Lífið

Íbúð í barokkstíl í Breiðholtinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Einstaklega glæsileg 104,3 fermetra íbúð við Ferjubakka 6 í Neðra-Breiðholti í Reykjavík er komin á sölu en í dag er opið hús í íbúðinni á milli klukkan 17.30 og 18.00. 

Íbúðin er fjögurra herbergja og á annarri hæð.

Myndirnar tala sínu máli en innréttingar bera keim af barokktímabilinu. Í eldhúsinu eru gullhöldur á skápum og fagurflúraðir stólar prýða bæði stofuna og eldhúsið.

Þá er baðherbergið afar fallegt með gullspegli og fölbleiku salerni.

Ásett verð er 24,5 milljónir en skipti á íbúð í lyftuhúsi koma til greina.

Eignina má skoða hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.