Ímynd íslenskra matvæla Orri Vigfússon skrifar 5. júní 2014 07:00 Íslenskur efnahagur hvílir að mestu leyti á nýtingu náttúrunnar, hvort sem er við matvælaframleiðslu, ferðamennsku eða virkjun orkuauðlinda. Miklu skiptir að nýtingin sé sjálfbær. Íslenskar fiskafurðir njóta þess í verðlagningu á mörkuðum erlendis að villtir fiskstofnar hér við land eru heilbrigðir og sjálfbærir vegna vel stýrðra veiða úr hreinum sjó. Sami hreinleiki náttúru landsins er helsta söluvaran til ferðamanna. Erlendir neytendur borga fyrir þá fullvissu íslenskar vörur séu náttúruleg og vistvæn afurð og ferðamenn fyrir að íslensk náttúra sé hrein og óspillt. Þetta þýðir á markaðsmáli að ímynd Íslands á heimsvísu einkennist af hreinleika og sjálfbærni. Falli blettur á þá ímynd verður erfitt að má hann brott. Ímyndarþróun er ekki ný af nálinni, flestir tengja tilteknar vörur við ákveðin lönd: osta og vín við Frakkland, súkkulaði við Belgíu, viskí við Skotland. Í þessu ljósi er mikið í húfi þegar teknar eru ákvarðanir sem geta haft áhrif á hreinleika og sjálfbærni íslenskrar náttúru enda væri kjörið að tengja fisk og aðrar sjávarafurðir við Ísland. Til að svo geti orðið þarf að koma til samstillt átak. Illa ígrunduð stefna í umhverfismálum spillir möguleikum okkar til að vinna með ímyndina um heilbrigðan villtan fisk frá Íslandi. Opið sjókvíaeldi hefur nú verið fullreynt í nágrannalöndum okkar. Það hefur sannarlega skilað fáeinum einstaklingum miklum auði en jafnframt skapað ótæpilegan og óumdeildan umhverfisvanda sem nú er reynt að bregðast við með ýmsum ráðum. Laxastofnar hafa hrunið í mörgum norskum ám, mest vegna áhrifa frá opnum laxeldiskvíum. Það er því ekki að ástæðulausu sem allt sjókvíaeldi á laxi hefur verið bannað í Alaska af ótta við að lífríkið skaðist með tilheyrandi tjóni fyrir ímynd landsins á alþjóðamörkuðum. Þar er í staðinn lögð áhersla á að veiða og selja villtan fisk í hæsta gæðaflokki um allan heim.Óháð úttekt Trúverðugleiki og uppruni eru mikilvæg atriði þegar kemur að markaðssetningu á íslenskri vöru. Í fyrirhuguðum eldisáformum er um að ræða norskan eldislax sem á að ala í íslensku vistkerfi. Því munu koma fram athugasemdir ef hann verður kynntur á mörkuðum sem íslenskur lax. Alþjóðlegu samtökin Slow Food, sem beita sér fyrir skynsamlegri nýtingu auðlinda og varðveislu matarhefða, viðurkenna ekki fiskeldi í opnum kerfum sem umhverfisvæna matvælaframleiðslu. Í dreifðum byggðum landsins getur fiskeldi í smáum stíl vissulega skapað hagnað en gæta verður þess að reksturinn valdi ekki spjöllum á náttúrunni. Af þeim fyrirtækjum sem hyggja á sjókvíaeldi við Ísland hefur Fjarðalax sýnt einna mesta varkárni í umhverfismálum. Margt jákvætt er að finna í þeirra fyrirætlunum, svo sem áætlanir um kynslóðaskipt eldi og hvíld fjarða. Það er engu að síður sannfæring NASF að villtum löxum á Íslandi og orðspori íslensks sjávarútvegs verði best borgið með því að leyfa alls ekki laxeldi í opnum sjókvíum hér við land. Hyggilegra væri að skipa sér í framvarðarsveit þeirra sem nú þróa nýjar aðferðir við eldi í lokuðum kerfum eða á landi. Við slíkt eldi gæti Ísland notið þess að búa að vistvænni, staðbundinni orku og hreinu vatni – sem gæti lækkað kostnað sem óhjákvæmilega hlýst af hinni nýju tækni. Næsta skref í laxeldi á Íslandi ætti að vera óháð úttekt á rekstrar- og þjóðhagslegri hagkvæmni laxeldis hér við land, áður en ráðist verður í stækkanir eldisstöðva sem byggðar eru á úreltum aðferðum. Við þá úttekt yrði að kanna nýjar tæknilausnir og meta allar kostnaðartölur með langtímasjónarmið í huga, þar með talin umhverfisáhrif og markaðshorfur. Í haust er fyrirhuguð ráðstefna á vegum NASF, Líffræðifélags Íslands og Stofnunar Sæmundar fróða við HÍ þar sem fjallað verður um efnahagslegan og samfélagslegan ávinning af laxeldi; málefni sem stjórnvöld hljóta að láta sig varða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Íslenskur efnahagur hvílir að mestu leyti á nýtingu náttúrunnar, hvort sem er við matvælaframleiðslu, ferðamennsku eða virkjun orkuauðlinda. Miklu skiptir að nýtingin sé sjálfbær. Íslenskar fiskafurðir njóta þess í verðlagningu á mörkuðum erlendis að villtir fiskstofnar hér við land eru heilbrigðir og sjálfbærir vegna vel stýrðra veiða úr hreinum sjó. Sami hreinleiki náttúru landsins er helsta söluvaran til ferðamanna. Erlendir neytendur borga fyrir þá fullvissu íslenskar vörur séu náttúruleg og vistvæn afurð og ferðamenn fyrir að íslensk náttúra sé hrein og óspillt. Þetta þýðir á markaðsmáli að ímynd Íslands á heimsvísu einkennist af hreinleika og sjálfbærni. Falli blettur á þá ímynd verður erfitt að má hann brott. Ímyndarþróun er ekki ný af nálinni, flestir tengja tilteknar vörur við ákveðin lönd: osta og vín við Frakkland, súkkulaði við Belgíu, viskí við Skotland. Í þessu ljósi er mikið í húfi þegar teknar eru ákvarðanir sem geta haft áhrif á hreinleika og sjálfbærni íslenskrar náttúru enda væri kjörið að tengja fisk og aðrar sjávarafurðir við Ísland. Til að svo geti orðið þarf að koma til samstillt átak. Illa ígrunduð stefna í umhverfismálum spillir möguleikum okkar til að vinna með ímyndina um heilbrigðan villtan fisk frá Íslandi. Opið sjókvíaeldi hefur nú verið fullreynt í nágrannalöndum okkar. Það hefur sannarlega skilað fáeinum einstaklingum miklum auði en jafnframt skapað ótæpilegan og óumdeildan umhverfisvanda sem nú er reynt að bregðast við með ýmsum ráðum. Laxastofnar hafa hrunið í mörgum norskum ám, mest vegna áhrifa frá opnum laxeldiskvíum. Það er því ekki að ástæðulausu sem allt sjókvíaeldi á laxi hefur verið bannað í Alaska af ótta við að lífríkið skaðist með tilheyrandi tjóni fyrir ímynd landsins á alþjóðamörkuðum. Þar er í staðinn lögð áhersla á að veiða og selja villtan fisk í hæsta gæðaflokki um allan heim.Óháð úttekt Trúverðugleiki og uppruni eru mikilvæg atriði þegar kemur að markaðssetningu á íslenskri vöru. Í fyrirhuguðum eldisáformum er um að ræða norskan eldislax sem á að ala í íslensku vistkerfi. Því munu koma fram athugasemdir ef hann verður kynntur á mörkuðum sem íslenskur lax. Alþjóðlegu samtökin Slow Food, sem beita sér fyrir skynsamlegri nýtingu auðlinda og varðveislu matarhefða, viðurkenna ekki fiskeldi í opnum kerfum sem umhverfisvæna matvælaframleiðslu. Í dreifðum byggðum landsins getur fiskeldi í smáum stíl vissulega skapað hagnað en gæta verður þess að reksturinn valdi ekki spjöllum á náttúrunni. Af þeim fyrirtækjum sem hyggja á sjókvíaeldi við Ísland hefur Fjarðalax sýnt einna mesta varkárni í umhverfismálum. Margt jákvætt er að finna í þeirra fyrirætlunum, svo sem áætlanir um kynslóðaskipt eldi og hvíld fjarða. Það er engu að síður sannfæring NASF að villtum löxum á Íslandi og orðspori íslensks sjávarútvegs verði best borgið með því að leyfa alls ekki laxeldi í opnum sjókvíum hér við land. Hyggilegra væri að skipa sér í framvarðarsveit þeirra sem nú þróa nýjar aðferðir við eldi í lokuðum kerfum eða á landi. Við slíkt eldi gæti Ísland notið þess að búa að vistvænni, staðbundinni orku og hreinu vatni – sem gæti lækkað kostnað sem óhjákvæmilega hlýst af hinni nýju tækni. Næsta skref í laxeldi á Íslandi ætti að vera óháð úttekt á rekstrar- og þjóðhagslegri hagkvæmni laxeldis hér við land, áður en ráðist verður í stækkanir eldisstöðva sem byggðar eru á úreltum aðferðum. Við þá úttekt yrði að kanna nýjar tæknilausnir og meta allar kostnaðartölur með langtímasjónarmið í huga, þar með talin umhverfisáhrif og markaðshorfur. Í haust er fyrirhuguð ráðstefna á vegum NASF, Líffræðifélags Íslands og Stofnunar Sæmundar fróða við HÍ þar sem fjallað verður um efnahagslegan og samfélagslegan ávinning af laxeldi; málefni sem stjórnvöld hljóta að láta sig varða.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun