Lagaboð – lélegra og dýrara bensín Glúmur Björnsson skrifar 14. janúar 2015 07:00 Á síðasta ári voru íslensk olíufélög þvinguð til að flytja inn dýrar lífolíur sem þau blönduðu í hefðbundna dísilolíu. Þessi dýrkeypti innflutningur á lífolíum er vegna lagafyrirmæla um að selja beri ákveðið hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis til bíleigenda. Lagaboðið hefur þegar kostað Íslendinga um 700 milljónir króna í auknum útgjöldum í erlendum gjaldeyri við eldsneytisinnkaup. Lífolíurnar eru nú um 80% dýrari í innkaupum en hefðbundin dísilolía. Þrátt fyrir að þessar fyrirsjáanlegu neikvæðu afleiðingar laganna hafi verið kynntar fyrir iðnaðarráðherra og atvinnuvegnefnd Alþingis haustið 2013 var ekki gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir þær. Þvert á móti hækkaði lagaboðið um hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis úr 3,5% í 5,0% nú um áramótin. Auk þess að blanda lífolíu í dísilolíu munu seljendur eldsneytis líklega einnig neyðast til að blanda etanóli (vínanda) í bensín. Lítri af etanóli hefur þriðjungi lægra orkuinnihald en bensínlítrinn. Íblöndun etanóls mun því leiða til meiri eyðslu (L/km) í bílvélum. Þetta geta þingmenn sem aðrir kynnt sér, meðal annars á vef Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (fueleconomy.gov) þar sem segir að 10% etanólíblöndun auki eldsneytiseyðslu um 4%. Etanólið er jafnframt dýrara í innkaupum en bensín. Þar við bætist óhagræði í flutningi og aukinn kostnaður við birgðahald, eldvarnir og dreifingu. Lögin neyða olíufélögin því til að flytja inn orkuminna og lélegra eldsneyti. Enginn sjáanlegur ávinningur er af þessari íblöndun etanóls fyrir umhverfið en hugsanlegt er að einhver sé vannærður vegna hennar. Etanólið er unnið úr korni sem gæti nýst sem matur fyrir þá sem búa við hungur væri það ekki flutt til Íslands til að þynna út bensínið. Því hefur verið haldið fram að Íslendingum hafi verið nauðugur einn kostur að leiða þessar kvaðir í lög vegna tilskipunar ESB 2009/28/EB þar um. Þetta er rangt. EFTA-ríkið Liechtenstein fékk undanþágu frá þessari tilskipun. Tilskipun ESB miðast einnig einungis við markmið fyrir árið 2020 svo innleiðing þessara kvaða hér á landi fyrir þann tíma er í besta falli óðagot. Meginmarkmið tilskipunar ESB um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa er að heildarhlutfallið nái 20% árið 2020. Ísland náði þessu 20% hlutfalli fyrir mörgum áratugum og er nú yfir 70%. Alþingi getur því hæglega komið í veg fyrir frekara fjárhagstjón Íslendinga, bæði kostnað við innkaup á dýrum lífolíum og etanóli og aukna eyðslu í bílvélum, með því að breyta lögunum um endurnýjanlegt eldsneyti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Á síðasta ári voru íslensk olíufélög þvinguð til að flytja inn dýrar lífolíur sem þau blönduðu í hefðbundna dísilolíu. Þessi dýrkeypti innflutningur á lífolíum er vegna lagafyrirmæla um að selja beri ákveðið hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis til bíleigenda. Lagaboðið hefur þegar kostað Íslendinga um 700 milljónir króna í auknum útgjöldum í erlendum gjaldeyri við eldsneytisinnkaup. Lífolíurnar eru nú um 80% dýrari í innkaupum en hefðbundin dísilolía. Þrátt fyrir að þessar fyrirsjáanlegu neikvæðu afleiðingar laganna hafi verið kynntar fyrir iðnaðarráðherra og atvinnuvegnefnd Alþingis haustið 2013 var ekki gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir þær. Þvert á móti hækkaði lagaboðið um hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis úr 3,5% í 5,0% nú um áramótin. Auk þess að blanda lífolíu í dísilolíu munu seljendur eldsneytis líklega einnig neyðast til að blanda etanóli (vínanda) í bensín. Lítri af etanóli hefur þriðjungi lægra orkuinnihald en bensínlítrinn. Íblöndun etanóls mun því leiða til meiri eyðslu (L/km) í bílvélum. Þetta geta þingmenn sem aðrir kynnt sér, meðal annars á vef Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (fueleconomy.gov) þar sem segir að 10% etanólíblöndun auki eldsneytiseyðslu um 4%. Etanólið er jafnframt dýrara í innkaupum en bensín. Þar við bætist óhagræði í flutningi og aukinn kostnaður við birgðahald, eldvarnir og dreifingu. Lögin neyða olíufélögin því til að flytja inn orkuminna og lélegra eldsneyti. Enginn sjáanlegur ávinningur er af þessari íblöndun etanóls fyrir umhverfið en hugsanlegt er að einhver sé vannærður vegna hennar. Etanólið er unnið úr korni sem gæti nýst sem matur fyrir þá sem búa við hungur væri það ekki flutt til Íslands til að þynna út bensínið. Því hefur verið haldið fram að Íslendingum hafi verið nauðugur einn kostur að leiða þessar kvaðir í lög vegna tilskipunar ESB 2009/28/EB þar um. Þetta er rangt. EFTA-ríkið Liechtenstein fékk undanþágu frá þessari tilskipun. Tilskipun ESB miðast einnig einungis við markmið fyrir árið 2020 svo innleiðing þessara kvaða hér á landi fyrir þann tíma er í besta falli óðagot. Meginmarkmið tilskipunar ESB um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa er að heildarhlutfallið nái 20% árið 2020. Ísland náði þessu 20% hlutfalli fyrir mörgum áratugum og er nú yfir 70%. Alþingi getur því hæglega komið í veg fyrir frekara fjárhagstjón Íslendinga, bæði kostnað við innkaup á dýrum lífolíum og etanóli og aukna eyðslu í bílvélum, með því að breyta lögunum um endurnýjanlegt eldsneyti.
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar