Orkuveitan og undanþágur Jón Örvar G. Jónsson skrifar 23. maí 2014 07:00 Brennisteinsvetni H2S er litlaus eitruð lofttegund, oft tengd við hveralykt og jarðhita. Þessi lofttegund hefur verið að plaga okkur nágranna Hengilssvæðisins í auknum mæli undanfarin ár. Í stórum skömmtum er hún banvæn og getur drepið á stuttum tíma. Við þolum litla skammta af brennisteinsvetni en hversu lítið og hversu lengi er ekki vitað með vissu. Uppsprettur þessarar lofttegundar eru jarðvarmavirkjanir Orkuveitunnar á Hengilssvæðinu. Í fyrra blésu þessar tvær virkjanir út 30 þúsund tonnum af brennisteinsvetni og frá 2003 samtals 198 þúsund tonnum. Hluti af þessu brennisteinsvetni fer yfir Lækjarbotna þar sem börnin mín ganga í skóla. Þetta sama brennisteinsvetni fer yfir höfuðborgarsvæðið þar sem önnur börn ganga í skóla. Styrkur brennisteinsvetnis hefur aukist eftir að Hellisheiðarvirkjun hóf starfsemi sína haustið 2006. Hluti af brennisteinsvetninu breytist yfir í brennisteinsdíoxíð og brennisteinssýru, sem sumir þekkja ef til vill sem súrt regn og hefur oft verið tengt við kolaorkuver. Brennisteinssýra tærir málma og eyðir lífi. Á áttunda áratugnum urðu til að mynda skógar á Norðurlöndunum fyrir barðinu á súru regni sem barst frá Bretlandseyjum þegar Bretar notuðu meira kol en þeir gera nú.Veldur okkur skaða Þessi lofttegund brennisteinsvetni er að valda okkur skaða; fjárhagslegum og heilsufarslegum. Af hennar völdum ryðgar bárujárn hraðar, það fellur á silfur, ýmiss konar raftæki bila, möstur endast skemur og fleira. Það kostar okkur að endurnýja hluti hraðar. Það eru vísbendingar um að brennisteinsvetnið geti í litlum skömmtum haft áhrif á astma og á taugakerfi manna. Þörf er á fleiri rannsóknum. Á meðan er gerð tilraun á heilsu okkar. Orkuveita Reykjavíkur vill fá undanþágu frá því að uppfylla hertari mörk um útblástur brennisteinsvetnis. Þeir eru í vandræðum með brennisteinsvetnið. Þegar Hellisheiðarvirkjun var byggð var engin krafa gerð í starfsleyfinu um að hreinsa brennisteinsvetnið, ekki stafur um hreinsibúnað. Þetta átti líklegast að reddast, rigna niður eða fjúka burt. Nú eru átta ár liðin og enn streymir brennisteinsvetnið óhindrað yfir nágranna Hengilssvæðisins. Orkuveitan vill fá meiri tíma, meiri tíma til að þróa áfram nýja lausn sem á að leysa stærsta umhverfisvandamál þeirra, brennisteinsvetnið. SulFix heitir verkefnið og í því felst að brennisteinsvetninu er dælt aftur niður í jarðlögin. Þessi lausn er ódýrari en staðlaður hreinsibúnaður sem felst jafnan í efnafræðilegri útfellingu á brennisteinsvetni. Orkuveitan hefur beðið umhverfisráðherra að veita sér frest. Fá undanþágu frá reglugerð. Bara fimm ár í viðbót og þá verður þetta búið…? Hversu lengi eigum við að bíða eftir því að Orkuveitan hreinsi andrúmsloftið okkar? Hvað ef SulFix er ekkert fix? Hvað kostar hvert tonn af brennisteinsvetni okkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Brennisteinsvetni H2S er litlaus eitruð lofttegund, oft tengd við hveralykt og jarðhita. Þessi lofttegund hefur verið að plaga okkur nágranna Hengilssvæðisins í auknum mæli undanfarin ár. Í stórum skömmtum er hún banvæn og getur drepið á stuttum tíma. Við þolum litla skammta af brennisteinsvetni en hversu lítið og hversu lengi er ekki vitað með vissu. Uppsprettur þessarar lofttegundar eru jarðvarmavirkjanir Orkuveitunnar á Hengilssvæðinu. Í fyrra blésu þessar tvær virkjanir út 30 þúsund tonnum af brennisteinsvetni og frá 2003 samtals 198 þúsund tonnum. Hluti af þessu brennisteinsvetni fer yfir Lækjarbotna þar sem börnin mín ganga í skóla. Þetta sama brennisteinsvetni fer yfir höfuðborgarsvæðið þar sem önnur börn ganga í skóla. Styrkur brennisteinsvetnis hefur aukist eftir að Hellisheiðarvirkjun hóf starfsemi sína haustið 2006. Hluti af brennisteinsvetninu breytist yfir í brennisteinsdíoxíð og brennisteinssýru, sem sumir þekkja ef til vill sem súrt regn og hefur oft verið tengt við kolaorkuver. Brennisteinssýra tærir málma og eyðir lífi. Á áttunda áratugnum urðu til að mynda skógar á Norðurlöndunum fyrir barðinu á súru regni sem barst frá Bretlandseyjum þegar Bretar notuðu meira kol en þeir gera nú.Veldur okkur skaða Þessi lofttegund brennisteinsvetni er að valda okkur skaða; fjárhagslegum og heilsufarslegum. Af hennar völdum ryðgar bárujárn hraðar, það fellur á silfur, ýmiss konar raftæki bila, möstur endast skemur og fleira. Það kostar okkur að endurnýja hluti hraðar. Það eru vísbendingar um að brennisteinsvetnið geti í litlum skömmtum haft áhrif á astma og á taugakerfi manna. Þörf er á fleiri rannsóknum. Á meðan er gerð tilraun á heilsu okkar. Orkuveita Reykjavíkur vill fá undanþágu frá því að uppfylla hertari mörk um útblástur brennisteinsvetnis. Þeir eru í vandræðum með brennisteinsvetnið. Þegar Hellisheiðarvirkjun var byggð var engin krafa gerð í starfsleyfinu um að hreinsa brennisteinsvetnið, ekki stafur um hreinsibúnað. Þetta átti líklegast að reddast, rigna niður eða fjúka burt. Nú eru átta ár liðin og enn streymir brennisteinsvetnið óhindrað yfir nágranna Hengilssvæðisins. Orkuveitan vill fá meiri tíma, meiri tíma til að þróa áfram nýja lausn sem á að leysa stærsta umhverfisvandamál þeirra, brennisteinsvetnið. SulFix heitir verkefnið og í því felst að brennisteinsvetninu er dælt aftur niður í jarðlögin. Þessi lausn er ódýrari en staðlaður hreinsibúnaður sem felst jafnan í efnafræðilegri útfellingu á brennisteinsvetni. Orkuveitan hefur beðið umhverfisráðherra að veita sér frest. Fá undanþágu frá reglugerð. Bara fimm ár í viðbót og þá verður þetta búið…? Hversu lengi eigum við að bíða eftir því að Orkuveitan hreinsi andrúmsloftið okkar? Hvað ef SulFix er ekkert fix? Hvað kostar hvert tonn af brennisteinsvetni okkur?
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar