Minningardagur intersexfólks Kitty Anderson og Hilmar Hildarson Magnúsarson skrifar 8. nóvember 2014 07:00 „Intersex“ er hugtak sem nær yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum eða breytileika sem liggja á milli okkar stöðluðu hugmynda um karl- og kvenkyn. Intersex einstaklingar fæðast með einkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns; sem eru sambland af karl- og kvenkyni; eða sem eru hvorki karl- né kvenkyns. Fram á allra síðustu ár hefur tilvera intersexfólks verið sveipuð þykkum leyndarhjúpi. Með opnara samfélagi er baráttufólk úr röðum intersexfólks þó farið að stíga fram og rjúfa þögnina. Til að ræða mannréttindi hópsins. Til að vekja athygli á þeim mannréttindabrotum sem intersexfólk hefur lengi mátt þola - og býr enn við. Alþjóðasamfélagið, Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Evrópuráðið hafa vaknað til vitundar um málefnið og gefið út yfirlýsingar þess efnis að breyta þurfi stöðunni. Intersexfólk um heim allan er farið að bindast samtökum um að ræða stöðu sína og þarfir. Það sem áður var falið af ótta við neikvæð viðbrögð samfélagsins er loks komið upp á yfirborðið. Því miður of seint fyrir marga.Fórnarlömb þagnarinnar Áttundi nóvember er Minningardagur intersexfólks. Við minnumst þess að Herculine Barbin fæddist þennan dag árið 1838 en hún er ein af fyrstu intersex manneskjunum sem til eru ítarlegar ritaðar heimildir um. Intersexfólk hefur alltaf verið til og fyrir tíma Herculine hafði vissulega verið minnst á tilvist þess. Tilvistin var þó að mestu falin. Þurrkuð út. Hér áður fyrr, og jafnvel fram á þessa öld, tíðkaðist jafnvel að leyna einstaklingana sjálfa þessari vitneskju. Sannleikurinn þótti of hræðilegur til að hægt væri að leggja hann á fólk. Margir komust samt að hinu sanna upp á eigin spýtur. En samfélög breytast og upp rann sá tími að leyndarhyggjan þótti ekki hæfa nútímanum. Ekki að öllu leyti að minnsta kosti. Einstaklingunum var nú sagt hið rétta - en ráðlagt að segja engum frá. Samfélagið væri nefnilega ekki fært um að höndla þessar upplýsingar. Ekki var reynt að koma fólki saman til þess að ræða tilveru sína, reynslu og þarfir. Flestir upplifðu sig því algjörlega einangraða. Þessi mikla leynd og einangrun ollu auðvitað mörgu fólki miklum sálarkvölum og höfðu skelfilegar afleiðingar í för með sér. Einsemd og angist sem kostað hefur allt of marga lífið. Þeirra minnumst við einnig í dag.Leiðarljósin í baráttunni Auk þess að minnast þeirra sem ekki eru lengur á meðal okkar notum við daginn í dag til að stuðla að breytingum. Til að minnast þess sem við fáum áorkað í baráttunni. Fyrir mánuði síðan, þann áttunda október, var haldinn Evrópusamráðsfundur intersex samtaka í Riga í Lettlandi. Þar voru kortlögð fjögur markmið sem skulu vera leiðbeinandi í starfi evrópskra intersex samtaka á komandi árum. Markmiðin eru: 1. Að draga í efa þá skilgreiningu að kyn sé eingöngu karl og kvenkyn og efla þá vitneskju að kyn eins og kyngervi sé skali eða samfella. 2. Að tryggja að intersex einstaklingar njóti fullrar verndar gegn hverskonar mismunun. Til að fylgja þessu markmiði eftir leggjum við til að tekin verði upp löggjöf gegn mismunun á grundvelli kyneinkenna, án tillits til ákveðinnar birtingarmyndar eða samsetningar þessara einkenna. Kyneinkenni ná yfir litninga, kynkirtla og líffærafræðileg sérkenni manneskju. Kyneinkenni svo sem æxlunarfæri, uppbygging kynfæra, litningar og hormónastarfsemi, og auka kyneinkenni svo sem, en ekki einvörðungu, vöðvauppbygging, dreifing hárs, brjóstavöxtur og/eða hæð. 3. Að tryggja að allir hagsmunaðilar sem hafa ákveðnu hlutverki að gegna í velferð intersex einstaklinga, þar með talið starfsfólk heilbrigðisgeirans, foreldrar og fagfólk innan menntakerfisins, ásamt samfélaginu í heild, fái mannréttindamiðaða fræðslu um intersex málefni. 4. Að vinna að því að gera læknisfræðilega og sálfræðilega meðferð ólögmæta nema að upplýst samþykki einstaklingsins liggi fyrir. Starfsfólk heilbrigðisgeirans og annað fagfólk skal ekki framkvæma neina meðferð til að breyta kyneinkennum sem getur beðið þar til einstaklingurinn er fær um að veita upplýst samþykki.Skerum ekki upp börn til að höndla tilvist þeirra Við vonumst til að íslensk stjórnvöld og læknasamfélag verði okkur samstíga í átt að þessum nauðsynlegu breytingum. Mikilvægustu breytinguna er þó erfitt að kortleggja en hún snýr að breyttum viðhorfum í samfélaginu. Ein af ástæðunum sem gefin er fyrir þeim yfirgengilegu og óafturkræfu inngripum í líf og líkama intersexfólks sem tíðkast hafa er jú sú að koma þurfi í veg fyrir stríðni og samfélagsútskúfun (e. stigmatisation). Það er einlæg trú okkar hjá Intersex Ísland og Samtökunum ‘78 að íslenskt samfélag sé meira en tilbúið til að sýna það og sanna að ekki sé lengur þörf á því að breyta börnum með skurðaðgerðum til þess að samfélagið höndli tilvist þeirra. Hættum að gera hluta samfélagsins að „skítugu börnunum hennar Evu“ og koma fram við hann sem huldufólk sem ráðskast megi með að vild. Sýnum frekar með orði og gjörðum að íslenskt samfélag sé nógu framsækið til þess að allir geti fundið sér þar stað, óháð kynhneigð, kynvitund, kyngervi, kyntjáningu eða eins og í tilfelli intersexfólks - kyneinkennum. Við búum öll yfir þessum þáttum og útskúfun einstaklinga vegna fyrrgreindu þáttanna er sem betur á hröðu undanhaldi. Sýnum það að sama eigi við um kyneinkenni og höldum stolt áfram inn í framtíð þar sjálfsákvörðunarréttur einstaklinganna er virtur. Og þar sem feluleikur og skömm heyra sögunni til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Intersex“ er hugtak sem nær yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum eða breytileika sem liggja á milli okkar stöðluðu hugmynda um karl- og kvenkyn. Intersex einstaklingar fæðast með einkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns; sem eru sambland af karl- og kvenkyni; eða sem eru hvorki karl- né kvenkyns. Fram á allra síðustu ár hefur tilvera intersexfólks verið sveipuð þykkum leyndarhjúpi. Með opnara samfélagi er baráttufólk úr röðum intersexfólks þó farið að stíga fram og rjúfa þögnina. Til að ræða mannréttindi hópsins. Til að vekja athygli á þeim mannréttindabrotum sem intersexfólk hefur lengi mátt þola - og býr enn við. Alþjóðasamfélagið, Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Evrópuráðið hafa vaknað til vitundar um málefnið og gefið út yfirlýsingar þess efnis að breyta þurfi stöðunni. Intersexfólk um heim allan er farið að bindast samtökum um að ræða stöðu sína og þarfir. Það sem áður var falið af ótta við neikvæð viðbrögð samfélagsins er loks komið upp á yfirborðið. Því miður of seint fyrir marga.Fórnarlömb þagnarinnar Áttundi nóvember er Minningardagur intersexfólks. Við minnumst þess að Herculine Barbin fæddist þennan dag árið 1838 en hún er ein af fyrstu intersex manneskjunum sem til eru ítarlegar ritaðar heimildir um. Intersexfólk hefur alltaf verið til og fyrir tíma Herculine hafði vissulega verið minnst á tilvist þess. Tilvistin var þó að mestu falin. Þurrkuð út. Hér áður fyrr, og jafnvel fram á þessa öld, tíðkaðist jafnvel að leyna einstaklingana sjálfa þessari vitneskju. Sannleikurinn þótti of hræðilegur til að hægt væri að leggja hann á fólk. Margir komust samt að hinu sanna upp á eigin spýtur. En samfélög breytast og upp rann sá tími að leyndarhyggjan þótti ekki hæfa nútímanum. Ekki að öllu leyti að minnsta kosti. Einstaklingunum var nú sagt hið rétta - en ráðlagt að segja engum frá. Samfélagið væri nefnilega ekki fært um að höndla þessar upplýsingar. Ekki var reynt að koma fólki saman til þess að ræða tilveru sína, reynslu og þarfir. Flestir upplifðu sig því algjörlega einangraða. Þessi mikla leynd og einangrun ollu auðvitað mörgu fólki miklum sálarkvölum og höfðu skelfilegar afleiðingar í för með sér. Einsemd og angist sem kostað hefur allt of marga lífið. Þeirra minnumst við einnig í dag.Leiðarljósin í baráttunni Auk þess að minnast þeirra sem ekki eru lengur á meðal okkar notum við daginn í dag til að stuðla að breytingum. Til að minnast þess sem við fáum áorkað í baráttunni. Fyrir mánuði síðan, þann áttunda október, var haldinn Evrópusamráðsfundur intersex samtaka í Riga í Lettlandi. Þar voru kortlögð fjögur markmið sem skulu vera leiðbeinandi í starfi evrópskra intersex samtaka á komandi árum. Markmiðin eru: 1. Að draga í efa þá skilgreiningu að kyn sé eingöngu karl og kvenkyn og efla þá vitneskju að kyn eins og kyngervi sé skali eða samfella. 2. Að tryggja að intersex einstaklingar njóti fullrar verndar gegn hverskonar mismunun. Til að fylgja þessu markmiði eftir leggjum við til að tekin verði upp löggjöf gegn mismunun á grundvelli kyneinkenna, án tillits til ákveðinnar birtingarmyndar eða samsetningar þessara einkenna. Kyneinkenni ná yfir litninga, kynkirtla og líffærafræðileg sérkenni manneskju. Kyneinkenni svo sem æxlunarfæri, uppbygging kynfæra, litningar og hormónastarfsemi, og auka kyneinkenni svo sem, en ekki einvörðungu, vöðvauppbygging, dreifing hárs, brjóstavöxtur og/eða hæð. 3. Að tryggja að allir hagsmunaðilar sem hafa ákveðnu hlutverki að gegna í velferð intersex einstaklinga, þar með talið starfsfólk heilbrigðisgeirans, foreldrar og fagfólk innan menntakerfisins, ásamt samfélaginu í heild, fái mannréttindamiðaða fræðslu um intersex málefni. 4. Að vinna að því að gera læknisfræðilega og sálfræðilega meðferð ólögmæta nema að upplýst samþykki einstaklingsins liggi fyrir. Starfsfólk heilbrigðisgeirans og annað fagfólk skal ekki framkvæma neina meðferð til að breyta kyneinkennum sem getur beðið þar til einstaklingurinn er fær um að veita upplýst samþykki.Skerum ekki upp börn til að höndla tilvist þeirra Við vonumst til að íslensk stjórnvöld og læknasamfélag verði okkur samstíga í átt að þessum nauðsynlegu breytingum. Mikilvægustu breytinguna er þó erfitt að kortleggja en hún snýr að breyttum viðhorfum í samfélaginu. Ein af ástæðunum sem gefin er fyrir þeim yfirgengilegu og óafturkræfu inngripum í líf og líkama intersexfólks sem tíðkast hafa er jú sú að koma þurfi í veg fyrir stríðni og samfélagsútskúfun (e. stigmatisation). Það er einlæg trú okkar hjá Intersex Ísland og Samtökunum ‘78 að íslenskt samfélag sé meira en tilbúið til að sýna það og sanna að ekki sé lengur þörf á því að breyta börnum með skurðaðgerðum til þess að samfélagið höndli tilvist þeirra. Hættum að gera hluta samfélagsins að „skítugu börnunum hennar Evu“ og koma fram við hann sem huldufólk sem ráðskast megi með að vild. Sýnum frekar með orði og gjörðum að íslenskt samfélag sé nógu framsækið til þess að allir geti fundið sér þar stað, óháð kynhneigð, kynvitund, kyngervi, kyntjáningu eða eins og í tilfelli intersexfólks - kyneinkennum. Við búum öll yfir þessum þáttum og útskúfun einstaklinga vegna fyrrgreindu þáttanna er sem betur á hröðu undanhaldi. Sýnum það að sama eigi við um kyneinkenni og höldum stolt áfram inn í framtíð þar sjálfsákvörðunarréttur einstaklinganna er virtur. Og þar sem feluleikur og skömm heyra sögunni til.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun