Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, var eðlilega svekktur og súr með niðurstöðuna eftir leikinn í kvöld. Tapið gegn FH þýðir að liðið fer í umspil með þremur liðum úr 1. deildinni í vor.
„Við fengum fullt af sénsum til að koma til baka eftir að hafa byrjað svona illa,“ sagði Bjarki og bætti við að það hefði kostað liðið mikla orku að bæta upp fyrir að lenda 7-1 undir á upphafsmínútum leiksins.
„Svo er allt að vinna gegn okkur. Stangarskot, sláarskot og víti sem klikka. Dauðafærin voru okkur ekki hliðholl í dag - svona er þetta bara,“ sagði Bjarki en mikið hefur gengið á hjá ÍR undanfarnar vikur sem hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum.
„Svona hefur þetta verið hjá okkur. Við höfum misst marga í meiðsli og Björgvins Hólmgeirssonar er sárt saknað. En nú erum við að fara í umspil og verðum að takast á við það.“
Hann efast ekki um að ÍR-ingar mæti klárir í umspilsbaráttuna. „ÍR-hjartað er í góðu lagi og menn mæta á fullu í þessa leiki.“
Bjarki Sig: Allt að vinna gegn okkur

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 23-22 | Deildarmeistararnir taplausir á heimavelli
Haukar unnu eins marks sigur á ÍBV í toppslag liðanna í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 26-19 | Íslandsmeistarar Fram úr leik
Valur lagði Fram 26-19 í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Valur hafnar því í þriðja sæti deildarinnar en Fram missir af úrslitakeppninni.

Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-23 | Norðanmenn tryggðu sæti sitt
Akureyri verður áfram í Olís-deildinni í handbolta eftir sigur á Akureyri í kvöld en önnur úrslit féllu með liðinu.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - FH 27-28 | FH í úrslitakeppnina og ÍR í umspilið
FH tryggði sér sæti í úrslitakeppni Olísdeildar karla en ÍR datt niður í sjöunda sætið.