Álver á Hafursstöðum – afleit hugmynd Snorri Baldursson skrifar 16. júní 2015 07:00 Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa undirritað samstarfssamning við Klappir Development ehf. um uppbyggingu og rekstur 120.000 tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Sveitarfélagið Skagaströnd, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagafjörður. Samkvæmt fréttinni er stækkun möguleg í allt að 220.000 tonn. Það þýðir á mannamáli að nauðsynlegt verður að stækka álverið að minnsta kosti sem þessu nemur til að arðsemi þess verði viðunandi fyrir kínverska eigendur. Orkuþörf fyrsta áfanga er sögð 206 megavött (MW) og þá væntanlega 412 MW þegar seinni áfangi rís. Fullbyggt álver þyrfti því orku sem samsvarar þremur Blönduvirkjunum eða 10 Skrokkölduvirkjunum svo nefndur sé virkjunarkostur sem mikið hefur verið í umræðunni. Orka Blönduvirkjunar er að mestu fullnýtt og Blönduveita sem er í nýtingarflokki rammaáætlunar gefur aðeins um 30 MW. Svonefndur Blöndulundur, vindmyllugarður sem enn er á hugmyndastigi, gæfi að hámarki 100 MW. Til að knýja 220.000 tonna álver á Hafursstöðum þarf því örugglega að virkja jökulsárnar í Skagafirði við Skatastaði. Tvær útfærslur Skatastaðavirkjunar eru í biðflokki rammaáætlunar, 143 og 153 MW. Báðar byggja á stóru uppistöðulóni á hálendinu norðan Hofsjökuls. Minni virkjunina, Skatastaðavirkjun D, má bæta upp með svonefndri Villinganesvirkjun (33 MW) sem fengi vatn úr miklu uppistöðulóni í mynni Austur- og Vesturdals. Augljóst er að virkjunum þessum mun fylgja gríðarlegur fórnarkostnaður fyrir víðernin upp af Skagafirði, ásýnd héraðsins og fyrrnefndra dala, líf á flæðilöndunum við Hegranes og fljótasiglingar á Austari Jökulsá, svo eitthvað sé nefnt. Hvernig dettur ábyrgum sveitarfélögum þetta í hug þegar fullljóst er að stóriðja er einhver allra versti atvinnukostur sem hugsast getur sé tekið mið af fjárfestingu á bak við hvert starf, arði sem eftir verður í landinu og ekki síst óásættanlegum umhverfisáhrifum iðjuversins og virkjananna sem þarf til að knýja það?Mesti fjársjóðurinn Að einhverju leyti er sveitarstjórnarmönnum vorkunn þegar þess er gætt að stóriðja með tilheyrandi hafnarmannvirkjum virðist eina leiðin til að fá verulegan opinberan stuðning við atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Milljarðarnir sem ríkið leggur í Bakka og til Helguvíkur eru sjálfsagt öfundsverðir og skilaboðin skýr; við drögum bara upp stóra veskið fyrir stóriðju, ekki ferðaþjónustu, smáiðnað eða þekkingarstarfsemi. Ríkisvaldið reynir að kúga sveitarfélögin inn á þessa braut. En samt, gróin sveitarfélög hafa valkosti. Geta Norðlendingar í alvöru hugsað sér allar þessar fórnir fyrir miklar framkvæmdir í 2–3 ár og 240 einhæf langtímastörf? Vill fólk úti á landi ekki frekar atvinnustarfsemi sem virðir móður náttúru? Þannig uppbygging er möguleg, eins og gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustunnar á undanförnum árum sýnir. Ferðamönnum fylgja vissulega umhverfisáhrif en þau eru smámunir miðað við stóriðju og þau má lágmarka með góðu skipulagi. Ferðaþjónustan er orðin langstærsta atvinnugrein landsins, hún skapar um 14% landsmanna störf, á móti 1% í áliðnaði, og hún skilur mikinn virðisauka eftir í heimabyggð meðan virðisauki áliðnaðarins flæðir að mestu úr landi. Einstök náttúra landsins er okkar mesti fjársjóður og henni má ekki spilla meir en orðið er á fölskum forsendum. Sameinumst því um þá kröfu náttúruverndar- og útivistarsamtaka að hlífa miðhálendi Íslands, hjarta landsins, fyrir frekari stórframkvæmdum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa undirritað samstarfssamning við Klappir Development ehf. um uppbyggingu og rekstur 120.000 tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Sveitarfélagið Skagaströnd, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagafjörður. Samkvæmt fréttinni er stækkun möguleg í allt að 220.000 tonn. Það þýðir á mannamáli að nauðsynlegt verður að stækka álverið að minnsta kosti sem þessu nemur til að arðsemi þess verði viðunandi fyrir kínverska eigendur. Orkuþörf fyrsta áfanga er sögð 206 megavött (MW) og þá væntanlega 412 MW þegar seinni áfangi rís. Fullbyggt álver þyrfti því orku sem samsvarar þremur Blönduvirkjunum eða 10 Skrokkölduvirkjunum svo nefndur sé virkjunarkostur sem mikið hefur verið í umræðunni. Orka Blönduvirkjunar er að mestu fullnýtt og Blönduveita sem er í nýtingarflokki rammaáætlunar gefur aðeins um 30 MW. Svonefndur Blöndulundur, vindmyllugarður sem enn er á hugmyndastigi, gæfi að hámarki 100 MW. Til að knýja 220.000 tonna álver á Hafursstöðum þarf því örugglega að virkja jökulsárnar í Skagafirði við Skatastaði. Tvær útfærslur Skatastaðavirkjunar eru í biðflokki rammaáætlunar, 143 og 153 MW. Báðar byggja á stóru uppistöðulóni á hálendinu norðan Hofsjökuls. Minni virkjunina, Skatastaðavirkjun D, má bæta upp með svonefndri Villinganesvirkjun (33 MW) sem fengi vatn úr miklu uppistöðulóni í mynni Austur- og Vesturdals. Augljóst er að virkjunum þessum mun fylgja gríðarlegur fórnarkostnaður fyrir víðernin upp af Skagafirði, ásýnd héraðsins og fyrrnefndra dala, líf á flæðilöndunum við Hegranes og fljótasiglingar á Austari Jökulsá, svo eitthvað sé nefnt. Hvernig dettur ábyrgum sveitarfélögum þetta í hug þegar fullljóst er að stóriðja er einhver allra versti atvinnukostur sem hugsast getur sé tekið mið af fjárfestingu á bak við hvert starf, arði sem eftir verður í landinu og ekki síst óásættanlegum umhverfisáhrifum iðjuversins og virkjananna sem þarf til að knýja það?Mesti fjársjóðurinn Að einhverju leyti er sveitarstjórnarmönnum vorkunn þegar þess er gætt að stóriðja með tilheyrandi hafnarmannvirkjum virðist eina leiðin til að fá verulegan opinberan stuðning við atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Milljarðarnir sem ríkið leggur í Bakka og til Helguvíkur eru sjálfsagt öfundsverðir og skilaboðin skýr; við drögum bara upp stóra veskið fyrir stóriðju, ekki ferðaþjónustu, smáiðnað eða þekkingarstarfsemi. Ríkisvaldið reynir að kúga sveitarfélögin inn á þessa braut. En samt, gróin sveitarfélög hafa valkosti. Geta Norðlendingar í alvöru hugsað sér allar þessar fórnir fyrir miklar framkvæmdir í 2–3 ár og 240 einhæf langtímastörf? Vill fólk úti á landi ekki frekar atvinnustarfsemi sem virðir móður náttúru? Þannig uppbygging er möguleg, eins og gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustunnar á undanförnum árum sýnir. Ferðamönnum fylgja vissulega umhverfisáhrif en þau eru smámunir miðað við stóriðju og þau má lágmarka með góðu skipulagi. Ferðaþjónustan er orðin langstærsta atvinnugrein landsins, hún skapar um 14% landsmanna störf, á móti 1% í áliðnaði, og hún skilur mikinn virðisauka eftir í heimabyggð meðan virðisauki áliðnaðarins flæðir að mestu úr landi. Einstök náttúra landsins er okkar mesti fjársjóður og henni má ekki spilla meir en orðið er á fölskum forsendum. Sameinumst því um þá kröfu náttúruverndar- og útivistarsamtaka að hlífa miðhálendi Íslands, hjarta landsins, fyrir frekari stórframkvæmdum.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar