Kveð Kiel á góðu nótunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júní 2014 07:00 Guðjón Valur Sigurðsson mun klæðast frægum búningi Barcelona næstu tvö árin að minnsta kosti. Fréttablaðið/Getty Verst geymda leyndarmálið í evrópskum handbolta var opinberað í gær þegar Barcelona tilkynnti á heimasíðu sinni að það hefði gert tveggja ára samning við landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson, leikmann Þýskalandsmeistara Kiel. Guðjón Valur gat því loksins tjáð sig um vistaskiptin í gær en þá var hann að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik íslenska landsliðsins gegn Bosníu í Sarajevó í undankeppni HM 2015. Guðjón Valur á glæsilegan feril að baki en síðustu tvö árin hefur hann leikið með Kiel og orðið Þýskalandsmeistari í bæði árin. En fyrr í vetur varð ljóst að hann yrði ekki áfram í herbúðum félagsins eftir að samningur hans rennur út í sumar. Þakkaði fyrir og sagði bless „Ég fékk tilboð frá Kiel sem ég var ekki nógu ánægður með, í hreinskilni sagt. Ég bað því umboðsmann minn um að kanna hvaða möguleikar væru í stöðunni fyrir mig,“ segir Guðjón Valur um aðdraganda félagaskiptanna en bætir því við að hann hafi ekki verið sáttur við hversu lengi hann þurfti að bíða eftir samningstilboði Kiel. „Það var búið að halda manni í óvissu í tvo, þrjá mánuði og svo þegar tilboðið kom loksins hafði ég aðeins þrjá daga til að gefa svar. Þá þakkaði ég bara fyrir mig og sagði bless,“ segir Guðjón Valur en bætir við að hann hafi rætt málin við stjórn Kiel og skilji við félagið á góðum nótum. Hann segir að nokkrir kostir hafi staðið sér til boða þegar ljóst varð að hann myndi fara frá Kiel. „En um leið og ég heyrði af áhuga Barcelona þurfti ekki meira til,“ segir Guðjón Valur og viðurkennir að það sé draumi líkast að fá að spila með þessu fornfræga félagi. Guðjón Valur rifjar upp að hans fyrsta tilboð frá atvinnumannafélagi kom árið 2000 þegar hann var á mála hjá KA. „Það kom frá spænsku félagi og síðan þá hefur það ávallt blundað í mér að fara til Spánar. Svo hélt ég að ég myndi þurfa að gefa þann draum upp á bátinn miðað við þá þróun sem hefur orðið í spænsku deildinni síðustu ár,“ sagði hann en fjárhagur margra spænskra liða hefur verið erfiður síðustu ár. „Það kom mér þar að auki á óvart að Barcelona vildi fá mann til liðs við sig sem er á þessum aldri,“ bætir hann við en Guðjón Valur verður 35 ára gamall í sumar. Hann segist ekki hafa velt því fyrir sér hvort samningurinn sé mögulega hans síðasti á atvinnumannaferlinum. „Aðrir hafa meiri áhyggjur af aldrinum mínum en ég. Mér líður vel, hef verið að spila ágætlega og er í góðu formi. Ég er ekkert að spá í því hvort eða hvenær ég eigi að hætta.“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Tímamótaleikur hjá Guðjóni Val Guðjón Valur Sigurðsson leikur í dag sinn 300. landsleik á ferlinum gegn er Ísland mætir Bosníu út í Sarajevo. 7. júní 2014 07:30 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Verst geymda leyndarmálið í evrópskum handbolta var opinberað í gær þegar Barcelona tilkynnti á heimasíðu sinni að það hefði gert tveggja ára samning við landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson, leikmann Þýskalandsmeistara Kiel. Guðjón Valur gat því loksins tjáð sig um vistaskiptin í gær en þá var hann að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik íslenska landsliðsins gegn Bosníu í Sarajevó í undankeppni HM 2015. Guðjón Valur á glæsilegan feril að baki en síðustu tvö árin hefur hann leikið með Kiel og orðið Þýskalandsmeistari í bæði árin. En fyrr í vetur varð ljóst að hann yrði ekki áfram í herbúðum félagsins eftir að samningur hans rennur út í sumar. Þakkaði fyrir og sagði bless „Ég fékk tilboð frá Kiel sem ég var ekki nógu ánægður með, í hreinskilni sagt. Ég bað því umboðsmann minn um að kanna hvaða möguleikar væru í stöðunni fyrir mig,“ segir Guðjón Valur um aðdraganda félagaskiptanna en bætir því við að hann hafi ekki verið sáttur við hversu lengi hann þurfti að bíða eftir samningstilboði Kiel. „Það var búið að halda manni í óvissu í tvo, þrjá mánuði og svo þegar tilboðið kom loksins hafði ég aðeins þrjá daga til að gefa svar. Þá þakkaði ég bara fyrir mig og sagði bless,“ segir Guðjón Valur en bætir við að hann hafi rætt málin við stjórn Kiel og skilji við félagið á góðum nótum. Hann segir að nokkrir kostir hafi staðið sér til boða þegar ljóst varð að hann myndi fara frá Kiel. „En um leið og ég heyrði af áhuga Barcelona þurfti ekki meira til,“ segir Guðjón Valur og viðurkennir að það sé draumi líkast að fá að spila með þessu fornfræga félagi. Guðjón Valur rifjar upp að hans fyrsta tilboð frá atvinnumannafélagi kom árið 2000 þegar hann var á mála hjá KA. „Það kom frá spænsku félagi og síðan þá hefur það ávallt blundað í mér að fara til Spánar. Svo hélt ég að ég myndi þurfa að gefa þann draum upp á bátinn miðað við þá þróun sem hefur orðið í spænsku deildinni síðustu ár,“ sagði hann en fjárhagur margra spænskra liða hefur verið erfiður síðustu ár. „Það kom mér þar að auki á óvart að Barcelona vildi fá mann til liðs við sig sem er á þessum aldri,“ bætir hann við en Guðjón Valur verður 35 ára gamall í sumar. Hann segist ekki hafa velt því fyrir sér hvort samningurinn sé mögulega hans síðasti á atvinnumannaferlinum. „Aðrir hafa meiri áhyggjur af aldrinum mínum en ég. Mér líður vel, hef verið að spila ágætlega og er í góðu formi. Ég er ekkert að spá í því hvort eða hvenær ég eigi að hætta.“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Tímamótaleikur hjá Guðjóni Val Guðjón Valur Sigurðsson leikur í dag sinn 300. landsleik á ferlinum gegn er Ísland mætir Bosníu út í Sarajevo. 7. júní 2014 07:30 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Tímamótaleikur hjá Guðjóni Val Guðjón Valur Sigurðsson leikur í dag sinn 300. landsleik á ferlinum gegn er Ísland mætir Bosníu út í Sarajevo. 7. júní 2014 07:30