkar. Hvernig komur þeirra urðu tíðari eftir því sem þörfin jókst og loks mörgum sinnum á dag – og alltaf þegar á þurfti að halda. Og ekki bara þegar á þurfti að halda, heldur eins og á þurfti að halda. Þvílík fagmennska: kunnátta, skilningur, reynsla, öryggi – og síðast en ekki síst hjartahlýja. Þær gáfu okkur öllum sjálfstraust til að takast á við þetta erfiða verkefni, töldu í okkur kjark, hvöttu okkur til dáða og stóðu við bakið á okkur, alltaf innan seilingar. Sem varð til þess að fjölskylda og vinir nýttu tímann til hins ýtrasta og eignuðust ómetanlegar minningar um samveru og nánd allt til hinstu stundar. Minningar sem hafa gefið okkur styrk til að mæta breyttum veruleika. Minningar sem þetta dásamlega fagfólk gerði okkur kleift að eignast. Við þökkum ykkur Karitas og líknardeild og biðjum ykkur blessunar í öllu ykkar starfi. Við þökkum íslensku samfélagi fyrir að svona þjónusta skuli vera til hér á landi. Þeir sem reynt hafa, vita hvaða máli þessi þjónusta skiptir, hún er ekki sjálfsögð og það verður að standa vörð um hana.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar