Ný Honda Civic Coupe í LA Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2015 08:45 Honda Civic Coupe. Honda kynnti nýtt útlit Civic Coupe á bílasýningunni í Los Angeles seint í síðasta mánuði. Þessi bíll er með tveimur hurðum og mjög sportlegur í útliti. Hann verður með sama val í vélbúnaði og fjögurra hurða útgáfa Civic, eða 1,5 lítra vél með forþjöppu og 2,0 lítra vél sem einnig brennir bensíni. Honda lofar að nýr Civic verði lang flottasti og best tæknilega búni Civic í 43 ára sögu bílsins. Honda mun einnig bjóða Civic í fimm hurða stallbaksútgáfu, sem og í Si öflugari útgáfu og ofuröflugri Type R útgáfu. Þeim bíl verður fyrsta sinni beint einnig að kaupendum í Bandaríkjunum. Honda sýndi einnig nýja vetnisbíls sinn, Clarity FCV, en hann var áður sýndur á bílasýningunni í Tókýó í fyrr í síðasta mánuði og sá bíll verður einnig í sölu í Bandaríkjunum. Honda ætlar sér greinilega stóri hluti þar vestanhafs, enda salan þar í hæstu hæðum um þessar mundir. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent
Honda kynnti nýtt útlit Civic Coupe á bílasýningunni í Los Angeles seint í síðasta mánuði. Þessi bíll er með tveimur hurðum og mjög sportlegur í útliti. Hann verður með sama val í vélbúnaði og fjögurra hurða útgáfa Civic, eða 1,5 lítra vél með forþjöppu og 2,0 lítra vél sem einnig brennir bensíni. Honda lofar að nýr Civic verði lang flottasti og best tæknilega búni Civic í 43 ára sögu bílsins. Honda mun einnig bjóða Civic í fimm hurða stallbaksútgáfu, sem og í Si öflugari útgáfu og ofuröflugri Type R útgáfu. Þeim bíl verður fyrsta sinni beint einnig að kaupendum í Bandaríkjunum. Honda sýndi einnig nýja vetnisbíls sinn, Clarity FCV, en hann var áður sýndur á bílasýningunni í Tókýó í fyrr í síðasta mánuði og sá bíll verður einnig í sölu í Bandaríkjunum. Honda ætlar sér greinilega stóri hluti þar vestanhafs, enda salan þar í hæstu hæðum um þessar mundir.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent