Stjórnvöld mega ekki bregðast Elín Hirst skrifar 13. júní 2014 07:00 Það er augljóst að það er skylda samfélagsins að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin eftir að sjávarútvegsfyrirtækið Vísir tilkynnti að það ætlaði að leggja niður starfsemi á þremur stöðum á landsbyggðinni. Við tölum iðulega um forsendubrest vegna fasteignalána sem hækkuðu vegna verðbólgu í tengslum við hrunið. Á sama hátt verður ástandinu sem nú blasir við í litlum sjávarþorpum eins og Djúpavogi og Þingeyri ekki lýst öðru vísi en sem stórfelldum forsendubresti. Hlutverkið Löggjafinn hefur sjálfur ákveðið að fiskveiðistjórnarkerfið hafi byggðalegt og félagslegt hlutverk, jafnframt því að vera grundvöllur sjálfbærrar nýtingar og hagræðis í greininni. Þetta sést best á því að til ráðstöfunar eru 5,3 prósent af heildaraflaheimildum, í þorskígildum talið, sem byggðaleg úrræði til að byggja upp með varanlegum hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli. Skynsemi og þekking Í grein sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skrifaði nýlega í Fiskifréttir í tilefni stöðunnar sem upp er komin vegna aðgerða Vísis segir: „Nær 30 þúsund tonn til félagslegra/byggðalegra úrræða er umtalsvert magn. Spurningin sem nú á við er sú hvort við notum þennan afla til nægilega markvissra aðgerða. Sl. sumar var lögfest ákvæði sem fól í sér nýmæli við úthlutun byggðakvóta. Byggðastofnun hafði yfirumsjón með ráðstöfun þessara aflaheimilda. Þar sem ég þekki til tókst vel til. Þarna virðist komin góð fyrirmynd að því að nýta takmarkaðar heimildir til þess að byggja upp með varanlegri hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli, eða slíkt er fyrirsjáanlegt. En jafnframt þarf að vinna til lengri tíma. Skapa skilyrði til nýrrar og annarrar atvinnustarfsemi, þannig að sjávarútvegsplássin okkar verði líkari stærri byggðarlögum með fjölþættari atvinnustarfsemi.“ Einar talar hér af skynsemi og þekkingu og reynslu og ég get tekið heilshugar undir sjónarmið hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Skoðun Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er augljóst að það er skylda samfélagsins að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin eftir að sjávarútvegsfyrirtækið Vísir tilkynnti að það ætlaði að leggja niður starfsemi á þremur stöðum á landsbyggðinni. Við tölum iðulega um forsendubrest vegna fasteignalána sem hækkuðu vegna verðbólgu í tengslum við hrunið. Á sama hátt verður ástandinu sem nú blasir við í litlum sjávarþorpum eins og Djúpavogi og Þingeyri ekki lýst öðru vísi en sem stórfelldum forsendubresti. Hlutverkið Löggjafinn hefur sjálfur ákveðið að fiskveiðistjórnarkerfið hafi byggðalegt og félagslegt hlutverk, jafnframt því að vera grundvöllur sjálfbærrar nýtingar og hagræðis í greininni. Þetta sést best á því að til ráðstöfunar eru 5,3 prósent af heildaraflaheimildum, í þorskígildum talið, sem byggðaleg úrræði til að byggja upp með varanlegum hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli. Skynsemi og þekking Í grein sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skrifaði nýlega í Fiskifréttir í tilefni stöðunnar sem upp er komin vegna aðgerða Vísis segir: „Nær 30 þúsund tonn til félagslegra/byggðalegra úrræða er umtalsvert magn. Spurningin sem nú á við er sú hvort við notum þennan afla til nægilega markvissra aðgerða. Sl. sumar var lögfest ákvæði sem fól í sér nýmæli við úthlutun byggðakvóta. Byggðastofnun hafði yfirumsjón með ráðstöfun þessara aflaheimilda. Þar sem ég þekki til tókst vel til. Þarna virðist komin góð fyrirmynd að því að nýta takmarkaðar heimildir til þess að byggja upp með varanlegri hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli, eða slíkt er fyrirsjáanlegt. En jafnframt þarf að vinna til lengri tíma. Skapa skilyrði til nýrrar og annarrar atvinnustarfsemi, þannig að sjávarútvegsplássin okkar verði líkari stærri byggðarlögum með fjölþættari atvinnustarfsemi.“ Einar talar hér af skynsemi og þekkingu og reynslu og ég get tekið heilshugar undir sjónarmið hans.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun