Fyrirmyndir óskast Þórunn Jónsdóttir skrifar 5. júní 2014 12:47 Það er gömul saga og ný að atvinnulífið skorti tæknimenntað fólk. Háskólarnir hafa brugðist við þessari eftirspurn með því að stækka tæknideildirnar með ágætum árangri. Þó er eitt sem ber að skoða betur og það er val kvenna á háskólanámi. Því miður liggja tölur frá Íslandi ekki fyrir, en samkvæmt tölum frá Bandaríkjunum sýna 74% stúlkna á miðstigi grunnskóla áhuga á vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði, en í framhaldsskóla velja aðeins 0,3% stúlknanna tölvunarfræði. Háskólinn í Reykjavík vann rannsókn árið 2003 þar sem fram kom að stúlkur höfðu litla þekkingu á námi og störfum tölvunarfræðinga og höfðu þar af leiðandi ekki allar nauðsynlegar forsendur við val á háskólanámi. Aðeins 12% nemenda í tölvunarfræði það ár voru kvenkyns og hlutfallið var það sama árið 2010. Þá kom í ljós að drengir fengu aðgang að tölvum heima fyrir mun fyrr en stúlkur.Þú getur ekki orðið það sem þú getur ekki séð Á námskeiðum hjá Skema hefur hlutfall stúlkna verið að meðaltali um 10–15% nemenda en hefur þó farið allt niður í 0%. Ástæður þessa lága hlutfalls stúlkna hafa ekki verið vísindalega kannaðar, en eru taldar vera skortur á upplýsingum og aðgengi að tækni, skortur á sjálfstrausti og ekki síst skortur á fyrirmyndum. Þegar við lítum í kringum okkur sjáum við að forsvarsmenn flestra (ef ekki allra) stóru tæknifyrirtækjanna eru karlmenn. Þegar hakkaþon eru heimsótt eru um 99% þátttakenda karlmenn og þegar talað er um unga tæknifrumkvöðla eru oftast notuð karlkyns persónufornöfn.Hvatning er fyrsta skrefið Árið 2012 sigraði íslensk stúlka að nafni Ólína Helga Sverrisdóttir í forritunarkeppni sem haldin var á vegum FBI og Alice.org, þá aðeins 11 ára gömul. Síðastliðið haust komst þessi sama stúlka, sem nú er orðin 13 ára, í úrslit í Digital Girl of the Year Awards 2013. Ólína byrjaði að læra forritun hjá móður sinni fyrir nokkrum árum og úr varð heilt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að endurforrita menntun og skapa nýja kynslóð barna sem hefur undirstöðuþekkingu í forritun – börn sem verða skaparar tækni í stað þess að vera eingöngu neytendur hennar. Saga Ólínu Helgu sýnir að með örlítilli hvatningu frá foreldrum geta stelpur (og strákar) fengið áhuga á forritun og jafnvel unnið alþjóðlegar keppnir. Hvatning getur því kveikt áhuga sem verður til þess að börnin sækja sér þekkingu, byggja upp færni til framtíðar og draga úr kynbundnu starfsvali seinna á lífsleiðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að atvinnulífið skorti tæknimenntað fólk. Háskólarnir hafa brugðist við þessari eftirspurn með því að stækka tæknideildirnar með ágætum árangri. Þó er eitt sem ber að skoða betur og það er val kvenna á háskólanámi. Því miður liggja tölur frá Íslandi ekki fyrir, en samkvæmt tölum frá Bandaríkjunum sýna 74% stúlkna á miðstigi grunnskóla áhuga á vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði, en í framhaldsskóla velja aðeins 0,3% stúlknanna tölvunarfræði. Háskólinn í Reykjavík vann rannsókn árið 2003 þar sem fram kom að stúlkur höfðu litla þekkingu á námi og störfum tölvunarfræðinga og höfðu þar af leiðandi ekki allar nauðsynlegar forsendur við val á háskólanámi. Aðeins 12% nemenda í tölvunarfræði það ár voru kvenkyns og hlutfallið var það sama árið 2010. Þá kom í ljós að drengir fengu aðgang að tölvum heima fyrir mun fyrr en stúlkur.Þú getur ekki orðið það sem þú getur ekki séð Á námskeiðum hjá Skema hefur hlutfall stúlkna verið að meðaltali um 10–15% nemenda en hefur þó farið allt niður í 0%. Ástæður þessa lága hlutfalls stúlkna hafa ekki verið vísindalega kannaðar, en eru taldar vera skortur á upplýsingum og aðgengi að tækni, skortur á sjálfstrausti og ekki síst skortur á fyrirmyndum. Þegar við lítum í kringum okkur sjáum við að forsvarsmenn flestra (ef ekki allra) stóru tæknifyrirtækjanna eru karlmenn. Þegar hakkaþon eru heimsótt eru um 99% þátttakenda karlmenn og þegar talað er um unga tæknifrumkvöðla eru oftast notuð karlkyns persónufornöfn.Hvatning er fyrsta skrefið Árið 2012 sigraði íslensk stúlka að nafni Ólína Helga Sverrisdóttir í forritunarkeppni sem haldin var á vegum FBI og Alice.org, þá aðeins 11 ára gömul. Síðastliðið haust komst þessi sama stúlka, sem nú er orðin 13 ára, í úrslit í Digital Girl of the Year Awards 2013. Ólína byrjaði að læra forritun hjá móður sinni fyrir nokkrum árum og úr varð heilt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að endurforrita menntun og skapa nýja kynslóð barna sem hefur undirstöðuþekkingu í forritun – börn sem verða skaparar tækni í stað þess að vera eingöngu neytendur hennar. Saga Ólínu Helgu sýnir að með örlítilli hvatningu frá foreldrum geta stelpur (og strákar) fengið áhuga á forritun og jafnvel unnið alþjóðlegar keppnir. Hvatning getur því kveikt áhuga sem verður til þess að börnin sækja sér þekkingu, byggja upp færni til framtíðar og draga úr kynbundnu starfsvali seinna á lífsleiðinni.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun