Nokkurra orða breyting varð að stórum mistökum Svavar Kjarrval skrifar 23. apríl 2014 07:00 Þann 10. apríl síðastliðinn tóku upplýsingalög aftur gildi hér á landi þegar rannsóknarnefnd um fall sparisjóðanna lauk störfum. Næst þegar Alþingi gefur út þingsályktun um að setja á fót rannsóknarnefnd munu þau aftur detta út. Hvernig má það vera? Í lögum um rannsóknarnefndir má finna eftirfarandi ákvæði (1.-2. málsliður 14. gr.): „Ákvæði upplýsingalaga og ákvæði 18.–21. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, gilda ekki á meðan rannsóknarnefnd er að störfum. Sama gildir um ákvæði stjórnsýslulaga, nema sérstaklega sé til þeirra vísað í þessum lögum.“ Með þessu ákvæði eru upplýsingalög, greinar 18-21 í persónuverndarlögum og langflestar greinar stjórnsýslulaga ógildar á meðan rannsóknarnefndir eru að störfum. Þetta þýðir að með þingsályktun getur Alþingi tekið úr sambandi afar mikilvæg réttindi sem gerir borgurum og fjölmiðlum kleift að stunda aðhald gagnvart hinu opinbera og sækja rétt sinn. Góðu og slæmu fréttirnar eru þær að hér var ekki um viljaverk að ræða. Góði hluti þeirra er að allir héldu áfram að veita upplýsingar í samræmi við anda upplýsingalaga og persónuverndarlaga og stjórnsýslan hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Réttarkerfið er sett upp þannig að í stað þess að allir séu réttlausir er horfið til svokallaðra óskráðra meginreglna en það vekur samt upp lagalega óvissu. Slæmi hluti fréttanna er sá að mistökin komust í gegnum Alþingi og svo virðist vera að enginn hafi minnst á þau opinberlega áður en þau urðu að lögum.Uppgötvaði ekki mistökin Sagan byrjaði þegar forsætisnefnd Alþingis setti fram frumvarp um rannsóknarnefndir desember 2010 og þar hljóðaði þetta svo (þingskjal 426 á 139. löggjafarþingi): „Ákvæði upplýsingalaga og ákvæði 18.–21. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, gilda ekki um störf rannsóknarnefndar. Sama gildir um ákvæði stjórnsýslulaga og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nema sérstaklega sé til þeirra vísað í þessum lögum.“ (Parturinn með lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins var fjarlægður síðar í ferlinu.) Þar var hugmyndin sú að afgreiðsla beiðna um upplýsingar frá rannsóknarnefndum gætu tafið rannsóknir og jafnvel skaðað rannsóknarhagsmuni. Í febrúarmánuði 2011 kemur allsherjarnefnd Alþingis fram með sitt álit ásamt breytingartillögum. Í umfjöllun um frumvarpið vill nefndin að aðilar mála sem rannsóknarnefndir hafa til skoðunar hafi rétt samkvæmt lögum að biðja um upplýsingarnar eftir að þær hafi lokið störfum. Hins vegar leggur nefndin til eftirfarandi breytingartillögu (þingskjal 895 á 139. löggjafarþingi): „Í stað orðanna „um störf rannsóknarnefndar“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: á meðan rannsóknarnefnd er að störfum.“ Raunáhrif tillögunnar voru að í stað þess að takmarka rétt þeirra sem voru undir rannsókn eingöngu, var því breytt þannig að enginn hér á landi hefði þann rétt, og ekki eingöngu gagnvart rannsóknarnefndum. Ekki bætir úr skák að hið breytta frumvarp fór aftur til nefndarinnar og lagði hún til frekari breytingar á þessum sama hluta frumvarpsins án þess að hún hefði uppgötvað mistökin. Í lagatúlkun er almenna reglan sú að lagatextinn er það sem gildir. Greinargerðir frumvarpa og nefndarálit eru eingöngu til skýringar sem þýðir að jafnvel þótt ætlan allsherjarnefndar hafi verið önnur, þá er raunin sú að um tíma voru engin upplýsingalög í gildi, heldur ekki nokkur ákvæði persónuverndarlaga og þar að auki voru langflestar greinar stjórnsýslulaga ógildar. Stundum þarf bara ein mistök í einni línu til þess að skaða rétt okkar með afdrifaríkum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 10. apríl síðastliðinn tóku upplýsingalög aftur gildi hér á landi þegar rannsóknarnefnd um fall sparisjóðanna lauk störfum. Næst þegar Alþingi gefur út þingsályktun um að setja á fót rannsóknarnefnd munu þau aftur detta út. Hvernig má það vera? Í lögum um rannsóknarnefndir má finna eftirfarandi ákvæði (1.-2. málsliður 14. gr.): „Ákvæði upplýsingalaga og ákvæði 18.–21. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, gilda ekki á meðan rannsóknarnefnd er að störfum. Sama gildir um ákvæði stjórnsýslulaga, nema sérstaklega sé til þeirra vísað í þessum lögum.“ Með þessu ákvæði eru upplýsingalög, greinar 18-21 í persónuverndarlögum og langflestar greinar stjórnsýslulaga ógildar á meðan rannsóknarnefndir eru að störfum. Þetta þýðir að með þingsályktun getur Alþingi tekið úr sambandi afar mikilvæg réttindi sem gerir borgurum og fjölmiðlum kleift að stunda aðhald gagnvart hinu opinbera og sækja rétt sinn. Góðu og slæmu fréttirnar eru þær að hér var ekki um viljaverk að ræða. Góði hluti þeirra er að allir héldu áfram að veita upplýsingar í samræmi við anda upplýsingalaga og persónuverndarlaga og stjórnsýslan hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Réttarkerfið er sett upp þannig að í stað þess að allir séu réttlausir er horfið til svokallaðra óskráðra meginreglna en það vekur samt upp lagalega óvissu. Slæmi hluti fréttanna er sá að mistökin komust í gegnum Alþingi og svo virðist vera að enginn hafi minnst á þau opinberlega áður en þau urðu að lögum.Uppgötvaði ekki mistökin Sagan byrjaði þegar forsætisnefnd Alþingis setti fram frumvarp um rannsóknarnefndir desember 2010 og þar hljóðaði þetta svo (þingskjal 426 á 139. löggjafarþingi): „Ákvæði upplýsingalaga og ákvæði 18.–21. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, gilda ekki um störf rannsóknarnefndar. Sama gildir um ákvæði stjórnsýslulaga og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nema sérstaklega sé til þeirra vísað í þessum lögum.“ (Parturinn með lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins var fjarlægður síðar í ferlinu.) Þar var hugmyndin sú að afgreiðsla beiðna um upplýsingar frá rannsóknarnefndum gætu tafið rannsóknir og jafnvel skaðað rannsóknarhagsmuni. Í febrúarmánuði 2011 kemur allsherjarnefnd Alþingis fram með sitt álit ásamt breytingartillögum. Í umfjöllun um frumvarpið vill nefndin að aðilar mála sem rannsóknarnefndir hafa til skoðunar hafi rétt samkvæmt lögum að biðja um upplýsingarnar eftir að þær hafi lokið störfum. Hins vegar leggur nefndin til eftirfarandi breytingartillögu (þingskjal 895 á 139. löggjafarþingi): „Í stað orðanna „um störf rannsóknarnefndar“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: á meðan rannsóknarnefnd er að störfum.“ Raunáhrif tillögunnar voru að í stað þess að takmarka rétt þeirra sem voru undir rannsókn eingöngu, var því breytt þannig að enginn hér á landi hefði þann rétt, og ekki eingöngu gagnvart rannsóknarnefndum. Ekki bætir úr skák að hið breytta frumvarp fór aftur til nefndarinnar og lagði hún til frekari breytingar á þessum sama hluta frumvarpsins án þess að hún hefði uppgötvað mistökin. Í lagatúlkun er almenna reglan sú að lagatextinn er það sem gildir. Greinargerðir frumvarpa og nefndarálit eru eingöngu til skýringar sem þýðir að jafnvel þótt ætlan allsherjarnefndar hafi verið önnur, þá er raunin sú að um tíma voru engin upplýsingalög í gildi, heldur ekki nokkur ákvæði persónuverndarlaga og þar að auki voru langflestar greinar stjórnsýslulaga ógildar. Stundum þarf bara ein mistök í einni línu til þess að skaða rétt okkar með afdrifaríkum hætti.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun