Afnám skuldafangelsis Gísli Tryggvason og Einar Gautur Steingrímsson skrifa 23. apríl 2014 11:00 Í árslok 2010 setti Alþingi lög sem styttu fyrningarfrest krafna í kjölfar gjaldþrotaskipta í tvö ár og að krafan yrði að jafnaði ekki endurvakin eftir það. Áður endurnýjaðist fyrningarfrestur kröfunnar við gjaldþrotaskiptin. Kröfuhafi gat haldið kröfu við til æviloka skuldara. Lögin skyldu endurskoðast „innan fjögurra ára frá gildistöku“, þ.e. fyrir árslok 2014. Þáverandi ráðherra dómsmála, Ögmundur Jónasson, hugðist breyta þessu. Undirritaðir áttu fund með ráðherra ásamt Lilju Mósesdóttur, þáverandi alþingiskonu, og aðstoðarmanni ráðherra, Einari Árnasyni, og lögðu til rök fyrir því að breytingin væri bæði æskileg og færi ekki gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Réttur til framtíðartekna manns gæti ekki orðið stjórnarskrárvarin eign annarra enda þrælahald löngu afnumið. Á Ögmundur heiður skilinn fyrir þetta frumkvæði svo skömmu eftir að hann tók við ráðuneyti dómsmála. Höfundum er kunnugt um að breyting í þessa átt hafi mætt fyrirstöðu innan „kerfisins“. Áframhaldandi réttarbætur Megin tilgangur greinarinnar er annars vegar að upplýsa um þær réttarbætur, sem felast í lagabreytingunni, og hins vegar að mæla gegn því að lögunum verði breytt aftur til fyrra horfs; frekar mætti ganga lengra. Afnám skuldafangelsis í raunGjaldþrot felur í sér sameiginlega fullnustuaðgerð allra kröfuhafa þar sem jafnræði kröfuhafa er gætt. Allar eignir skuldara eru þá seldar og skipt upp milli kröfuhafa. Gjaldþrot er eðlilegur hluti markaðshagkerfis. Að því loknu ættu kröfur að afskrifast en ekki ætti að veita kröfuhöfum aðgang að framtíðartekjum manna vegna skulda fortíðar. Menn þurfa að sjá fyrir sér og sínum. Með framangreindum réttarbótum hefur þetta verið gert að mestu. Sambærileg sjónarmið hafa ráðið löggjöf í Bandaríkjunum í meira en öld sem er stærsta hagkerfi í heimi og nú á Íslandi. Áður gat skuldari ekki ráðstafað tekjum framtíðar til að eignast eitthvað. Kröfuhafinn gat komist í þær eignir. Gamla hugsunin fól nánast í sér kröfu lánardrottins – jafnvel um ókomna tíð – í framtíðaraflahæfi einstaklings. Í raun hefur rétturinn til að afla tekna í framtíðinni í ýmsu vikið vegna krafna úr fortíðinni. Stappar þetta nærri skuldafangelsi að mati undirritaðra. Með lagabreytingunni nálgaðist löggjafinn fullnustuaðgerðir með nýrri hugsun. Kröfuhafar ganga að eignum skuldara og að því loknu hefur skuldari nýtt líf. Telja undirritaðir þetta mikla réttarbót og skynsamlega. Dregið úr svartri vinnuVið setningu laganna var talið hugsanlegt að innheimtuhlutfall skatta gæti hugsanlega lækkað eitthvað en varla umtalsvert. Í greinargerð með frumvarpinu sagði: „Það sem kann þó að skipta meira máli er að minni tilhneiging kann að verða til svartrar vinnu til lengri tíma litið vegna þess að einstaklingar komast fyrr út úr þeim fjárhagslegu aðstæðum sem knúið hafa þá í þrot. Þannig má ætla að þeim einstaklingum sem teknir hafa verið til gjaldþrotaskipta takist fyrr að koma fjármálum sínum á réttan kjöl og taka þannig eðlilegan þátt í þjóðlífinu með öflun tekna og greiðslu skatta.” Úr gjaldþrotalögum:Í 165. gr. gjaldþrotaskiptalaga segir nú: Þrotamaðurinn ber ábyrgð á skuldum sínum sem fást ekki greiddar við gjaldþrotaskiptin. Hafi kröfu verið lýst við gjaldþrotaskiptin og ekki fengist greidd við þau er fyrningu slitið gagnvart þrotamanninum og byrjar þá nýr tveggja ára fyrningarfrestur að líða á þeim degi sem skiptunum er lokið. Þótt kröfu hafi ekki verið lýst við skiptin gildir þessi sami fyrningarfrestur um hana, enda fyrnist hún ekki á skemmri tíma. Síðan er lýst takmörkuðum möguleikum á að endurvekja kröfurnar. Með þessu fær skuldari samningsstöðu gagnvart kröfuhafa í stað þess að vera nánast ofurseldur skilmálum hans. Ekki eru efni til þess að hafa greinina lengri að sinni en full þörf er á að almenningi og hagsmunaaðilum sé ljós réttaráhrif gjaldþrotaskipta á búum einstaklings. Þarfnast málið því frekari umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Gautur Steingrímsson Gjaldþrot Mest lesið Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í árslok 2010 setti Alþingi lög sem styttu fyrningarfrest krafna í kjölfar gjaldþrotaskipta í tvö ár og að krafan yrði að jafnaði ekki endurvakin eftir það. Áður endurnýjaðist fyrningarfrestur kröfunnar við gjaldþrotaskiptin. Kröfuhafi gat haldið kröfu við til æviloka skuldara. Lögin skyldu endurskoðast „innan fjögurra ára frá gildistöku“, þ.e. fyrir árslok 2014. Þáverandi ráðherra dómsmála, Ögmundur Jónasson, hugðist breyta þessu. Undirritaðir áttu fund með ráðherra ásamt Lilju Mósesdóttur, þáverandi alþingiskonu, og aðstoðarmanni ráðherra, Einari Árnasyni, og lögðu til rök fyrir því að breytingin væri bæði æskileg og færi ekki gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Réttur til framtíðartekna manns gæti ekki orðið stjórnarskrárvarin eign annarra enda þrælahald löngu afnumið. Á Ögmundur heiður skilinn fyrir þetta frumkvæði svo skömmu eftir að hann tók við ráðuneyti dómsmála. Höfundum er kunnugt um að breyting í þessa átt hafi mætt fyrirstöðu innan „kerfisins“. Áframhaldandi réttarbætur Megin tilgangur greinarinnar er annars vegar að upplýsa um þær réttarbætur, sem felast í lagabreytingunni, og hins vegar að mæla gegn því að lögunum verði breytt aftur til fyrra horfs; frekar mætti ganga lengra. Afnám skuldafangelsis í raunGjaldþrot felur í sér sameiginlega fullnustuaðgerð allra kröfuhafa þar sem jafnræði kröfuhafa er gætt. Allar eignir skuldara eru þá seldar og skipt upp milli kröfuhafa. Gjaldþrot er eðlilegur hluti markaðshagkerfis. Að því loknu ættu kröfur að afskrifast en ekki ætti að veita kröfuhöfum aðgang að framtíðartekjum manna vegna skulda fortíðar. Menn þurfa að sjá fyrir sér og sínum. Með framangreindum réttarbótum hefur þetta verið gert að mestu. Sambærileg sjónarmið hafa ráðið löggjöf í Bandaríkjunum í meira en öld sem er stærsta hagkerfi í heimi og nú á Íslandi. Áður gat skuldari ekki ráðstafað tekjum framtíðar til að eignast eitthvað. Kröfuhafinn gat komist í þær eignir. Gamla hugsunin fól nánast í sér kröfu lánardrottins – jafnvel um ókomna tíð – í framtíðaraflahæfi einstaklings. Í raun hefur rétturinn til að afla tekna í framtíðinni í ýmsu vikið vegna krafna úr fortíðinni. Stappar þetta nærri skuldafangelsi að mati undirritaðra. Með lagabreytingunni nálgaðist löggjafinn fullnustuaðgerðir með nýrri hugsun. Kröfuhafar ganga að eignum skuldara og að því loknu hefur skuldari nýtt líf. Telja undirritaðir þetta mikla réttarbót og skynsamlega. Dregið úr svartri vinnuVið setningu laganna var talið hugsanlegt að innheimtuhlutfall skatta gæti hugsanlega lækkað eitthvað en varla umtalsvert. Í greinargerð með frumvarpinu sagði: „Það sem kann þó að skipta meira máli er að minni tilhneiging kann að verða til svartrar vinnu til lengri tíma litið vegna þess að einstaklingar komast fyrr út úr þeim fjárhagslegu aðstæðum sem knúið hafa þá í þrot. Þannig má ætla að þeim einstaklingum sem teknir hafa verið til gjaldþrotaskipta takist fyrr að koma fjármálum sínum á réttan kjöl og taka þannig eðlilegan þátt í þjóðlífinu með öflun tekna og greiðslu skatta.” Úr gjaldþrotalögum:Í 165. gr. gjaldþrotaskiptalaga segir nú: Þrotamaðurinn ber ábyrgð á skuldum sínum sem fást ekki greiddar við gjaldþrotaskiptin. Hafi kröfu verið lýst við gjaldþrotaskiptin og ekki fengist greidd við þau er fyrningu slitið gagnvart þrotamanninum og byrjar þá nýr tveggja ára fyrningarfrestur að líða á þeim degi sem skiptunum er lokið. Þótt kröfu hafi ekki verið lýst við skiptin gildir þessi sami fyrningarfrestur um hana, enda fyrnist hún ekki á skemmri tíma. Síðan er lýst takmörkuðum möguleikum á að endurvekja kröfurnar. Með þessu fær skuldari samningsstöðu gagnvart kröfuhafa í stað þess að vera nánast ofurseldur skilmálum hans. Ekki eru efni til þess að hafa greinina lengri að sinni en full þörf er á að almenningi og hagsmunaaðilum sé ljós réttaráhrif gjaldþrotaskipta á búum einstaklings. Þarfnast málið því frekari umræðu.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun