Gjöfin stóra Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 1. febrúar 2014 06:00 Mikil umræða fer nú fram um líffæragjöf vegna andláts Skarphéðins Andra Kristjánssonar. Saga hans er einstök en eins og flestir vita dó hann í kjölfar umferðarslyss og gaf líffæri sín til sex einstaklinga. Hann hafði velt þessu fyrir sér, tekið ákvörðun og rætt við fjölskylduna án þess að óa fyrir að kallið kæmi svo snemma. Ég vil þakka foreldrum hans fyrir að segja okkur frá gjöf Skarphéðins og um leið votta þeim, fjölskyldu og vinum, mína dýpstu samúð. Siv Friðleifsdóttir flutti þingsályktun um að ráðherra yrði falið að leggja fram frumvarp um ætlað samþykki við líffæragjöf. Á síðasta þingi afgreiddi velferðarnefnd málið frá sér, með breytingum þó, en það komst því miður ekki á dagskrá þingsins. Silja Dögg Gunnarsdóttir hefur nú lagt fram frumvarp um málið og það er á starfsáætlun velferðarnefndar. Nefndin kynnti sér málið vel og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hélt málþing um siðferðileg álitamál vegna líffæragjafar. Ég leyfi mér að fullyrða að þingmenn séu almennt sammála um mikilvægi þess að fjölga líffæragjöfum. Breyting til að stuðla að því gæti verið að setja ætlað samþykki eða krafið samþykki í lög. Í síðara tilfellinu væri með skipulögðum hætti leitað eftir afstöðu fólks til mögulegrar líffæragjafar. Sumir siðfræðingar benda á að líffæragjöf sé mikilvæg gjöf og það eigi ekki að taka ákvörðunina um að gefa slíka gjöf af fólki með lagasetningu. En ef til vill þarf ekki lagabreytingu. Á málþingi Siðfræðistofnunar kom fram að mikilvægasti áhrifaþátturinn á vilja fólks til að gefa líffæri væri að fram hefði farið almenn samfélagsumræða um mikilvægi líffæragjafar og spurningar sem vakna í kringum jafnviðkvæmt og stórt mál. Hvernig sem lögin um líffæragjöf verða þá er það alltaf réttur aðstandenda að neita. Umræða og fræðsla um líffæragjöf er því besta leiðin til að fjölga líffæragjöfum. Gjöfin hans Skarphéðins og foreldra hans er því enn stærri en þau grunaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Mikil umræða fer nú fram um líffæragjöf vegna andláts Skarphéðins Andra Kristjánssonar. Saga hans er einstök en eins og flestir vita dó hann í kjölfar umferðarslyss og gaf líffæri sín til sex einstaklinga. Hann hafði velt þessu fyrir sér, tekið ákvörðun og rætt við fjölskylduna án þess að óa fyrir að kallið kæmi svo snemma. Ég vil þakka foreldrum hans fyrir að segja okkur frá gjöf Skarphéðins og um leið votta þeim, fjölskyldu og vinum, mína dýpstu samúð. Siv Friðleifsdóttir flutti þingsályktun um að ráðherra yrði falið að leggja fram frumvarp um ætlað samþykki við líffæragjöf. Á síðasta þingi afgreiddi velferðarnefnd málið frá sér, með breytingum þó, en það komst því miður ekki á dagskrá þingsins. Silja Dögg Gunnarsdóttir hefur nú lagt fram frumvarp um málið og það er á starfsáætlun velferðarnefndar. Nefndin kynnti sér málið vel og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hélt málþing um siðferðileg álitamál vegna líffæragjafar. Ég leyfi mér að fullyrða að þingmenn séu almennt sammála um mikilvægi þess að fjölga líffæragjöfum. Breyting til að stuðla að því gæti verið að setja ætlað samþykki eða krafið samþykki í lög. Í síðara tilfellinu væri með skipulögðum hætti leitað eftir afstöðu fólks til mögulegrar líffæragjafar. Sumir siðfræðingar benda á að líffæragjöf sé mikilvæg gjöf og það eigi ekki að taka ákvörðunina um að gefa slíka gjöf af fólki með lagasetningu. En ef til vill þarf ekki lagabreytingu. Á málþingi Siðfræðistofnunar kom fram að mikilvægasti áhrifaþátturinn á vilja fólks til að gefa líffæri væri að fram hefði farið almenn samfélagsumræða um mikilvægi líffæragjafar og spurningar sem vakna í kringum jafnviðkvæmt og stórt mál. Hvernig sem lögin um líffæragjöf verða þá er það alltaf réttur aðstandenda að neita. Umræða og fræðsla um líffæragjöf er því besta leiðin til að fjölga líffæragjöfum. Gjöfin hans Skarphéðins og foreldra hans er því enn stærri en þau grunaði.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar