Álver á Hafursstöðum – afleit hugmynd Snorri Baldursson skrifar 16. júní 2015 07:00 Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa undirritað samstarfssamning við Klappir Development ehf. um uppbyggingu og rekstur 120.000 tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Sveitarfélagið Skagaströnd, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagafjörður. Samkvæmt fréttinni er stækkun möguleg í allt að 220.000 tonn. Það þýðir á mannamáli að nauðsynlegt verður að stækka álverið að minnsta kosti sem þessu nemur til að arðsemi þess verði viðunandi fyrir kínverska eigendur. Orkuþörf fyrsta áfanga er sögð 206 megavött (MW) og þá væntanlega 412 MW þegar seinni áfangi rís. Fullbyggt álver þyrfti því orku sem samsvarar þremur Blönduvirkjunum eða 10 Skrokkölduvirkjunum svo nefndur sé virkjunarkostur sem mikið hefur verið í umræðunni. Orka Blönduvirkjunar er að mestu fullnýtt og Blönduveita sem er í nýtingarflokki rammaáætlunar gefur aðeins um 30 MW. Svonefndur Blöndulundur, vindmyllugarður sem enn er á hugmyndastigi, gæfi að hámarki 100 MW. Til að knýja 220.000 tonna álver á Hafursstöðum þarf því örugglega að virkja jökulsárnar í Skagafirði við Skatastaði. Tvær útfærslur Skatastaðavirkjunar eru í biðflokki rammaáætlunar, 143 og 153 MW. Báðar byggja á stóru uppistöðulóni á hálendinu norðan Hofsjökuls. Minni virkjunina, Skatastaðavirkjun D, má bæta upp með svonefndri Villinganesvirkjun (33 MW) sem fengi vatn úr miklu uppistöðulóni í mynni Austur- og Vesturdals. Augljóst er að virkjunum þessum mun fylgja gríðarlegur fórnarkostnaður fyrir víðernin upp af Skagafirði, ásýnd héraðsins og fyrrnefndra dala, líf á flæðilöndunum við Hegranes og fljótasiglingar á Austari Jökulsá, svo eitthvað sé nefnt. Hvernig dettur ábyrgum sveitarfélögum þetta í hug þegar fullljóst er að stóriðja er einhver allra versti atvinnukostur sem hugsast getur sé tekið mið af fjárfestingu á bak við hvert starf, arði sem eftir verður í landinu og ekki síst óásættanlegum umhverfisáhrifum iðjuversins og virkjananna sem þarf til að knýja það?Mesti fjársjóðurinn Að einhverju leyti er sveitarstjórnarmönnum vorkunn þegar þess er gætt að stóriðja með tilheyrandi hafnarmannvirkjum virðist eina leiðin til að fá verulegan opinberan stuðning við atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Milljarðarnir sem ríkið leggur í Bakka og til Helguvíkur eru sjálfsagt öfundsverðir og skilaboðin skýr; við drögum bara upp stóra veskið fyrir stóriðju, ekki ferðaþjónustu, smáiðnað eða þekkingarstarfsemi. Ríkisvaldið reynir að kúga sveitarfélögin inn á þessa braut. En samt, gróin sveitarfélög hafa valkosti. Geta Norðlendingar í alvöru hugsað sér allar þessar fórnir fyrir miklar framkvæmdir í 2–3 ár og 240 einhæf langtímastörf? Vill fólk úti á landi ekki frekar atvinnustarfsemi sem virðir móður náttúru? Þannig uppbygging er möguleg, eins og gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustunnar á undanförnum árum sýnir. Ferðamönnum fylgja vissulega umhverfisáhrif en þau eru smámunir miðað við stóriðju og þau má lágmarka með góðu skipulagi. Ferðaþjónustan er orðin langstærsta atvinnugrein landsins, hún skapar um 14% landsmanna störf, á móti 1% í áliðnaði, og hún skilur mikinn virðisauka eftir í heimabyggð meðan virðisauki áliðnaðarins flæðir að mestu úr landi. Einstök náttúra landsins er okkar mesti fjársjóður og henni má ekki spilla meir en orðið er á fölskum forsendum. Sameinumst því um þá kröfu náttúruverndar- og útivistarsamtaka að hlífa miðhálendi Íslands, hjarta landsins, fyrir frekari stórframkvæmdum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa undirritað samstarfssamning við Klappir Development ehf. um uppbyggingu og rekstur 120.000 tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Sveitarfélagið Skagaströnd, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagafjörður. Samkvæmt fréttinni er stækkun möguleg í allt að 220.000 tonn. Það þýðir á mannamáli að nauðsynlegt verður að stækka álverið að minnsta kosti sem þessu nemur til að arðsemi þess verði viðunandi fyrir kínverska eigendur. Orkuþörf fyrsta áfanga er sögð 206 megavött (MW) og þá væntanlega 412 MW þegar seinni áfangi rís. Fullbyggt álver þyrfti því orku sem samsvarar þremur Blönduvirkjunum eða 10 Skrokkölduvirkjunum svo nefndur sé virkjunarkostur sem mikið hefur verið í umræðunni. Orka Blönduvirkjunar er að mestu fullnýtt og Blönduveita sem er í nýtingarflokki rammaáætlunar gefur aðeins um 30 MW. Svonefndur Blöndulundur, vindmyllugarður sem enn er á hugmyndastigi, gæfi að hámarki 100 MW. Til að knýja 220.000 tonna álver á Hafursstöðum þarf því örugglega að virkja jökulsárnar í Skagafirði við Skatastaði. Tvær útfærslur Skatastaðavirkjunar eru í biðflokki rammaáætlunar, 143 og 153 MW. Báðar byggja á stóru uppistöðulóni á hálendinu norðan Hofsjökuls. Minni virkjunina, Skatastaðavirkjun D, má bæta upp með svonefndri Villinganesvirkjun (33 MW) sem fengi vatn úr miklu uppistöðulóni í mynni Austur- og Vesturdals. Augljóst er að virkjunum þessum mun fylgja gríðarlegur fórnarkostnaður fyrir víðernin upp af Skagafirði, ásýnd héraðsins og fyrrnefndra dala, líf á flæðilöndunum við Hegranes og fljótasiglingar á Austari Jökulsá, svo eitthvað sé nefnt. Hvernig dettur ábyrgum sveitarfélögum þetta í hug þegar fullljóst er að stóriðja er einhver allra versti atvinnukostur sem hugsast getur sé tekið mið af fjárfestingu á bak við hvert starf, arði sem eftir verður í landinu og ekki síst óásættanlegum umhverfisáhrifum iðjuversins og virkjananna sem þarf til að knýja það?Mesti fjársjóðurinn Að einhverju leyti er sveitarstjórnarmönnum vorkunn þegar þess er gætt að stóriðja með tilheyrandi hafnarmannvirkjum virðist eina leiðin til að fá verulegan opinberan stuðning við atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Milljarðarnir sem ríkið leggur í Bakka og til Helguvíkur eru sjálfsagt öfundsverðir og skilaboðin skýr; við drögum bara upp stóra veskið fyrir stóriðju, ekki ferðaþjónustu, smáiðnað eða þekkingarstarfsemi. Ríkisvaldið reynir að kúga sveitarfélögin inn á þessa braut. En samt, gróin sveitarfélög hafa valkosti. Geta Norðlendingar í alvöru hugsað sér allar þessar fórnir fyrir miklar framkvæmdir í 2–3 ár og 240 einhæf langtímastörf? Vill fólk úti á landi ekki frekar atvinnustarfsemi sem virðir móður náttúru? Þannig uppbygging er möguleg, eins og gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustunnar á undanförnum árum sýnir. Ferðamönnum fylgja vissulega umhverfisáhrif en þau eru smámunir miðað við stóriðju og þau má lágmarka með góðu skipulagi. Ferðaþjónustan er orðin langstærsta atvinnugrein landsins, hún skapar um 14% landsmanna störf, á móti 1% í áliðnaði, og hún skilur mikinn virðisauka eftir í heimabyggð meðan virðisauki áliðnaðarins flæðir að mestu úr landi. Einstök náttúra landsins er okkar mesti fjársjóður og henni má ekki spilla meir en orðið er á fölskum forsendum. Sameinumst því um þá kröfu náttúruverndar- og útivistarsamtaka að hlífa miðhálendi Íslands, hjarta landsins, fyrir frekari stórframkvæmdum.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun