Fyrirmyndir óskast Þórunn Jónsdóttir skrifar 5. júní 2014 12:47 Það er gömul saga og ný að atvinnulífið skorti tæknimenntað fólk. Háskólarnir hafa brugðist við þessari eftirspurn með því að stækka tæknideildirnar með ágætum árangri. Þó er eitt sem ber að skoða betur og það er val kvenna á háskólanámi. Því miður liggja tölur frá Íslandi ekki fyrir, en samkvæmt tölum frá Bandaríkjunum sýna 74% stúlkna á miðstigi grunnskóla áhuga á vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði, en í framhaldsskóla velja aðeins 0,3% stúlknanna tölvunarfræði. Háskólinn í Reykjavík vann rannsókn árið 2003 þar sem fram kom að stúlkur höfðu litla þekkingu á námi og störfum tölvunarfræðinga og höfðu þar af leiðandi ekki allar nauðsynlegar forsendur við val á háskólanámi. Aðeins 12% nemenda í tölvunarfræði það ár voru kvenkyns og hlutfallið var það sama árið 2010. Þá kom í ljós að drengir fengu aðgang að tölvum heima fyrir mun fyrr en stúlkur.Þú getur ekki orðið það sem þú getur ekki séð Á námskeiðum hjá Skema hefur hlutfall stúlkna verið að meðaltali um 10–15% nemenda en hefur þó farið allt niður í 0%. Ástæður þessa lága hlutfalls stúlkna hafa ekki verið vísindalega kannaðar, en eru taldar vera skortur á upplýsingum og aðgengi að tækni, skortur á sjálfstrausti og ekki síst skortur á fyrirmyndum. Þegar við lítum í kringum okkur sjáum við að forsvarsmenn flestra (ef ekki allra) stóru tæknifyrirtækjanna eru karlmenn. Þegar hakkaþon eru heimsótt eru um 99% þátttakenda karlmenn og þegar talað er um unga tæknifrumkvöðla eru oftast notuð karlkyns persónufornöfn.Hvatning er fyrsta skrefið Árið 2012 sigraði íslensk stúlka að nafni Ólína Helga Sverrisdóttir í forritunarkeppni sem haldin var á vegum FBI og Alice.org, þá aðeins 11 ára gömul. Síðastliðið haust komst þessi sama stúlka, sem nú er orðin 13 ára, í úrslit í Digital Girl of the Year Awards 2013. Ólína byrjaði að læra forritun hjá móður sinni fyrir nokkrum árum og úr varð heilt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að endurforrita menntun og skapa nýja kynslóð barna sem hefur undirstöðuþekkingu í forritun – börn sem verða skaparar tækni í stað þess að vera eingöngu neytendur hennar. Saga Ólínu Helgu sýnir að með örlítilli hvatningu frá foreldrum geta stelpur (og strákar) fengið áhuga á forritun og jafnvel unnið alþjóðlegar keppnir. Hvatning getur því kveikt áhuga sem verður til þess að börnin sækja sér þekkingu, byggja upp færni til framtíðar og draga úr kynbundnu starfsvali seinna á lífsleiðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að atvinnulífið skorti tæknimenntað fólk. Háskólarnir hafa brugðist við þessari eftirspurn með því að stækka tæknideildirnar með ágætum árangri. Þó er eitt sem ber að skoða betur og það er val kvenna á háskólanámi. Því miður liggja tölur frá Íslandi ekki fyrir, en samkvæmt tölum frá Bandaríkjunum sýna 74% stúlkna á miðstigi grunnskóla áhuga á vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði, en í framhaldsskóla velja aðeins 0,3% stúlknanna tölvunarfræði. Háskólinn í Reykjavík vann rannsókn árið 2003 þar sem fram kom að stúlkur höfðu litla þekkingu á námi og störfum tölvunarfræðinga og höfðu þar af leiðandi ekki allar nauðsynlegar forsendur við val á háskólanámi. Aðeins 12% nemenda í tölvunarfræði það ár voru kvenkyns og hlutfallið var það sama árið 2010. Þá kom í ljós að drengir fengu aðgang að tölvum heima fyrir mun fyrr en stúlkur.Þú getur ekki orðið það sem þú getur ekki séð Á námskeiðum hjá Skema hefur hlutfall stúlkna verið að meðaltali um 10–15% nemenda en hefur þó farið allt niður í 0%. Ástæður þessa lága hlutfalls stúlkna hafa ekki verið vísindalega kannaðar, en eru taldar vera skortur á upplýsingum og aðgengi að tækni, skortur á sjálfstrausti og ekki síst skortur á fyrirmyndum. Þegar við lítum í kringum okkur sjáum við að forsvarsmenn flestra (ef ekki allra) stóru tæknifyrirtækjanna eru karlmenn. Þegar hakkaþon eru heimsótt eru um 99% þátttakenda karlmenn og þegar talað er um unga tæknifrumkvöðla eru oftast notuð karlkyns persónufornöfn.Hvatning er fyrsta skrefið Árið 2012 sigraði íslensk stúlka að nafni Ólína Helga Sverrisdóttir í forritunarkeppni sem haldin var á vegum FBI og Alice.org, þá aðeins 11 ára gömul. Síðastliðið haust komst þessi sama stúlka, sem nú er orðin 13 ára, í úrslit í Digital Girl of the Year Awards 2013. Ólína byrjaði að læra forritun hjá móður sinni fyrir nokkrum árum og úr varð heilt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að endurforrita menntun og skapa nýja kynslóð barna sem hefur undirstöðuþekkingu í forritun – börn sem verða skaparar tækni í stað þess að vera eingöngu neytendur hennar. Saga Ólínu Helgu sýnir að með örlítilli hvatningu frá foreldrum geta stelpur (og strákar) fengið áhuga á forritun og jafnvel unnið alþjóðlegar keppnir. Hvatning getur því kveikt áhuga sem verður til þess að börnin sækja sér þekkingu, byggja upp færni til framtíðar og draga úr kynbundnu starfsvali seinna á lífsleiðinni.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar