Sala bíla fer vel af stað Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2014 09:51 Sala Toyota bíla hefur verið með ágætum í byrjun árs. Sala bíla fer af stað með krafti í byrjun árs. Salan í janúar í fólks- og sendibílum nam 606 bílum sem er 21,2% meira en í sama mánuði í fyrra þegar 500 bílar seldust. Ef sala bílaleigubíla er tekin úr þessum tölum þá seldust 492 bílar sem er 19,7% meira en í janúar í fyrra þegar 411 bíla seldust. Það er því mun bjartara yfir bílamarkaði í lok fyrsta mánaðar og vöxturinn meiri en menn voru almennt að spá. Toyota bílar seldust mest í janúar, eða 123 fólksbílar og 12 sendibílar. Af Volkswagen seldust 65 fólksbílar og 10 sendibílar og 64 Nissan bílar seldust í mánuðinum. Af bæði Chevrolet og Kia seldust 33 bílar og 28 Skoda bílar. Af Renault bílum seldust 19 fólksbílar og 16 sendibílar og af Ford 20 fólksbílar og 10 sendibílar. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent
Sala bíla fer af stað með krafti í byrjun árs. Salan í janúar í fólks- og sendibílum nam 606 bílum sem er 21,2% meira en í sama mánuði í fyrra þegar 500 bílar seldust. Ef sala bílaleigubíla er tekin úr þessum tölum þá seldust 492 bílar sem er 19,7% meira en í janúar í fyrra þegar 411 bíla seldust. Það er því mun bjartara yfir bílamarkaði í lok fyrsta mánaðar og vöxturinn meiri en menn voru almennt að spá. Toyota bílar seldust mest í janúar, eða 123 fólksbílar og 12 sendibílar. Af Volkswagen seldust 65 fólksbílar og 10 sendibílar og 64 Nissan bílar seldust í mánuðinum. Af bæði Chevrolet og Kia seldust 33 bílar og 28 Skoda bílar. Af Renault bílum seldust 19 fólksbílar og 16 sendibílar og af Ford 20 fólksbílar og 10 sendibílar.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent