Innlent

Þjófar ógnuðu ferðamanni með hníf

Innbrotsþjófur í hótelherbergi í vesturborginni,  ógnaði erlendum ferðamanni með hnífi þegar ferðamaðurinn kom að honum og félaga hans í herbergi ferðamannsins í gærkvöldi. Ferðamaðurinn réðst gegn þjófunum og hafði annan undir, en þá dró hinn upp hníf og hafði í hótunum.

Þjófarnir komust þá  undan, með þýfi.  Þetta gerðist á tíunda tímanum og gerði ferðamaðurinn lögreglu viðvart, sem hafði uppi á þjófunum um miðnætti. Voru þeir með megnið af þýfinu á sér, sem komst til skila, en ferðamaðurinn fór af landi brott snemma í morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×